Læknaneminn - 01.03.1981, Page 54
Lungnahrahhaniein d íslaiuli 1955—74, drangur shuriiaiigerifa
Prófessor Hjalti Þórarinsson, handlœknisdeild Landspítalans
Á tímabilinu 1955—1974 voru skráðir 430 sjúkl-
ingar með lungnakrabbamein. Á fyrri 10 árum þessa
tímabils voru 156 sjúklingar, en 274 á þeim síðari.
Aukningin er hlutfallslega meiri hjá konum, en hlut-
fallið milli karla og kvenna var 2,1:1 á fyrri 10 ár-
um límabilsins, en 1,5:1 á þeim síðari. Könnun á
reykingavenj um þessara sjúklinga leiddi í ljós, að
vindlingareykingar eru mjög algengar og hljóta að
teljast augljós og verulegur áhættuþáttur. Konur eru
litlir eftirbátar karla í reykingum og má vera að sú
staðreynd skýri það hversu lítill munur er á tíðni
lungnakrabbameins hér hjá körlum og konum, en í
flestum löndum er sjúkdómurinn margfalt algengari
meðal karla en kvenna. Vefjafræðileg skipting
lungnakrabbameina er hér mjög frábrugðin því sem
er víðast annars staðar. Flöguþekjukrabbamein er
hér aðeins um 20% æxlanna, en er í flestum lönd-
um a. m. k. helmingur þeirra. Hinar illræmdari teg-
undir lungnakrabbameina, sem vaxa mun hraðar og
sá sér fyrr út um líkamann, eru því hér í verulegum
meirihluta.
Á umræddu 20 ára tímabili voru framkvæmdar
skurðaðgerðir á 143 sjúklingum með lungnakrabba-
mein og reyndist kleift að nema æxlið brott hjá 75
sjúklingum eða 52,4% þeirra er teknir voru í að-
gerð, en hjá 47,6% var aðeins um könnunaraðgerð
að ræða, þar sem æxlið reyndist óskurðtækt. Hjá
58,7% varð að fjarlægja allt lungað, en hjá 41,3%
var unnt að ná æxlinu með minni aðgerð. Þetta hlut-
fall er hærra en víðast annars staðar og sýnir að hér
erum við að kljást við stærri æxli og þau eru stað-
sett eða vaxin nær lungnarótinni heldur en reyndin
er annars staðar. Þetta stafar sumpart af öðru vísi
hlutfalli milli vefjategunda hér, en vafalítið er skýr-
ingin einnig sú að sjúklingar koma seinna til að-
gerða hér. Eftir brottnám æxlis dóu 3 sjúklingar
innan eins mánaðar frá aðgerð (4%). Af þeim
sjúklingum sem höfðu óskurðtæk æxli eða aðgerð
var talin vonlaus voru 95,4% dánir innan 18 mán-
aða frá fyrstu einkennum. Tæplega þriðjungur
sjúklinga, eða 29,3%, lifðu í 5 ár eða lengur eftir
aðgerð og 14,5% í 9 ár eða lengur. Bestar eru horf-
urnar hjá sjúklingum með flöguþekjukrabbamein, en
44% þeirra lifðu í 5 ár eða lengur, ef unnt reyndist
að fjarlægja æxlið. Hinar illræmdustu tegundirnar
eru þó ekki vonlausar með öllu og því tel ég rétt að
ráðleggja einnig aðgerð á þeim ef ekki eru komin
teikn um meinvörp.
Meningokkar
á slóðum gonokokka
Framh. af bls. 45.
12 Keys, T. F., Hecht, R. H., Chow, A. W.: Endocervical
Neisseria Meningitidis with Meningococcemia. N. Engl.
J. Med. Vol. 285, 1971, bls. 505-6.
13 Miller, M. A., Millikdn, P., Criffin, M. S., Sexton, R. A.,
Yousuf, M.: Neisseria meningitidis Uretliritis. A Case
Report. JAMA. Vol. 242, 1979, hls. 1656-7.
14 Noble, R. C., Cooper, C. M., Miller, B. R.: Phatyngeal
colonisation by Neisseria gonorrhoeae and Neisseria men-
ingitidis in black and white patients attending a venereal
disease clinic. Br. J. Vener. Dis. Vol. 55, 1979, bls. 14-19.
15 Schachter, J., Caldwell, H. D.: Chlamydiae. Ann. Rev.
Microbiol. Annual Reviews Inc. Vol. 34, 1980, bls. 285-
309.
16 Sunderiand, W. A., Harris, H. H., Spence, D. A., Her-
schel, L. W.: Meningococcemia in a newborn infant whose
niother had meningocaccal vaginitis. J. of Pediatrics. Vol.
81, 1972, bls. 856.
17 Thayer, J. D., Martin, J. E.: Jmproved mediurn selective
for culturation of N. gonorrhoeae and N. meningitidis.
Pubhc IJealth Rep. (Wash). Vol. 81, 1966, hls. 559.
18 William, D. C., Felman, Y. M., Corsaro, M. C.: Neisseria
meningitidis Probable Pathogen in Two Related Cases of
Urethritis, Epididymitis, and Acute Pelvic Inflammatory
Disease. JAMA. Vol. 242, 1979, bls. 1653-4.
19 Willmott, F. E.: Meningococcal salpingitis. Br. J. Vener.
Dis. Vol. 52, 1976, hls. 182-3.
20 Odegaard, K., Gundersen, T.: fsolation of Neisseria Men-
ingitidis in urogenital/rectal infections. Acta Dermato-
vener (Stockholm). Vol. 57, 1977, bls. 173-6.
52
LÆKNANEMINN