Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 43

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 43
1) vera vel virkt gegn meningokokkum, 2) skiljast vel út í kokslím og munnvatn. Sulfadiazin uppfyllti bæði þessi skilyrði og reynd- ist mjög vel, þar til fór að bera á sulfaónæmum men- ingokokkum snemma á 7. áratugnum, en þeir eru nú orðnir algengir víða um lönd. Penicillin er ónothæft til að útrýma meningokokkum úr nefkoki, þó að það sé besta sýklalyfið til að meðhöndla meningokokka- sjúkdóm. Að vísu er yfirleitt ekki hægt að rækta meningokokka úr hálsi fólks meðan það er á stórum skömmtum af penicillini, en tekst gjarnan fljótlega eftir að það hættir á lyfinu (e. t. v. myndast L-form af sýklunum á meðan á lyfjagjöf stendur).7 Þetta gerðist með drenginn, sem skýrt var frá hér að fram- an, meningokokkar ræktuðust ekki úr hálsstroki teknu útskriftardag, en úr stroki teknu 4 dögum síð- ar. Ekki er þó útilokað, að hann hafi smitast af föð- ur sínum eftir að hann kom heim, en það er ólík- legt. Sem stendur eru aðeins 2 lyf á markaði, sem ráð- lögð eru til að útrýma meningokokkum með óþekkt lyfjanæmi úr hálsi bera: Minocyclin og rifampin. Athuganir hafa sýnt, að minocyclin hreinsar 60- 90% hera og rifampin 85—100%.2 Bæði þessi lyf geta haft ýmsar aukaverkanir (minocyclin veldur m. a. svima og rifampin ógleði, uppköstum og rauðu þvagi). Þar sem minocyclin er af tetracyclinflokkn- um er ráðið frá því að nota það fyrir börn og þung- aðar konur. Eftir hópmeðferð með rifampin finnast venjulega nokkrir einstaklingar, sem eru komnir með rifampinónæma meningokokkastofna. Myndi þeim fjölga fljótlega, ef lyfið vær notað í stórum stíl. Bæði lyfin hafa því ýrnsa annmarka til þessara nota.2 Nægilegir skammtar af þessum lyfjum til að losa fólk við meningokokka úr hálsi eru nú taldir vera:1’15 • Minocyclin fyrir fullorðna 200 mg í 1. skammti, síðan 100 mg á 12 klst. fresti í 3 daga (6 skammt- ar). • Rifampin fyrir fullorðna 600 mg á 12 klst. fresti í 2 daga (4 skammtar), fyrir börn 1-12 ára 10 mg/kg, 3ja mán. til 1 árs 5 mg/kg jafnoft. • Ef um sulfanæma meningokokka er að ræða eru skammtar af sulfadiazini fyrir fullorðna 1 g á 12 klst. fresti í 2 daga (4 skammtar), fyrir hörn 1-12 ára 500 mg jafnoft og fyrir börn 3ja mán. til 1 árs 500 mg á dag í 2 daga (2 skammtar). LohaorS Hér að framan hefur verið skýrt frá fjölskyldu þar sem 2 einstakingar fengu, með 9 daga millibili, fremur óvanaleg form af meningokokkasjúkdómi. Greining og meðferð sjúkdómsins reyndist ekki erf- ið, en aðalvandamálið var: Hvað á að gera til vernd- ar fjölskyldu, þar sem einn meðlimur hefur veikst af meningokokkasj úkdómi ? Ymsir möguleikar eru hugsanlegir: 1) Að gefa öllum strax lyf til að útrýma meningo- kokkum úr hálsi. 2) Að taka fyrst hálsstrok til ræktunar og gefa síðan slík lyf þeim, sem reynast hafa meningo- kokka. 3) Að gefa stóra skammta af penicillini í nokkra daga til meðhöndlunar, ef einhver skyldi vera með byrjandi meningokokkasjúkdóm. 4) Að gera ekkert af þessu, heldur hafa náið eftir- lit með fjölskyldunni í 10-14 daga og brýna fyrir fólkinu að láta strax vita, ef einhver fær sjúkdómseinkenni af einhverju tagi. Það fer eftir aðstæðum hverju sinni, hvað hyggi- legt er að gera. Mest hætta er á öðru lilfelli í fjöl- skyldu með ung börn, því yngri og fleiri því meiri hætta. Lyf til útrýmingar á meningokokkum úr hálsi hafa, sem fyrr segir, ýmsa annmarka og þau myndu ekki stöðva meningokokkasjúkdóm, þ. e. ef sýkillinn er kominn inn í blóð. Varðandi meningokokkarækt- un úr hálsstroki er óvíða hægt að koma henni við hér á landi og svo tekur hún tíma, en á meðan gæti einhver veikst. Ef hún er gerð og meningokokkar finnast í hálsstroki einhvers, kemur tvennt til greina: 1) Að hann sé beri með verndandi mótefni gegn sýklinum og því í engri hættu að veikjast. 2) Að hann sé nýkominn með sýkilinn í háls, ekki kominn með verndandi mótefni, og því í yfirvofandi hættu að veikjast. í umræddri fjölskyldu var faðirinn væntanlega dæmi um hið fyrrnefnda, tvíburasystirin um hið síð- LÆKNANEMINN 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.