Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 53

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 53
íbúa niður í 120 eða um 60%. Aðalástæðan fyrir þessari lækkun er minni blindutíðni af völdum hæg- fara gláku. Algengi blindu hér á landi hefur stöðugt farið minnkandi í elstu aldursflokkum allt frá árinu 1910, en mest á aldrinum 65-84 ára. Árið 1950 voru engir skráðir blindir hér á landi af völdum sykur- sýki í augum. Nú er þessa farið að gæta, þó ekki í eins ríkum mæli og meðal grannþjóðanna, þar sem sykursýkihlinda er algengasta blinduorsök nýskráðra yngri en 64 ára (ca. 15% af öllum blindum). Algengi blindra hér á landi er minni en meðal grannþjóða okkar, t. d. Svía, Englendinga og Banda- ríkjamanna. Sú missögn hefur slæðst inn í skýrslu WHO að blindutíðni sé meiri hér en í nokkru öðru Evrópulandi, þ. e. 272 pr. 100.000 íbúa. Erum við þar með settir við sama borð og vanþróaðar þjóðir, sem flestar hafa mjög háa hlutfallstölu hlindra, en blindutíðni hvers lands segir að nokkru leyti til um hvernig að sjóngæslu er búið í hverju landi. Sennilega erum við í hópi þeirra þjóða, sem hafa lægstu blindutíðni. Blinda af völdum cataracta er óvíða lægri en hér á landi og kann það að endur- spegla augndeildarþjónustuna að einhverju leyti. Dánartíðni af völdum sjiihdóma í hransœðum og heilawðum 1951—79 Bjarni Þjóð'leifsson lœknir, lyfjadeild Landspítalans INNGANGUR Undanfarna 3 áratugi hafa dauðsföll af völdum sjúkdóma í kransæðum og heilaæðum verið á bilinu 27-47% af heildardánartíðni hjá körlum, en á bilinu 33-35% hjá konum. Mörg þessara dauðsfalla koma hj á fólki á miðj urn aldri. Hér er því um að ræða eitt helsta heilbrigðisvandamál Islendinga í dag. Dánar- tíðni gefur mikilvægar upplýsingar um gang þessara sjúkdóma, en þó ber að hafa í huga að dánartíðni og klinisk tíðni þarf ekki að fara saman, þar sem þessir sjúkdómar valda ekki alltaf dauða. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsókn er byggð á óútgefnum dánarmeina- skýrslum frá Guðna Baldurssyni, Hagstofu Islands. Reiknuð er út aldursbundin eða heildardánartíðni pr. 100.000 íbúa. Breytingar eru reiknaðar í % og miðað við tímabilið 1951-55. NIÐURSTÖÐUR Kransœðasjúkdómar (ICD 1955, 420-þ 422 og ICD 1965, 410 + 428): Hjá körlum hefur orðið aukning í öllum aldurs- flokkum, mest hjá 40-70 ára, um 130% á tímabil- inu 1970-75. Síðan hefur orðið lækkun ca. 20%. Hjá 70-79 ára hefur orðið um 50% hækkun, en um 10% hjá eldri en 80 ára. Hjá konum hefur orðið 20-30% hækkun. Sjúkdómar í heilaœðum (ICD 1955, B-22; ICD 1965, B-30): Hjá körlum hefur orðið stöðug lækkun allt tíma- bilið, samtals 30-58%, mest hjá eldri en 60 ára. Hjá konum hefur einnig orðið stöðug lækkun, samtals 40-80%. Þegar litið er á undirflokka kemur í ljós að lækk- unin er mest í illa skilgreindum æðasjúkdómum (ICD 1955, 334; ÍCD 1965, 436 + 437), en í flokkn- um thrombosis (ICD 1955, 332; ICD 1965, 433 + 434) hefur orðið hækkun hjá báðum kynjum (kon- um 145%, körlum 66%) fram að 1975, en síðan lækkun. I flokknum hæmorrhage (ICD 1955, 331; ICD 1965, 431) hefur orðið hækkun hjá körlum (40%) fram að 1975, en staðið í stað hjá konum. Eftir 1975 skörp lækkun hjá báðum kynjum. Háþrýstingssjúkdómar (ICD 1955, B-28 + 29; ICD 1965, B-27): Heildartíðni (bæði kyn saman) hækkaði um 26% 1956-60, en hefur síðan stöðugt lækkað, samtals 71% 1976-79. UMRÆÐA Aukning og síðar minnkun eftir 1975 á dánartíðni af völdum kransæðasjúkdóma og blóðstorkusjúk- dóma (thrombosis) í heilaæðum er mjög athyglis- verð. Gefur tilefni til að athuga kliniska tíðni þess- ara sjúkdóma og breytingu á áhættuþáltum. Minnk- uð notkun á matarsalti og betri meðferð á hækkuð- um blóðþrýstingi eiga sennilega þátt í minnkandi dánartíðni af völdum sjúkdóma í heilaæðum og há- þrýstingssjúkdómum og e. t. v. kransæðasjúkdómum. LÆKNANEMINN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.