Læknaneminn - 01.07.1979, Side 61
skólans í meinafræði að Keldum úti á köldum klaka
(sbr. 6. lið að framan).
Fjallað er um ávísun lyfja, lyfseðla, afgreiðslu
þeirra og merkingu lyfja í 6. kafla Iaganna (15-17.
gr.). í 2. málsgr. 15. gr. segir svo: „Útgefandi lyf-
seðils undirritar hann eigin hendi ásamt stöðuheiti
(læknir, tannlæknir, dýralæknir) eða les hann fyrir
í síma með þeim hætti, að ljóst sé af símlestrinum,
hver hann er. Staðfestir útgefandi þannig, að hann
hafi sjálfur ávísað hlutaðeigandi einstaklingi eða
umráðamanni tilgreindu lyfi í tilteknu magni og
sagt fyrir um skammta eða notkun.“ Eru þetta
miklu ítarlegri og skýrari fyrirmæli en áður hafa
gilt um lyfseðla hér á landi, þótt stutt séu.
I 16. gr. er það nýmæli, að kveðið er á um nokkur
atriði, er vera skulu í reglugerð um gerð lyfseðla og
afgreiðslu lyfja, er lyfjanefnd gerir tillögur um í
samráði við landlækni. Forsenda þessa er sú, að
reglugerð þessi er ein hin allra veigamesta, er lýtur
að starfi lækna og lyfsala og því mjög nauðsynlegt,
að vel sé til hennar vandað. Núgildandi reglugerð
um gerð lyfseðla og afgreiðslu lyfja er nr. 291/
1979 og gekk í gildi 1. 9. 1979.
I 14. gr. segir svo, að framleiðslu lyfs sé ekki að
fullu lokið, fyrr en það er komið í merkt afhending-
arílát. I 17. gr. eru ítarleg ákvæði um merkingu
þeirra íláta, sem lyf eru afhent í. Hliðstæð ákvæði
eru í 59. gr. lyfsölulaga fyrir sérlyf. Nauðsynlegt var
talið að láta slík ákvæði ná til afhendingaríláta und-
ir öll lyf.
1 7. kafla (18,—26. gr.) eru miklu fyllri ákvæði um
auglýsingu og kynningu lyfja, lækningaáhalda,
sjúkravarnings og lyfjagagna en áður hafa verið í
lögum hér á landi. Meginstefna þessara ákvæða er
sem fyrr að tryggja, að auglýsingar og kynningar
seu sem réttastar og í samræmi við gildandi lög og
fyrirmæli og komi einungis þeim í hendur, er hafa
ínenntunarlegar forsendur til þess að geta metið þær.
Er ástæða til að ætla, að auglýsendur hafi yfirleitl
tekið þessum ákvæðum vel.
Fjallað er um lyfjanefnd í 10. kafla (27.-31. gr.).
Auk þeirra verkefna nefndarinnar, sem áður eru
nefnd, eru nokkur lil viðbótar tilfærð í 28. gr. Verk-
efni lyfjanefndar eru þannig í heild hæði mikil og
margþætt. Engu að síður gerðust þau firn og undur,
að tillögur þeirrar nefndar, er frumvarpið samdi og
þegar voru orðnar að lögum (lög nr. 85 25. maí
1976), sbr. hér á undan, voru gersamlega hundsað-
ar. Fjöldi nefndarmanna var skorinn niður í þrjá
einungis, en samtímis gert ráð fyrir aukamönnum
til þess að sinna ákveðnum verkefnum. Þeir sem
Jjetta afrek unnu, hafa greinilega litla eða enga
reynslu haft af störfum í fastanefndum. Þetta fyrir-
komulag leggur óhemjulegt álag á formann nefndar-
innar og því hætt við, að störf gangi eigi undan svo
sem lyfjalög gera ráð fyrir. Ákvæði þessi eru svo
fjarri öllu viti, að þeim hlýtur að verða hreytt fyrr
eða síðar.
Fátt olli endanlega meiri örðugleikum í nefnd
þeirri, er samdi frumvarp til lyfjalaga, en kveða á
skipun manna í lyfjaverðlagsnefnd. Er 9. kafli lag-
anna (32.-38. gr.) um lyfjaverðlagsnefnd. Var
mjög reynt að tryggja, að sjónarmið sem flestra
þeirra, sem framleiðendur, seljendur og kaupendur
eða neytendur mega teljast, kæmu fram við skipun
manna í nefndina. Þegar frumvarpið var endanlega
lagt fram, hafði skipun lyfjaverðlagsnefndar verið
færð í fyrra horf að kalla, sbr. 28. gr. lyfsölulaga nr.
30/1963. Var það vafalaust á þeirri forsendu, að sú
skipan væri þekkt og hefði reynst þolanlega, en allt
væri á huldu um það, hversu önnur skipan myndi
gefast. Hins vegar var verksvið nefndarinnar víkkað
nokkuð og meira hugað að ákvæðum um verðlagn-
ingu lyfja utan lyfjabúða (þ. e. a. s. í lyfjagerðum
og lyfjaheildsölum) en áður var og tryggt, að sjón-
armið innlendra lyfjaframleiðenda og lyfjaheild-
sala yrðu kynnt í lyfjaverðlagsnefnd. Þá er í 36. gr.
LÆKNANEMINN
51