Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 31
Frd tilraunastöðinni d Keldum
Guðmundur Pétursson læknir
Tilraunastöð Háskólans í meinafræöi að Keldum var
komið á fót á árunum 1946-1948. Henni var fyrst
og fremst ætlað að sinna þeim alvarlegu vandamál-
um smitsjúkdóma í íslensku búfé, sem skapast höfðu
eftir að hinar svoköiluðu Karakúlpestir bárust hing-
að til lands með innfluttu sauðfé árið 1933. Kara-
kúlpestir þessar, garnaveiki, votamæði, þurramæði
og visna höfðu þá valdið landsmönnum slíku tjóni
að ekki þótti við búandi. Lá við að sauðfjárbúskap-
ur legðist niður víða um sveitir. Engin rannsókna-
stofnun á sviði búfjársjúkdóma var til í landinu. Þó
hafði Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg sinnl
slíkum verkefnum undir forystu Níelsar P. Dungals
prófessors, en hann má teljast brautryðjandi í vís-
indalegum rannsóknum á sviði sýkla- og meina-
fræði hérlendis. Prófessor Dungal sótti sér viðfangs-
efni ekki síður í sjúkdóma dýra en manna og búa
landsmenn enn að rannsóknum hans á því sviði. Má
þar neína bóluefni hans gegn bráðapest í sauðfé og
einnig svokallað Dungalsormalyf, sem lengi var not-
að hér á landi og oftast með góðum árangri, þar til
að ný og betri lyf komu til sögunnar. Má rekja til
Rannsóknastofu Háskólans þann áhuga, sem allmarg-
ir íslenskir læknar hafa sýnt rannsóknum á dýra-
sjúkdómum og samvinnu lækna og dýralækna á til-
raunastöðinni að Keldum. Er hún um margt óvenju-
leg miðað við það sem tíðkast í öðrum löndum, þó
að nú færist slík samvinna einnig í vöxt þar.
Islenska ríkið keypti jörðina Keldur í Mosfells-
sveit árið 1941, og var hún fyrst í stað notuð til
nauðsynlegs dýrahalds, en höfuðstöðvar rannsókna
á búfjársjúkdómum voru um sinn eftir sem áður á
Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Guð-
mundur Gíslason læknir sá um þessa starfsemi á
Keldurn, en hann hafði þá um árabil unnið að rann-
sóknum á búfjársjúkdómum í samvinnu við prófess-
or Níels P. Dungal.
Fregnir bárust af því að fáanlegur myndi ríflegur
SéS heim aS Keldum.
fjárstyrkur frá Rockefellersjóðnum í Bandaríkjun-
um til þess að koma upp fullkominni rannsóknastöð
í búfjársjúkdómum að Keldum, og kom sendimaður
Rockefellersjóðsins, Dr. G. K. Strode, hingað til
lands árið 1942 til þess að kynna sér aðstæður. 1
framhaldi af þessu fór dr. Halldór Pálsson til Banda-
ríkjanna árið 1944, og vorið 1945 sendi íslenska rík-
isstjórnin Björn Sigurðsson lækni vestur um haf til
þess að framfylgja umsókn um styrk úr Rockefeller-
sjóðnum, en Björn hafði verið við nám á vegum
Rockefellerstofnunarinnar í Princeton. Varð það úr
að stjórn Rockefellersjóðsins veitti alls um 200.000
dali í styrk, en íslenska ríkið mun hafa lagt fram
ámóta fjárhæð í íslensku fé. Sú kvöð fylgdi styrkn-
um að Keldnastöðin skyldi tengd læknadeild háskól-
ans og heyra þannig undir menntamálaráðuneytið,
en ekki undir atvinnudeild og það ráðuneyti, sem
fór með landbúnaðarmál. Um þetta atriði var tals-
vert deilt á sínum tíma. Þar sem ekki er hér á landi
starfandi háskóli í dýralækningum eru tengsl til-
raunastöðvarinnar við læknadeild eðlileg, en þó
verða forsvarsmenn hennar að taka tillit til hags-
muna landbúnaðarins. Ekki verður annað sagt en
LÆKNANEMINN
29