Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 28
holið lyftist eða halda hendi við vit hins slasaða.
Ondun getur verið hindruð vegna truflana á starf-
semi heila, vegna stíflu í loftvegum af völdum slíms
eða magainnihalds, vegna þess að tungan fellur aft-
ur í kokið eða vegna skemmda á brjóstholmu eða
öndunarvegum.
Blóð'rás: Púlsar eru athugaðir og sjáanlegir blæð-
ingastaðir. Ytri blæðingar stafa oft af sköddun
á húð eða mjúkpörtum og eru mest áberandi ef
blæðir úr höfði eða andliti. Erfiðara er að gera sér
grein fyrir blæðingum í brjóstholi og kviðarholi en
þess konar blæðingar geta orsakað lost á stuttri
stundu. Einnig getur blætt mikið umhverfis illa brot-
in bein.
Beinbrot: Yfirleitt er auðvelt að gera sér grein
fyrir brotum á hinum löngu beinum líkamans en oft
erfitt að greina brot nærri liðum. Efri og neðri
ganglimir eru þreifaðir varlega í gegnum fötin en
nauðsynlegt getur þó verið að klippa fötin af ef
brotið er opið eða ef mikið blæðir.
Lífsnauðsynlct) hjjtilp
Ondun: Mestu máli skiptir að koma öndun í sem
best horf eins fljótt og hægt er. Það er gert með því
að lyfta kjálka, hreinsa úr vitum, leggja sjúkling i
hliðarlegu, nota kokrennu og ef ekkert af þessu dug-
ar er noluð munn við munn öndun eða gerð endo-
tracheal intubation og öndunarbelgur notaður.
Blóðrás: Minni háttar blæðingar má stöðva með
því að binda vel um. Ef blæðir úr stórum æðum er
best að nota æðaklemmur ef þær eru til taks. Annars
verður að troða grisjum í sárið eins og hægt er.
Nauðsynlegt getur reynst að nota stasa. Ef blæðing
er nálægt liðum má nota umbúðir, hyperflexion og
immobilisation. Ef ekki gengur að stöðva blæðingar
með framangreindum aðferðum getur þurft að halda
fyrir blæðingarstaðinn með hendi. Blæðingalost er
meðhöndlað með því að setja grófa nál í æð og
Ringer lactat eða Macrodex látið renna inn hratt.
Blóð er sjaldnast við hendina á slysstað.
Skemmdir á heila og hrygg: í síðasta hefti Lækna-
nemans birtist grein Kristins Guðmundssonar heila-
og taugaskurðlæknis og er vísað til hennar varðandi
meðferð en aðalatriðin á slysstað eru þau að reynt
sé að halda öndun sem eðlilegastri og komið sé í veg
fyrir skemmdir á mænu. Kvarti hinn slasaði um
verk í hálsi, dofa eða máttleysi í útlimum skal fara
með hann eins og um hálsbrot væri að ræða þar til
rannsókn leiðir annað í ljós.
Andlitsáverkar: Oft blæðir mikið úr andliti þann-
ig að ástand virðist alvarlegra en það er. Brot á and-
litsbeinum, lausar tennur og blóð geta stíflað önd-
unarvegi og hjálpar þá oft að leggja sjúkling á hlið
eða allt að því á grúfu. Nauðsynlegt getur verið að
gera harkarskurð (tracheotomi) því að ómögulegt
getur verið að koma barkaslöngu í hinn slasaða.
Þetta er þó hægara sagt er gert og má í staðinn not-
ast við nokkrar mjög grófar nálar sem stungið er í
gegnum cricothyroid himnuna.
Brjóstliolsáverkar: Ondun er oft hindruð þegar
mörg rif eru brotin og brjóstveggurinn verður óstöð-
ugur. Bæta má líðan hins slasaða með því að vefja
utan um brjóstkassann. Tensionspneumothorax verð-
ur að meðhöndla með því að stinga grófri nál milli
rifja eða setja inn kera ef hann er tiltækur.
Kviðarholsáverkar og mjaðmagrindarbrot: A slys-
stað er lítið hægt að gera vegna innri blæðinga nema
að koma vökva í sjúklinginn. Þvagrás skemmist oft
við grindarbrot. Við þvagstíflu af völdum þessa má
tæma blöðruna með því að stinga á henni suprapup-
iskt.
Brot á útlimum: Við útlimabrot skal setja spelk-
ur sé þess nokkur kostur. Það minnkar blæðingu á
l)i'otslað, minnkar verki og léttara verður að flytja
hinn slasaða. Algengt er að nota loftspelkur. Séu
heppilegar spelkur ekki fyrir hendi má nota ýmis-
legt annað sem hendi er næst, svo sem teppi, kodda,
spýtur, skíðastafi og fleira.
fírunar: Lítið er hægt að aðhafast á slysstað
vegna bruna. Stilla skal sársauka og róa hinn slas-
aða eftir getu. Setja skal hreinar umbúðir á sár. Ef
um mikinn bruna er að ræða skal reynt að gefa
sjúklingnum vökva í æð eins fljótt og hægt er. Ekki
skal nota áburð, krem eða þess háttar.
Önnur meðferS
oi) undirbúninyur fyrir flutniny
Þegar lífsnauðsynleg hjálp hefur verið framkvæmd
er hægt að gera sér grein fyrir aðstæðum á nýjan
leik. Hafi slysið átt sér stað í þéttbýli er sjúklingur-
26
LÆKNANEMINN