Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 11
þróa djúpsálarfræðina. Verður lítillega drepið á
þessar kenningar og eins mun ég gera einhverja
grein fyrir samspili siðmenningar okkar og sálarlífs.
I’ó svo að meðferð byggist að nokkru leyti á læri-
kenningu (learning theory), þá mun henni ekki
veróa lýst nánar hér, nema að því leyti, sem fram
kemur i kaflanum um meðferð.
Grundvöllurinn að kenningum Freud er, að stór
hluti sálarlífs sé ómeðvitaður og að sálarlíf manns-
>ns stjórnist af tveimur grunnhvötum og tilraunum
til að finna þeim heppilega útrás. Hinar tvær hvatir
eru kynhvöt (libido) og árásarhvöt (destruho), og
eru að mildu leyti ómeðvitaðar. Þegar þær leitast
við að koma upp á yfirborðið til að fá útrás, þá er
ýmsum vörnum beilt, einnig ómeðvitað. Geta þær
haft í för með sér ýmsar tilfinningar eins og kvíða,
hræðslu, reiði og dapurð, sem eru merki um að hvat-
irnar eða endurminningar tengdar hvötunum og sem
eru að brjótast upp á yfirborðið, eru óvelkomnar.
Sjálfið (ego) og yfirsjálfið (superego) reyna að
ráða fram úr þessu, en þegar venjulegar aðferðir,
ómeðvitaðar, duga ekki, þá myndast einkenni. Sekt-
arkennd er mjög oft í samfloti með sálrænum ein-
kennum og taldi Freud hana orsakast af kynhvöt,
sem viðkomandi væri ósáttur við, meðvitað eða ó-
meðvitað. Eitt af höfuðatrið um kenninga Freud var
kynhvöt barna (infantile sexuality), kenning, sem
olli miklu fjaðrafoki þegar hún var sett fram. Nú er
þetta almennt viðtekið, og er þáttur kynhvatarinnar í
mótun persónuleikans talinn mjög mikilvægur. Barn-
ið lærir síðan að ýta þessari hvöt frá sér eða að
bæla hana, þar til það finnur leiðir henni til útrásar,
sem valda ekki óþægindum. Er þáttur foreldra mjög
mikilvægur fyrstu árin, en síðan taka við sjálfið og
y firsj álfið. Er því nauðsynlegt, að tengsl við for-
eldra séu góð, en í þeim má finna uppsprettu Ödi-
pusarflækjunnar. Henni má lýsa í mjög stuttu máli
þannig, að í samskiptum við föður og móður koma
fram bæði tilfinningar ástar og reiði. Þegar þessar
dlfinningar verða ákafar hjá barninu (á aldrinum
4^7 ára), þá eru þær yfirleitt hældar. Þessar tilfinn-
mgar eru gagnvart foreldri af gagnstæða kyninu.
Gagnvart hinu foreldrinu myndast samkeppni, öf-
und, reiði og síðan kvíði og sektarkennd. Þessar til-
finningalegu flækjur eru gjarnan ómeðvitaðar að
mestu og koma síðan öðru hvoru fram á fullorðins-
árum í sálrænum einkennum, og þá gjarnan gagn-
vart elskanda. Þetta er mjög einfölduð lýsing, en
ýmsa þessara þátta má finna hjá fólki með kynlífs-
vandamál.
Siðmenning sú, sem einstaklingurinn elst upp í,
mótar afstöðu hans til kynlífs. Fullnæging kynhvat-
arinnar er mjög ánægjuleg, og kynhvötin er einstök
að því leytinu til, að andstætt öðrum hvötum manns-
ins, þá er hún einnig ánægjuleg strax og fundið er
lil hennar, þó svo að ekki komi til fullnægingar.
Fýsn mannsins í kyníerðislega fullnægingu má jafn-
vel líkja við stöðuga þörf morfínistans fyrir lyf.
Jafnframt því sem kynhvötin er svona sterk og al-
geng, þá hafa í okkar siðmenningu gilt boð og bönn
gegn henni frá ómunatíð. Enn þann dag í dag er
reynt að halda kynhvötinni utan þess, sem kalla
mætti eðlilegan hlut persónuleikans. Kynhvötin er
því óhrein, syndsamleg, klúr, og leitar því gjarnan
útrásar með óheinum hætti.
Þetta verður sérstaklega áberandi við uppeldi
barna. Strax á fyrsta ári hafa börn ánægju af kyn-
færum sínum. Það kallar yfirleitt á áköf viðbrögð
hjá foreldruxn, blátt bann við því að snerta kynfær-
in og oft er refsingu beitt. Þetta fer að sjálfsögðu
mikið eftir afstöðu foreldra til kynlífs, en yfirleitt
er tal og athafnir tengdar kynlífi vandlega einangr-
aðar frá daglegu lífi barnsins. Það má í raun segja,
að það er mesta furða, og reyndar merki um hve
sterk kynhvötin er, að börn skuli geta vaxið upp frá
þessu þrönga viðhorfi til kynlifs og öðlast hæfileik-
ann til að njóta þess.
C. Sambandið - erfiðleikar í samskiptum kyn-
maka (þ e. þeirra, sem eiga saman mök) getur oft
leitt til vandamála. Hjónaband eða varanlegt sam-
band tveggja einstaklinga dregur bæði það besta og
versta fram í fari fólks. Hjónaband er ekki aðeins
félagslegur samningur, heldur og lilfinningalegt sam-
band. Ríkjandi tilfinningar hverju sinni eiga ekki
einungis orsök í „núinu“, heldur eiga þær sér for-
sögu, sem oft er miklu lengri en sambandið, jafnvel
úr barnæsku. Allir flytja með sér einhverjar tilfinn-
ingar í garð foreldra inn í hjónabandið. Oftast er
þetta ómeðvitað og yfirflutt á makann. Makinn er að
sjálfsögðu grandalaus og viðbrögð hins aðilans ein-
kennast þá gjarnan af upreisnarhug, reiði og kvíða.
Leiðir þetta gjarnan til lítt meðvitaðrar valdabar-
læknaneminn
9