Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 31

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 31
Frd tilraunastöðinni d Keldum Guðmundur Pétursson læknir Tilraunastöð Háskólans í meinafræöi að Keldum var komið á fót á árunum 1946-1948. Henni var fyrst og fremst ætlað að sinna þeim alvarlegu vandamál- um smitsjúkdóma í íslensku búfé, sem skapast höfðu eftir að hinar svoköiluðu Karakúlpestir bárust hing- að til lands með innfluttu sauðfé árið 1933. Kara- kúlpestir þessar, garnaveiki, votamæði, þurramæði og visna höfðu þá valdið landsmönnum slíku tjóni að ekki þótti við búandi. Lá við að sauðfjárbúskap- ur legðist niður víða um sveitir. Engin rannsókna- stofnun á sviði búfjársjúkdóma var til í landinu. Þó hafði Rannsóknastofa Háskólans við Barónsstíg sinnl slíkum verkefnum undir forystu Níelsar P. Dungals prófessors, en hann má teljast brautryðjandi í vís- indalegum rannsóknum á sviði sýkla- og meina- fræði hérlendis. Prófessor Dungal sótti sér viðfangs- efni ekki síður í sjúkdóma dýra en manna og búa landsmenn enn að rannsóknum hans á því sviði. Má þar neína bóluefni hans gegn bráðapest í sauðfé og einnig svokallað Dungalsormalyf, sem lengi var not- að hér á landi og oftast með góðum árangri, þar til að ný og betri lyf komu til sögunnar. Má rekja til Rannsóknastofu Háskólans þann áhuga, sem allmarg- ir íslenskir læknar hafa sýnt rannsóknum á dýra- sjúkdómum og samvinnu lækna og dýralækna á til- raunastöðinni að Keldum. Er hún um margt óvenju- leg miðað við það sem tíðkast í öðrum löndum, þó að nú færist slík samvinna einnig í vöxt þar. Islenska ríkið keypti jörðina Keldur í Mosfells- sveit árið 1941, og var hún fyrst í stað notuð til nauðsynlegs dýrahalds, en höfuðstöðvar rannsókna á búfjársjúkdómum voru um sinn eftir sem áður á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Guð- mundur Gíslason læknir sá um þessa starfsemi á Keldurn, en hann hafði þá um árabil unnið að rann- sóknum á búfjársjúkdómum í samvinnu við prófess- or Níels P. Dungal. Fregnir bárust af því að fáanlegur myndi ríflegur SéS heim aS Keldum. fjárstyrkur frá Rockefellersjóðnum í Bandaríkjun- um til þess að koma upp fullkominni rannsóknastöð í búfjársjúkdómum að Keldum, og kom sendimaður Rockefellersjóðsins, Dr. G. K. Strode, hingað til lands árið 1942 til þess að kynna sér aðstæður. 1 framhaldi af þessu fór dr. Halldór Pálsson til Banda- ríkjanna árið 1944, og vorið 1945 sendi íslenska rík- isstjórnin Björn Sigurðsson lækni vestur um haf til þess að framfylgja umsókn um styrk úr Rockefeller- sjóðnum, en Björn hafði verið við nám á vegum Rockefellerstofnunarinnar í Princeton. Varð það úr að stjórn Rockefellersjóðsins veitti alls um 200.000 dali í styrk, en íslenska ríkið mun hafa lagt fram ámóta fjárhæð í íslensku fé. Sú kvöð fylgdi styrkn- um að Keldnastöðin skyldi tengd læknadeild háskól- ans og heyra þannig undir menntamálaráðuneytið, en ekki undir atvinnudeild og það ráðuneyti, sem fór með landbúnaðarmál. Um þetta atriði var tals- vert deilt á sínum tíma. Þar sem ekki er hér á landi starfandi háskóli í dýralækningum eru tengsl til- raunastöðvarinnar við læknadeild eðlileg, en þó verða forsvarsmenn hennar að taka tillit til hags- muna landbúnaðarins. Ekki verður annað sagt en LÆKNANEMINN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.