Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Síða 20

Læknaneminn - 01.03.1981, Síða 20
glyserin var gefið, fengu isosorbið dinitrat og hep- arin í þrjá daga. Eftir það var hjartaþræðing endur- tekin. I báðum tilvikum reyndist hin lokaða æð nú opin við þrengslin, og fylltist æðakrefið handan þrengslanna vel. Þessar rannsóknir og fleiri leiða að því sterk rök, að hjartadrep stafi stundum a. m. k. af samdrætti í kransæð. Oftast er staðbundin fitusöfn- un (atheromatosis) í veggjum slíkra æða, en ekki er það óbrigðult sbr. sjúkrasöguna, er fyrr greindi. Rétt er að nefna hér hugsanlegan þátt blóðflagna í samdrætti kransæða. Flögukekkir myndast í krans- æðum sjúklinga með kransæðasjúkdóm, sem deyja skyndilega.3 Kekkir myndast einnig við og handan við þrengda kransæð í tilraunadýrum. Flögurnar gefa frá sér thromboxan A2, sem hefur kröftug æða- þrengjandi áhrif. Þannig geta flögukekkir valdið samdrætti í kransæð og síðan meiri kekkjamyndun. Katekólamin stuðla einnig að samloðun blóðflagna. Þannig getur streita, líkamlegt erfiði og reykingar valdið samdrætti í kransæð í innþeli kransæðar í hundum, ef þvermál æðarinnar var minnkað. Skyndidauði kransæðasjúklinga stafar oftast af hjartsláttartruflun. Stundum er hjartadrep orsök slíkrar truflunar. Gildir trúlega einu, hvort samdrátt- ur í kransæð olli drepinu eða aðrar orsakir liggja til þess. Hugsanlegt er þó, að hjartsláttartruflanir verði ekki síður, eftir að samdrættinum er aflétt. Ef hnýtt er fyrir kransæð, t. d. í hundi, nokkrar klukku- stundir, en bandið síðan leyst, koma oft fram svæsn- ar hjartsláttartruflanir. Þetta skýrist e. t. v. af mik- illi sækni kalsíumjóna inn í vöðvafrumurnar, er blóð- rás hefst á nýjan leik. Þannig gæti langvarandi sam- dráttur í kransæð haft í för með sér mikla hættu á skyndidauða, eftir að samdrátturinn er afstaðinn, t. d. af völdum nitroglyserins. V Hvernig á að meðhöndla sjúklinga, sem fá hjarta- kveisu vegna samdráttar í kransæðum? Eins og fyrr greinir, geta betablokkar haft öfug áhrif, og skurð- aðgerð gefst sjaldan vel, nema um vel afmarkaða fituhnúða sé að ræða í æðavegg nálægt upptökum æðar. Skammtímagj öf nitroglyserins gefst oftast vel, en langtímagjöf nitrata miður. Lyf sem draga úr samloðun blóðflagna, t. d. asetylsalisylsýra og di- pyridamól, vekja vonir, en notagildi þeirra er ósann- að. Mótefni histamíns og serotónins eru einnig óreynd, en ólíklegt er, að þau komi að miklu haldi. Svipuðu máli gegnir um alfablokka. Mestar vonir eru nú bundnar við kalsíumblokkandi lyf, einkum nífedipín. Lyf í þeim flokki draga m. a. úr samdrætti sléttra vöðva. Sýnt hefur verið, að nífedipín eykur flæði til blóðskertra svæða í hjarta- vöðva7 og dregur úr kalsíumsækni inn í frumur, þegar flæði 'hefst á ný eftir lokun kransæða.2 Lítill vafi er á því, að nífedipín dregur úr Prinzmetal- kveisu,8 og jafnvel við áreynslubundna hjartakveisu virðist lyfið koma að nokkru gagni. Nifedipín er enn ekki skráð á Islandi, en hefur verið notað á sjúkra- húsum hér í tilraunaskyni. Annar kalsíumblokki, verapamil, hefur minni áhrif á sléttar vöðvafrumur í æðaveggjum, en verkar betur gegn hjartsláttar- truflunum. VI Samdráttur í kransæðum hefur reynst mjög frjótt rannsóknarefni. Hugtakið kransæðasjúkdómur hefur tekið breytta mynd í hugum lækna og skýring feng- ist á ýmsu, sem áður var torráðið. Dæmigerð hjarta- kveisa og hjartadrep hjá fólki með „eðlilegar krans- æðar“ vekur ekki sömu furðu og áður, og hjarta- kveisa í hvíld telst ekki lengur brot á orkulögmálum eðlisfræðinnar. E. t. v. eru menn jafnvel farnir að ofgreina samdrátt í kransæðum og oftúlka afleiðing- ar hans. Einkenni kransæðasjúkdóms ráðast að nokkru af samdrætti í æðakafla eða heilli kransæð. Mjög virð- ist einstaklingsbundið, hvor orsakaþátturinn er ríkj- andi, en báðir virðast gegna nokkru hlutverki hjá flestum sjúklingum. Erfitt er að spá, hverra nýjunga í greiningu, meðferð og skilningi á eðli samdráttar í kransæðum er að vænta í framtíðinni. Líklegt er þó, að rannsóknir á blóðflögum og innþeli æða eigi eftir að opinbera mikilvægan sannleik um þróun kransæðasjúkdóms og meðferð hans. HEIMILDIR: 1 Cipriano, P. R., Guthaner, D. F., Orlick, A. E., Ricci, D. R., Wexler, L., Silverman, .]. F.: The effects of ergono- vine maleate on coronary arterial size. Circulation 59(1): 82, 1979. 18 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.