Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 51

Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 51
aðferðir Tekin var nákvæm atvinnu-, heilsufars- og tóbaks- i'eykingasaga af öllum og rykmengun ákvörðuð fyr- ir hóp 2 og 3. Mælcl voru lungnarými (TLC, VC, l'"RC og RV) og viðnám (Raw) í öndunarvegum í kroppspletysmogarf (body box), blástursgeta (FVC, FEV, F-V og MVV40) var mæld með þurrum önd- unarmæli (spirometer). Lokunarrými lungna (Clos- ing volume (CV)) og útöndunarferill (phase III) var ákvarðað með köfnunarefnisaðferðinni. Upp- taka kolmonoxíðs (transfer factor (Tlco)), var á- kvörðuð við djúpöndun (single breath) og þenjan- leiki eða þan lungna (compliance (Cst)) með þrýst- ingsmælingum í vélinda (oesophageal ballon) og við munn. Loftskipti í hvíld og við stigvaxandi áreynslu voru mæld hjá flestum hópunum en niðurstöðum eru ekki gerð skil hér. Niðurstöður mælinga voru mat- aðar inn í IBM 360 rafreikni og notast við SPSS forrit við gerð fjölliða aðhvarfsgreininga (multiple regression analysis) og staðtöluútreikninga. NIÐURSTÖÐUR I viðmiðunafhópnum voru neikvæð áhrif tóhaks- reykinga á starfshæfni lungna staðfest og aðhvarfs- líkingar myndaðar, þar sem tillit var tekið til fjölda tóbaksreykingaára og daglegrar tóbaksnotkunar í gr/dag auk aldurs, hæðar og þyngdar. Samanburður við aðhvarfslíkingar frá öðrum löndum Evrópu og Norður-Ameríku sýndi í flestum tilvikum marktæk- an mun. Marktæk hækkun á lokunarrými (closing volume) mældist meðal granit-mölunarmannanna, og er aukn- ingin meiri en búast má við af kvartsryki og tóbaks- reykingum hvoru fyrir sig eða samanlögðum, sem bendir til þess að þessir þættir auki áhrif hvors ann- ars (synergism). Þessir menn höfðu einnig nokkuð stífari lungu en lungnastærðir voru eðlilegar svo og viðnám í öndunarvegum, þegar tekið hafði verið til- lit til áhrifa tóbaksreykinga. Einkennandi fyrir kísillungna (silicosis) hópinn var áberandi hækkun á viðnámi í öndunarvegum og marktæk lækkun á koldioxið upptöku (transfer fac- tor). A óvart kom hve lungnarými var lítið lækkað. Sömu sögu er að segja um þenjanleika eða þan lungna (compliance) og útöndunarferil köfnunar- efnis, sem í fyrra tilvikinu var marktækt hækkað meðal reykingamanna og í síðara tilvikinu marktækt hækkað einnig meðal fyrrverandi reykingamanna, sem einnig komu almennt verr út úr þessari og eftir- farandi rannsókn. Ekki kom fram marktæk fylgni milli lungnaprófa og innandaðs steinryks í ofan- greindum tveim síðustu hópunum. Á óvart kom hve menn með asbestskellur í brjósthimnu (pleural pla- ques) höfðu sjúk lungu. Auk marktækrar lækkunar á lungnarýmum var marktæk aukning á viðnámi í öndunarvegum og þan (compliance) marktækt lækk- að. ÁLYKTUN Við rannsókn á áhrifum umhverfis eins og t. d. vinnumnhverfi á starfshæfni lungna er nauðsynlegt að afla sér eigin aðhvarfslíkinga fyrir hvers konar lungnapróf, þar sem tillit er tekið til áhrifa tóbaks- reykinga. Beita þarf markvissum eða viðeigandi rannsóknaraðferðum með tilliti til þeirra lungna- breytinga sem vænst er hverju sinni og ítarlegra lungnarannsókna getur verið þörf þótt röntgenmynd af lungum sé eðlileg, í nærveru vissra einkenna og eða mengunar. Lyfjaávísunarvcnjur læhna á íslandi, eftir sérgrein, hásctu og altlri Olafur Olafsson landlœknir NIÐURSTÖÐUR 1. Mun meiri sala er á sýkla- og geðlyfjum á íslandi en á öðrum Norðurlöndum. 2. Geðlyf og eftirritunarskyld lyf: Geðlyfjum og eftirritunarskyldum lyfjum er ávísað í margfalt meira magni utan og innan sjúkrahúsa (deildar- skiptra) á Reykjavíkursvæði en í dreifbýli. Eldra fólk leitar mest til eldri lækna og þeir ávísa hlut- fallslega mest af eftirritunarskyldum lyfjum. 3. Sýklalyf: íslenskir heimilislæknar ávísa mun meira af sýklalyfjum (aðallega breiðspectra) lyfjum en norskir félagar þeirra. Heimilislæknar á Reykjavíkursvæðinu ávísa allt að þrefalt fleiri lyfjaávísunum á 1000 íbúa og jafnframt meira læknaneminn 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.