Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 36

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 36
Litið inn í heim örveranna. Allmiklar tilraunir liafa verið gerðar á Keldum til þess að leita aS einhvers konar smitefni í sýnum frá sjúklingum meS sclerosis disseminata. Hefur mörg- um sýnum verið dælt í heila sauSfjár. Fyrir nokkr- um árum veiktust allmargar kindur eftir aS sýni frá sjúklingum meS sclerosis disseminata hafSi veriS sprautaS í heila þeirra. Kindurnar reyndust að vísu ekki hafa heilaskemmdir sem líktust sclerosis disse- minata, en hins vegar breytingar sem minntu mjög á riSu. Þó var ekki vitaS til þess aS riSa fyndist á því landsvæSi sem kindurnar voru fengnar af. Þess- ar tilraunir hafa síSar veriS endurteknar meS sýnum úr sclerosissjúklingum víSa aS úr heiminum og hef- ur ekki tekist aS framkalla aftur þessar breytingar. VerSur því ekki hægt aS draga þá ályktun aS um beint orsakasamband geti veriS aS ræSa milli scler- osis disseminata í mönnum og riðu í sauSfé, enda var þaS taliS næsta ólíklegt vegna hinna mismunandi sjúkdómsmynda í þessum tveim sjúkdómum. Þetta er hins vegar gott dæmi um þann áhuga sem alltaf hef- ur veriS á tilraunastöSinni á mannasjúkdómum og hefur komiS fram í því aS rannsóknaverkefni í dýra- sjúkdómum hafa gjarnan veriS valin meS hliSsjón af því, aS þau gætu haft gildi lil þess aS upplýsa ákveSna sjúkdóma í mönnum. Fleiri afmýlandi sjúkdómar hafa veriS rannsakaS- ir á Keldum, t. d. hiS svokallaða fjöruskjögur í lömbum, sem fyrr getur og einkennist af röskun á myndun mýlis (mýelins) í unglömbum og lömun, en í ljós kom aS hægt var að koma í veg fyrir sjúk- dóminn með því aS gefa ánum kopar um meSgöngu- tímann. ÞaS verSur að teljast eSlilegt og æskilegt aS ís- lenskir vísindamenn reyni að færa sér í nyt sérstakar aSstæður sem kunna aS vera hér á landi og þau sér- stöku tækifæri sem hér hafa gefist til þess að upp- lýsa ákveðin vandamál og ekki eru fyrir hendi ann- ars staðar. Þannig hafa Keldnamenn rannsakað all- mikið flúoreitrun af völdum eldgosa, en eldfjalla- aska er stundum verulega menguS af flúor og hefur þess einkum gætt í ösku frá Heklu. 1 þeim þrem Heklugosum sem orSiS hafa frá því aS tilraunastöS- in tók til starfa hefur verið reynt aS fylgjast með bráSri og hægfara flúoreitrun í húfé af völdum öskufalls, Þessar rannsóknir á flúoreitrun af völdum eldgosa munu eiga sér fáar hliSstæður í heiminum og hafa gefiS mjög mikilsverSar upplýsingar um þaS, hvað beri aS varast og hvernig bregSast skuli við eldgosum í framtíðinni og hugsanlegum eitur- áhrifum af þeirra völduni. Starfsmenn tilraunastöSvarinnar hafa oft Jrurft aS hregSast viS vandamálum af völdum smitsjúkdóma í dýrum, sem borist hafa til landsins og hafa átt þátt í Jrví aS greina Jrá og uppræta. Berklar hafa ekki ver- ið í nautgripum hér landi en bárust fyrir nokkrum árum í stórt kúabú norSanlands með útlendunr fjósa- manni að talið var. í annað skipti barst hringskyrfi (Trichophyton verrucosum) á sama hátt á annað stórbýli og nokkra bæi Jrar í grennd. Hundafár barst til landsins árið 1966 og náði nokkurri útbreiðslu. Yfirdýralæknir, Páll A. Pálsson, gekkst fyrir aðgerS- um til að útrýma öllum þessum sjúkdómum og tókst þaS giftusamlega. Undanfarin ár hefur ónæmisfræði vaxið mjög fiskur um hrygg og rannsóknir á því sviði hafa færst í vöxt á tilraunastöðinni eins og víða annars staðar á stofnunum Jreim sem fást við rannsóknir á sviSi læknisfræSi og líffræði. Ýmsar hinar nýju aðferðir ónæmisfræðinnar hafa verið teknar upp á Keldum 34 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.