Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 46

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 46
hring, ef um gonokka væri að ræða. Var gróðrinum því sáð í 4 sykurlausnir, glucosu, maltosu, sakkar- osu og laktosu. Næsta dag voru glucosu- og maltosu- lausnirnar gerjaðar og samræmdist það gerjunar- háttum meningokokka en ekki gonokokka, sem gerja aðeins glucosu. Síðan var gert glitmótefnapróf (flu- orescent antibody test) gegn gonokokkum, sem var neikvætt. Að lokum var gert agglutinationspróf með mótsera gegn mismunandi flokkum (,,grúppum“) meningokokka og reyndust þessir vera af flokki A. Leitað var á sama hátt að sjúkdómsvaldandi neisser- ium í öðrum sýnum frá viðkomandi einstaklingum, en eins og sjá má tekur a. m. k. 2 sólarhringa að fá lokaniðurstöðu. Umræifa Algengasti aðsetursstaður meningokokka í manns- líkamanum er nefkok. Talið er, að þeir valdi stund- um kverkabólgu, en oftar gangi fólk með þá í nef- koki án einkenna jafnvel mánuðum saman.3’8 Báðir einstaklingar, sem skýrt er frá hér að framan, liöfðu hálssærindi. Slík einkenni eru oftar af völdum veira en baktería og þar eð engar veirurannsóknir voru gerðar á umræddum einstaklingum, er óvíst, hvort hálssærindi þeirra hafi verið af völdum meningo- kokka eða annarra sýkla. Frá nefkoki er talið, að meningokokkar brjótist inn í blóð hjá stöku einstaklingum og valdi ýmist vægri eða lífshættulegri blóðsýkingu með eða án heilahimnubólgu. Margt er þó á huldu varðandi varnir og varnarleysi einstaklinga gagnvart innrás þessara sýkla í blóð og heilahimnur. Stöku sinnum valda þeir liðsýkingum og lungnabólga, hjarta-, vöðva- og hjartaþelsbólga koma fyrir af þeirra völd- um.5 Sem fyrr segir er ekki talið algengt, að meningo- kokkar valdi kynsjúkdómi. Ræktunar meningokokka frá körlum með þvagrásarbólgu og konu með leg- hálssýkingu er fyrst getið í grein frá 1942.3 Þarna var um að ræða 6 karlmenn og eina konu. Aðgrein- ing frá gonokokkum var gerð með sykurgerjunum og mótsera gegn mismunandi flokkum meningokokka og reyndust þessir vera af flokki I, sem samsvarar nú flokki A. Svo virðist sem meningokokka sé lítt getið aftur í sambandi við kynsjúkdóma fyrr en á síðasta áratug. í amerískri grein frá 1979 um þvag- rásarbólgu af völdum meningokokka er sagt, að 1978 hafi samtals verið búið að skýra frá 88 manns, sem meningokokkar hafi ræktast frá úr þvagrásar, leg- háls- og endaþarmssýnum, þar af frá 80 á tímabilinu 1971-1978.13 Mætti af þessu draga þá ályktun, að meningokokkar hafi á þeim áratug tekið upp á því að ferðast í auknum mæli á slóðir gonokokka. Má vera að svo sé, en hitt er líka möguleiki, að meningo- kokkasýkingar í kynfærum hafi stundum verið mis- greindar sem gonokokkasýkingar, þar eð gonokokk- ar og meningokokkar líta eins út í gramlituðu stroki og æft fólk þarf til að þekkja dríli þeirra í sundur á ræktunarskálum. Hins vegar aðgreinast þeir með nánari prófum s. s. sykurgerjunum, glitmótefnahúð- un gonokokka og prófum með mótsera gegn mismun- andi flokkum meningokokka. Þess háttar nánari greining hefur vafalaust ekki verið gerð almennt á gramneikvæðum diplokokkum úr sýnum frá fólki grunuðu um kynsjúkdóma, fyrr en þá á síðasta ára- tug og er það e. t. v. ekki enn gert alls staðar. Á sýkladeild Rannsóknastofu Háskólans hefur glitmót- efnahúðun með gonokokkamótefnum verið gerð á öllum gramneikvæðum diplokokkum, sem ræktast frá kynfærum og endaþarmi síðan í sept. 1978. Einkenni þvagrásarbólgu af völdum meningo- kokka hjá karlmönnum eru vart greinanleg frá ein- kennum gonokokkasýkingar í þvagrás, Þó er talið, að sviði við þvaglát sé algengari í þeirri síðarnefndu og útferð oftast grænleit, en í meningokokkasýking- unni geti hún verið hvítleit og slímkennd líkt og við þvagrásarsýkingu af völdum annarra örvera en gono- kokka (s. k. ,.nongonococcal“ sýkinga), og stundum hafa meningokokkar rætkast frá þvagrás einkenna- lausra einstaklinga.3’7'13'18'20 Konur með meningo- kokkasýkingu í leghálsi og þvagrás hafa svipuð ein- kenni og við gonokokkasýkingu, þ. e. þær geta haft graftarkennda útferð, sviða við þvaglát, sársauka við samfarir og kláða kringum ytri kynfæri, en þær geta líka verið einkennalausar.3’7’18’20 Lýst hefur ver- ið meningokokkasýkingu í eistalyppum, eggjaleið- urum og blóð- og liðasýkingu upp úr leghálssýk- ingu.121 8,18 Þá hafa og komið fyrir banvænar blóð- og heilahimnusýkingar nýbura, fæddra af mæðrum með meningokokka í fæðingarvegi.4,10’10 Hjá stúlkubörnum hafa sést sýkingar i burðarbörmum og 44 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.