Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 27

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 27
Hvað á að gera á slysstað? Olafur Þ. Jónsson læknir Þegar alvarleg slys verða á mönnum má flokka hin ýmsu stig meðferðar á eftirfarandi hátt: 1) Fyrsta hjálp á slysstað og meðferð meðan á flutningi stendur. 2) Greining og meðferð á slysa- og bráðamóttök- um og stoðdeildum sjúkrahúsa. 3) Meðferð á skurðstofum, gjörgæsludeildum og legudeildum. 4) Endurhæfing. I grein þessari verður eingöngu rætt um fyrstu i'jálp og meðferð á slysstað. Er miðað við að örfáir hafi slasast. en að lokum verður þó aðeins drepið á nokkur atriði í sambandi við hópslys. Við fyrstu meðferð slasaðra ættu eftirfarandi atr- iði að hafa forgang: I fyrsta lagi að koma í veg fyrir dauða með þvi að veita lífsnauðsynlega hjálp vegna öndunar og blóðrásar. t öðru lagi að koma í veg fyrir meiri sköddun eða aukaverkanir svo sem að magainnihald renni niður í lungu, hindra að mænan skaddist eða heila- skemmdir verði og komið sé í veg fyrir blæðingar. 1 þriðja lagi að stilla sársauka eftir því sem hægt er. Aðstæður geta verið margvíslegar hér á landi þegar um slys er að ræða. Flest slys verða í þéttbýli en einnig verða slys fjarri mannabyggðum þar sem aðstæður til björgunar geta verið erfiðar. Einnig tna alltaf búast við vondu veðri hér á landi. Þegar slys verða í þéttbýli eins og t. d. á Reykja- víkursvæðinu er ekki nema nokkurra mínútna akst- ur á sjúkrahús og þegar slys verða við þannig að- stæður ætti að leggja aðaláherslu á það að halda óndun sem eðlilegastri og koma í veg fyrir meiri sköddun eða aukaverkanir, en minni áhersla er lögð a nákvæma rannsókn og læknismeðferð á slysstað. Ef slys verða aftur á móti langt frá sjúkrahúsi og flutningur tekur langan tima er nauðsynlegt að rannsaka og hæta ástand hins slasaða eins og kostur er áður en flutningur hefst. Ekki er hægt að gera ráð fyrir meiriháttar læknisaðgerðum á slysstað. Hugs- anlegt er þó að gera þurfi aflimun (amputation) ef sjúklingur er illa klemmdur. Oftast er það svo að læknir er ekki fyrstur á slys- stað heldur er hann kallaður þangað af öðrum. Lög- regla, sjúkraflutningamenn eða hjörgunarsveilir eru oft komin á slysstað og hafa gert viðeigandi ráðstaf- anir, svo sem tekið að sér umferðarstjórn, kallað á sjúkraflutningabíla, komið í veg fyrir að fleiri slas- ist, slökkt eld og veitt fyrstu hjálp eftir getu. Lækn- irinn getur því oftast einbeitt sér að hinurn slasaða. Þegar komið er á slysstað er hagkvæmt að reyna að haga störfum sínum á eftirfarandi hátt: 1) Skyndiathugun á aðstæðum. 2) Skyndiskoðun hinna slösuðu. 3) Lífsnauðsynleg hjálp. 4) Onnur meðferð og undirbúningur fyrir flutn- ing. Verður nú stuttlega rætt um hvert atriði fyrir sig. SkyntUathugun á aSstæðum Gera þarf sér grein fyrir ástandi á slysstað, hvort fleiri en einn séu slasaðir, kynna sér hver hinna slös- uðu sé í mestri lífshættu, hvort slysstaður sé hættu- legur, t. d. vegna umferðar, eldhættu eða hruns, hvaða hjálp sé tiltæk. Skyndiskoðun Meðvitund: Nokkuð fljótlegt er að gera sér grein fyrir meðvitundarstigi hins slasaða með því að tala til hans. Ef hann er vel vakandi getur hann sjálfur sagt til hvar hann er slasaður. Ondun: Ondun er athuguð með því að hlusta eft- ir öndunarhljóðum, fylgjast með því hvort brjóst- læknaneminn 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.