Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 43
1) vera vel virkt gegn meningokokkum,
2) skiljast vel út í kokslím og munnvatn.
Sulfadiazin uppfyllti bæði þessi skilyrði og reynd-
ist mjög vel, þar til fór að bera á sulfaónæmum men-
ingokokkum snemma á 7. áratugnum, en þeir eru nú
orðnir algengir víða um lönd. Penicillin er ónothæft
til að útrýma meningokokkum úr nefkoki, þó að það
sé besta sýklalyfið til að meðhöndla meningokokka-
sjúkdóm. Að vísu er yfirleitt ekki hægt að rækta
meningokokka úr hálsi fólks meðan það er á stórum
skömmtum af penicillini, en tekst gjarnan fljótlega
eftir að það hættir á lyfinu (e. t. v. myndast L-form
af sýklunum á meðan á lyfjagjöf stendur).7 Þetta
gerðist með drenginn, sem skýrt var frá hér að fram-
an, meningokokkar ræktuðust ekki úr hálsstroki
teknu útskriftardag, en úr stroki teknu 4 dögum síð-
ar. Ekki er þó útilokað, að hann hafi smitast af föð-
ur sínum eftir að hann kom heim, en það er ólík-
legt.
Sem stendur eru aðeins 2 lyf á markaði, sem ráð-
lögð eru til að útrýma meningokokkum með óþekkt
lyfjanæmi úr hálsi bera: Minocyclin og rifampin.
Athuganir hafa sýnt, að minocyclin hreinsar 60-
90% hera og rifampin 85—100%.2 Bæði þessi lyf
geta haft ýmsar aukaverkanir (minocyclin veldur m.
a. svima og rifampin ógleði, uppköstum og rauðu
þvagi). Þar sem minocyclin er af tetracyclinflokkn-
um er ráðið frá því að nota það fyrir börn og þung-
aðar konur. Eftir hópmeðferð með rifampin finnast
venjulega nokkrir einstaklingar, sem eru komnir með
rifampinónæma meningokokkastofna. Myndi þeim
fjölga fljótlega, ef lyfið vær notað í stórum stíl. Bæði
lyfin hafa því ýrnsa annmarka til þessara nota.2
Nægilegir skammtar af þessum lyfjum til að losa fólk
við meningokokka úr hálsi eru nú taldir vera:1’15
• Minocyclin fyrir fullorðna 200 mg í 1. skammti,
síðan 100 mg á 12 klst. fresti í 3 daga (6 skammt-
ar).
• Rifampin fyrir fullorðna 600 mg á 12 klst. fresti
í 2 daga (4 skammtar), fyrir börn 1-12 ára 10
mg/kg, 3ja mán. til 1 árs 5 mg/kg jafnoft.
• Ef um sulfanæma meningokokka er að ræða eru
skammtar af sulfadiazini fyrir fullorðna 1 g á 12
klst. fresti í 2 daga (4 skammtar), fyrir hörn 1-12
ára 500 mg jafnoft og fyrir börn 3ja mán. til 1 árs
500 mg á dag í 2 daga (2 skammtar).
LohaorS
Hér að framan hefur verið skýrt frá fjölskyldu
þar sem 2 einstakingar fengu, með 9 daga millibili,
fremur óvanaleg form af meningokokkasjúkdómi.
Greining og meðferð sjúkdómsins reyndist ekki erf-
ið, en aðalvandamálið var: Hvað á að gera til vernd-
ar fjölskyldu, þar sem einn meðlimur hefur veikst af
meningokokkasj úkdómi ?
Ymsir möguleikar eru hugsanlegir:
1) Að gefa öllum strax lyf til að útrýma meningo-
kokkum úr hálsi.
2) Að taka fyrst hálsstrok til ræktunar og gefa
síðan slík lyf þeim, sem reynast hafa meningo-
kokka.
3) Að gefa stóra skammta af penicillini í nokkra
daga til meðhöndlunar, ef einhver skyldi vera
með byrjandi meningokokkasjúkdóm.
4) Að gera ekkert af þessu, heldur hafa náið eftir-
lit með fjölskyldunni í 10-14 daga og brýna
fyrir fólkinu að láta strax vita, ef einhver fær
sjúkdómseinkenni af einhverju tagi.
Það fer eftir aðstæðum hverju sinni, hvað hyggi-
legt er að gera. Mest hætta er á öðru lilfelli í fjöl-
skyldu með ung börn, því yngri og fleiri því meiri
hætta. Lyf til útrýmingar á meningokokkum úr hálsi
hafa, sem fyrr segir, ýmsa annmarka og þau myndu
ekki stöðva meningokokkasjúkdóm, þ. e. ef sýkillinn
er kominn inn í blóð. Varðandi meningokokkarækt-
un úr hálsstroki er óvíða hægt að koma henni við
hér á landi og svo tekur hún tíma, en á meðan gæti
einhver veikst. Ef hún er gerð og meningokokkar
finnast í hálsstroki einhvers, kemur tvennt til greina:
1) Að hann sé beri með verndandi mótefni gegn
sýklinum og því í engri hættu að veikjast.
2) Að hann sé nýkominn með sýkilinn í háls,
ekki kominn með verndandi mótefni, og því í
yfirvofandi hættu að veikjast.
í umræddri fjölskyldu var faðirinn væntanlega
dæmi um hið fyrrnefnda, tvíburasystirin um hið síð-
LÆKNANEMINN
41