Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 54

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 54
Lungnahrahhaniein d íslaiuli 1955—74, drangur shuriiaiigerifa Prófessor Hjalti Þórarinsson, handlœknisdeild Landspítalans Á tímabilinu 1955—1974 voru skráðir 430 sjúkl- ingar með lungnakrabbamein. Á fyrri 10 árum þessa tímabils voru 156 sjúklingar, en 274 á þeim síðari. Aukningin er hlutfallslega meiri hjá konum, en hlut- fallið milli karla og kvenna var 2,1:1 á fyrri 10 ár- um límabilsins, en 1,5:1 á þeim síðari. Könnun á reykingavenj um þessara sjúklinga leiddi í ljós, að vindlingareykingar eru mjög algengar og hljóta að teljast augljós og verulegur áhættuþáttur. Konur eru litlir eftirbátar karla í reykingum og má vera að sú staðreynd skýri það hversu lítill munur er á tíðni lungnakrabbameins hér hjá körlum og konum, en í flestum löndum er sjúkdómurinn margfalt algengari meðal karla en kvenna. Vefjafræðileg skipting lungnakrabbameina er hér mjög frábrugðin því sem er víðast annars staðar. Flöguþekjukrabbamein er hér aðeins um 20% æxlanna, en er í flestum lönd- um a. m. k. helmingur þeirra. Hinar illræmdari teg- undir lungnakrabbameina, sem vaxa mun hraðar og sá sér fyrr út um líkamann, eru því hér í verulegum meirihluta. Á umræddu 20 ára tímabili voru framkvæmdar skurðaðgerðir á 143 sjúklingum með lungnakrabba- mein og reyndist kleift að nema æxlið brott hjá 75 sjúklingum eða 52,4% þeirra er teknir voru í að- gerð, en hjá 47,6% var aðeins um könnunaraðgerð að ræða, þar sem æxlið reyndist óskurðtækt. Hjá 58,7% varð að fjarlægja allt lungað, en hjá 41,3% var unnt að ná æxlinu með minni aðgerð. Þetta hlut- fall er hærra en víðast annars staðar og sýnir að hér erum við að kljást við stærri æxli og þau eru stað- sett eða vaxin nær lungnarótinni heldur en reyndin er annars staðar. Þetta stafar sumpart af öðru vísi hlutfalli milli vefjategunda hér, en vafalítið er skýr- ingin einnig sú að sjúklingar koma seinna til að- gerða hér. Eftir brottnám æxlis dóu 3 sjúklingar innan eins mánaðar frá aðgerð (4%). Af þeim sjúklingum sem höfðu óskurðtæk æxli eða aðgerð var talin vonlaus voru 95,4% dánir innan 18 mán- aða frá fyrstu einkennum. Tæplega þriðjungur sjúklinga, eða 29,3%, lifðu í 5 ár eða lengur eftir aðgerð og 14,5% í 9 ár eða lengur. Bestar eru horf- urnar hjá sjúklingum með flöguþekjukrabbamein, en 44% þeirra lifðu í 5 ár eða lengur, ef unnt reyndist að fjarlægja æxlið. Hinar illræmdustu tegundirnar eru þó ekki vonlausar með öllu og því tel ég rétt að ráðleggja einnig aðgerð á þeim ef ekki eru komin teikn um meinvörp. Meningokkar á slóðum gonokokka Framh. af bls. 45. 12 Keys, T. F., Hecht, R. H., Chow, A. W.: Endocervical Neisseria Meningitidis with Meningococcemia. N. Engl. J. Med. Vol. 285, 1971, bls. 505-6. 13 Miller, M. A., Millikdn, P., Criffin, M. S., Sexton, R. A., Yousuf, M.: Neisseria meningitidis Uretliritis. A Case Report. JAMA. Vol. 242, 1979, hls. 1656-7. 14 Noble, R. C., Cooper, C. M., Miller, B. R.: Phatyngeal colonisation by Neisseria gonorrhoeae and Neisseria men- ingitidis in black and white patients attending a venereal disease clinic. Br. J. Vener. Dis. Vol. 55, 1979, bls. 14-19. 15 Schachter, J., Caldwell, H. D.: Chlamydiae. Ann. Rev. Microbiol. Annual Reviews Inc. Vol. 34, 1980, bls. 285- 309. 16 Sunderiand, W. A., Harris, H. H., Spence, D. A., Her- schel, L. W.: Meningococcemia in a newborn infant whose niother had meningocaccal vaginitis. J. of Pediatrics. Vol. 81, 1972, bls. 856. 17 Thayer, J. D., Martin, J. E.: Jmproved mediurn selective for culturation of N. gonorrhoeae and N. meningitidis. Pubhc IJealth Rep. (Wash). Vol. 81, 1966, hls. 559. 18 William, D. C., Felman, Y. M., Corsaro, M. C.: Neisseria meningitidis Probable Pathogen in Two Related Cases of Urethritis, Epididymitis, and Acute Pelvic Inflammatory Disease. JAMA. Vol. 242, 1979, bls. 1653-4. 19 Willmott, F. E.: Meningococcal salpingitis. Br. J. Vener. Dis. Vol. 52, 1976, hls. 182-3. 20 Odegaard, K., Gundersen, T.: fsolation of Neisseria Men- ingitidis in urogenital/rectal infections. Acta Dermato- vener (Stockholm). Vol. 57, 1977, bls. 173-6. 52 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.