Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 7
Kynlífsvandamál
Högni Óskarsson geðlæknir
Grein þessi er byggð á fyrirlestri, sem fluttur var á fundi Félags lœknanema í desember 1980.
Inngangur
Undanfarna áratugi hefur öll umfjöllun um kyn-
líf orðið æ opinskárri. Hefur mátt merkja þetta í
umræðum manna á meðal, í fjölmiðlum og svo bók-
tnennlum og öðrum listgreinum. Rannsóknir á þessu
sviði hafa einnig tekið stökkhreytingum, ber þar
hæst Kinsey og samstarfsmenn hans á 6. áratug alcl-
arinnar og svo Masters og Johnson síðustu 2 ára-
tugi. Fjölmargir aðrir hafa siglt í kjölfarið. Það,
sem hefur ýtt hvað mest undir þessa þróun, er harð-
skeytt umræða Rauðsokka (Women’s Lib) um
stöðu konunnar í karlmannaþjóðfélaginu, og sömu-
leiðis barátta kynvilltra (Gay Liberation Movement)
fyrir félagslegu jafnrétti. Er nú svo komið, að það
þykir sjálfsagt víðast hvar að fella kennslu um kyn-
iíf, bæði frá líffræðilegu, sálrænu og félagslegu sjón-
armiði, og meðferð kynlífsvandamála inn í lækna-
nam. Ennfremur er mikil áhersla lögð á þessi fræði
1 ýmsum undirgreinum læknisfræðinnar, svo sem
geðlækningum og kvensjúkdómafræði. Hér á landi
hefur þessi grein enn ekki rutt sér til rúms í nægum
Wæli innan læknadeildar né heldur í læknisstarfi. Þó
bendir margt til að þetta sé að breytast. Hér á eftir
verður fjallað um helstu kynlífsvandamál, sem sér-
fræðingar á þessu sviði fá til meðferðar. Mun um-
fjöllunin fyrst og fremst verða klinisk. þar eð flestir
læknanemar hafa þegar fengið kennslu í líffæra- og
lífeðlisfræði kynfæra.
Siigulcg þróun hynlífsrannsóhna
Undanfarna öld hafa viðhorf til kynlífs tekið
ffliklum breytingum á Vesturlöndum. Fyrir 100 ár-
um voru Viktoríönsk viðhorf ríkjandi. Samfarir
karls og konu áttu að vera til þess eins að geta af sér
Mkvæmi. Þegar kom fram á 20. öldina var farið að
hta á samfarir sem einn þátt í nánu sambandi karls
°g konu, sem átti að verða báðum til ánægju. Nú er
hins vegar farið að bera verulega á því viðhorfi, að
samfarir séu ánægjulegur líkamsleikur án allra
skuldbindinga. Hér verður stuttlega getið þriggja
manna, sem áttu stóran þátt í að móta viðhorf sinn-
ar samtíðar til kynlífs.
Richard von Krafft-Ebing (1840-1902) var þýsk-
ur prófessor í geðlækningum, sem lagði sérstaka
stund á réttargeðlæknisfræði. Bók hans, Psycho-
pathia Sexualis, sem út kom 1886, hafði áhrif á við-
horf manna til kynlífs langt fram á okkar öld. í
örstuttu máli má lýsa hinu Viktoríanska viðhorfi
þannig, að maður hittir konu, þau fella hugi saman
og giftast. Oðru hvoru á fyrri hluta hjónabandsins
setur eiginmaðurinn penis inn í vagina konunnar,
hann fær fullnægingu, en hún ekki. Er þetta eingöngu
gert í því skyni, að geta af sér börn. Allt annað en
þetta taldi Krafft-Ebing vera óeðli, perversion, og
valdi því ýmis nöfn. í bók sinni lýsti hann nauðgun-
um og barnamorðum í upphafi og taldi síðan, að ást-
arleikir og atlot, sem nú þykja sjálfsögð, væru sjúk-
legur undanfari þessara atburða. I framhaldi af
þessu var oft beitt harðneskjulegri meðferð við því,
sem talið var óeðli. Til dæmis má nefna meðferð við
sáðlátum að næturlagi, sem fólst í því að æta hluta
af slímhúð þvagrásar með silfurnítrati. Svipaðri
meðferð var beitt við sjálfsfróun stúlkubarna, nema
hvað að meðferðinni var beint að clitoris.
I þessum tíðaranda ólst upp maður, sem átti eftir
að hafa gífurleg áhrif á þróun geðlækninga og
reyndar einnig á menningu vorra daga, en það var
Sigmund Freud (1856-1939). Kenningar hans um
kynlíf barna (infantile sexuality) vöktu athygli og
hneykslun samtíðar hans. Þessar kenningar áttu eft-
ir að þróast mikið í þau 40 ár, sem hann skrifaði um
sálkönnunarkenningar sínar. Viðhorf hans voru
mannúðleg, hann lagði áherslu á að skilja tilurð og
þýðingu kynlífsafbrigða. Hann tengdi ýmis einkenni
við truflun á sálrænum þroska barna og var það stórt
læknaneminn
5