Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 45

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 45
Meningokokkar á slóðum gonokokka Þvagrásarbólga af völdum meningokokka Hannes Þórarinsson yfirlæknir, Kristín E. Jónsdóttir læknir, Anna Sigfúsdóttir meinatæknir, Arinbjörn Kolbeinsson yfirlæknir Inngangur Algengasta smitleið meningokokka er talin vera með úðasmiti inn í slímhúð kverka og nefkoks. Meningo- kokkasýking í þvagrás og fæðingarvegi er ekki talin algeng, en þess konar sýkinga er þó getið í nokkrum greinum og ritum um meningokokka, einkum á síð- asta áratug. Til að vekja athygli á því, að meningokokkar geta valdið kynsjúkdómi, fer hér á eftir lýsing á einkenn- um, rannsókn og meðferð ungs manns og samhýlis- konu hans, er leituðu til Húð- og kynsjúkdómadeild- ar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur sl. vetur. Sjúhrasaga Umræddur 20 ára karlmaður kom 13. janúar ’81 á kynsjúkdómadeild vegna útferðar frá þvagrás und- anfarna 2 daga. Hann hafði búið með sömu stúlku í meira en ár og neitaði kynmökum við aðra. Síðar bættist við sjúkrasögu, að hann hafði haft særindi í hálsi í 2 daga, en taldi sig hafa verið hitalausan. Tekið var strok frá útferðinni, sem var fremur þunn, en graftarkennd, og sent í flutningsæti (Culturette S/P Modified Stuart’s Transport Medium) á Sýkla- deild Rannsóknastofu Háskólans. Ræktuðust þar meningokokkar úr útferðinni, en ekki gonokokkar. Þegar ljóst var, að viðkomandi væri með meningo- kokkasýkingu í þvagrás voru þann 15. janúar fengin sýni frá þvagrás og leghálsi maka, endurtekið strok frá þvagrás piltsins og hálsstrok frá báðum. Ræktuð- ust meningokokkar frá þvagrás beggja og hálsi beggj a, en ekki frá leghálsi stúlkunnar. Aðspurð kvaðst stúlkan hafa haft hálssærindi undanfarna 6 daga, en engin einkenni frá kynfærum. í Ijós kom, að um genito-oral mök hafði verið að ræða. Meðferð var hafin hjá háðum 15. janúar með innsprautun á kryst.penicillini 5 mill. ein. og 1 g probenecid tii inntöku. Daginn eftir fengu þau aftur sama lyfjaskammt og voru þá aftur tekin hálsstrok frá báðum, en meningokokkar ræktuðust úr hvor- ugu. Einnig var tekinn blóðhagur hjá piltinum og reyndist hann eðlilegur (Hh 16.8 g/dl, hv. hlk. 7500 X 103/ul, deilitalning eðlileg, sökk 3 mm/klst.). Þann 19. janúar fengu þau enn einn lyfjaskammt, þar eð pilturinn var enn með þvagrásarútferð, en hálssærindi voru þá horfin hjá báðum. Sama dag voru enn tekin háls- og þvagrásarstrok frá báðum og leghálsstrok hjá stúlkunni, en engir meningokokkar uxu frá neinu þessara sýna. Enn komu þau á kyn- sjúkdómadeild 2. febrúar, þar eð þvagrásarútferð hafði ekki horfið hjá piltinum og hálssærindi voru komin aftur hjá báðum. Enn voru tekin hálsstrok frá þeim og þvagrásarsýni frá piltinum. Ur háls- stroki piltsins ræktaðist strept. hemol. gr. A, en ekki frá stúlkunni og úr þvagrásarsýninu ræktuðust eng- ar sjúkdómavaldandi bakteríur. Tveim dögum síðar, þann 4. febrúar, voru bæði sett á erythromycin g 500 X 2 í 10 daga til að útrýma strept. hemol. úr hálsi piltsins og einnig til að meðhöndla mögulega þvagrásarsýkingu af völdum chlamydiae, sem þá voru ekki tök á að greina hér á landi. Þrátt fyrir þessa meðferð hélt pilturinn áfram að hafa graftrarkennda útferð, sem hvarf að fullu eftir meðferð með tabl. minocyclini 1X2 í 7 daga. Rannsóknaraðferðir Við smásjárskoðun á gramlituðu stroki úr fyrsta þvagrásarsýni piltsins sást allmikið af kleyfkirndum hvítum hlóðkornum og gramneikvæðum diplokokk- um hæði utan við og innan í hvitu blóðkornunum. Sáð var á valæti fyrir sjúkdómsvaldandi neisseriur, s.k. T. M. agar1T og skálar látnar í hitaskáp með 5% kolsýrublönduðu lofti við 37° C. Daginn eftir sáust á ræktunarskálum oxidasajákvæð dríli (,,koloniur“), sem voru örítið stærri en búast mátti við eftir sólar- LÆKNANEMINN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.