Læknaneminn


Læknaneminn - 01.07.1979, Síða 62

Læknaneminn - 01.07.1979, Síða 62
beinlínis ákvæði þess efnis, að nefndin skuli hafa ritara, er annist dagleg störf á hennar vegum. Allt er þetta greinilega til bóta. Eftir miklar vangaveltur kom nefndin, sem samdi frumjvarp til lyfjalaga, sér saman um, að ákvæði skyldu vera um lyfsölusjóð í lögunum. Eru ákvæði þessi í 10. kafla (39.-48. gr.). Var ætlast til, að megintekjustofn lyfsölusjóðs yrði 1% af c.i.f.-verði innfluttra lyfja og lyfjaefna. Síðar var skotið inn í frumvarpið ákvæði um, að árlega yrði innheimt gjald af öllum lyfjabúðum, er rynni í sjóðinn. Varð þetta að lögum (42. gr.). Markmið þessa lyfsölu- sjóðs er ekki mjög frábrugðið markmiði því, er Vil- mundur Jónsson og samherjar hans settu sér með sínum lyfsölusjóði fyrir um það bil 35 árum (sbr. 9. lið að framan), en það er að tryggja lyfjadreifingu í Iandinu og efla innlenda framleiðslu og rannsókn- ir í lyfjagerðarfræði (sbr. 41. gr.). Hætt er þó við, að Vilmundi og þeim félögum hans fleiri þætti lítið bragð af þessum lyfsölusjóði og hann fátækur mið- að við þeirra, ef þeir mættu um það orðum mæla. Hins er samt að gæta, að þessi lyfsölusjóður er orð- inn að lögum, en þeirra náði aldrei fram að ganga. Að vísu er kálið ekki sopið, þótt í ausuna sé komið. Fjármálaráðuneytið hefur nefnilega til þessa ekki treyst sér að láta innheimta gjald af verði innfluttra lyfja og lyfaefna. Þarf hér vísast að gera lagabreyt- ingu, svo að sjóðurinn geti tekið til starfa. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (Matthías Bjarnason) lét sér lynda, að lyfsalar og lyfjafræð- ingar fengju alla stjórn á sjóðnum, því að lyfsalar skulu tilnefna mann úr sínum hópi í stjórn sjóðsins, lyfjafræðingar annan og ráðherra skipar formann án tilnefningar (40. gr.). I tillögum nefndarinnar, sem frumvarpið samdi, var gert ráð fyrir 5 manna stjórn. Skyldi einn vera lögfræðingur (vegna eigna- umsýslu), annar heilsugæslulæknir (til þess að miðla af þekkingu um læknisstörf í héraði og þörf fyrir trygga lyfjadreifingu) og þriðji sérfræðingur í lyfjagerðarfræði (til þess að veita fræðilegar upp- lýsingar og geta með atkvæði sínu tryggt eins óvil- hallar styrkveitingar og auðið er) auk lyfsala og lyfjafræðings, er áður greinir. Hér hljóta annarleg sjónarmið að hafa legið að baki. I 11. kafla laganna (49.-53. gr.) ræðir um Lyfja- eftirlit rikisins. t 49. gr. er kveðið svo á, að Lyfja- eftirlit ríkisins sé sjálfstæð stofnun undir yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. t 50. gr. er lýst hlutverki þessarar stofnunar og er það mikið. r 51. gr. er tekið fram, að tryggja skuli Lyfjaeftir- litinu hæfilegt starfslið og aðstöðu lil að sinna verk- efnum sínum. Það er einmitt hér sem skórinn krepp- ir að. Lyfjaeftirlitið er að sjálfsögðu aldrei virkara eða betra en starfslið og aðstaða þess segir til um. Tólfti kafli laganna (54.-55. gr.) er um heimild- arákvæði til þess að hefja skráningu hjáverkana lyfja á vegum landlæknisembættisins. Þyrfti að setja nefnd í þetta mál til þess að athuga, hvort fram- kvæmanlegt þætti í nálægri framtið. I 13. kafla laganna (56.-58. gr.) er fjallað um þagnarskyldu, málarekstur og refsingar. Niðurlags- ákvæði eru í 14. kafla. Eru þar felldir úr gildi svo sem vera ber 1., 6., 7. og 10. kafli lyfsölulaganna auk 40. og 50. gr. laganna. Loks eru svo bráða- birgðaákvæði eins og áður er vikið að. Frumvarp það til laga um lyfjadreifingu, sem lagt var fyrir Alþingi á 100. löggjafarþingi 1978—1979, þykir ekki hlýða að ræða miklu frekar, þar eð örlög þess eru enn óráðin. Af fljótlegum yfirlestri virðist mega ráða, að vel hafi yfirleitt verið að verki stað- ið. 1 2., 7. og 9. kafla eru merk nýmæli. Hins vegar er 8. kafli óþarfur, enda ætti að setja sérstök lög um Lyfjaverzlun ríkisins. 1 2. kafla virðist vanta ákvæði, er leyfir breytingu á lyfjaútibúi í lyfjabúð. Rannsóknastofa í lyfjafræði 31. 10. 1979. Athugasemd. í athugasemdum Lyfsalafjelags ís- lands, er ræðir í 3. lið, segir, að tilskipun Kristjáns 5. hafi verið birt á Alþingi þegar árið 1673, sbr. einnig 1. lið. Lárus H. Blöndal og Vilmundur Jóns- son (Læknar á íslandi, fyrra bindi, Læknafélag ís- lands, Isafoldarprentsmiðja hf., Reykjavík 1970) segja hins vegar (bls. 29-30), að tilskipunin hafi ekki verið birt Íslendingum fyrr en á Alþingi 1773. I hvorugu tilviki gefur textinn þannig tilefni til þess að ætla, að um prentvillu sé að ræða. Hins vegar munar hér 100 árum á milli heimilda. Myndir S. J. 52 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.