Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 14

Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 14
hafa verið settar fram til að skýra sálrænar orsakir bráðra sáðláta. Þeim verða ekki gerð tæmandi skil hér, en kvíði um að standa sig ekki nógu vel og að valda makanum vonbrigðum, geta átt sinn þátt í þessu. Eins er oft orsakarinnar að leita í samband- inu, og má oft finna bækla reiði í garð maka, sér- staklega hjá karlmanninum, sem ómeðvitað reynir að hafa ánægjuna af konunni með því að vera búinn löngu áður en hún nær fullnægingu. Meðferðin byggist á að fá manninn til að ein- beita sér að þeim tilfinningum, sem koma rétt áður en honum verður sáðfall. Það verður að skýra ná- kvæmlega fyrir Ijáðum aðilum í hverju meðferðin er fólgin, áður en hafist er handa, sérstaklega þar sem konan fær iitla ertingu sjálf í hyrjun. Er því heppilegast, að þau komist að samkomulagi sín á milli, á hvern hátt maðurinn eigi að veita henni fullnægingu án þess að til samfara komi. Næsta stig í meðferð er síðan það, sem áður hefur verið lýst. En þegar manninum hefur risið hold, þá leggst hann á bakið og konan ertir penis með höndum eða munni Maðurinn á hins vegar að einbeita sér að til- finningunum, sem rísa í penis. Rétt áður en honum verður sáðfall, gefur hann konunni merki um að hætta. Er þetta síðan endurtekið tvisvar enn, og í fjórðaskiptið er haldið áfram þannig að til sáðfalls komi. Þetta er síðan gert 3—4 kvöld í röð. Ef vel gengur, þá er næsta skrefið erting með penis í vag- ina. Konan er ofan á, og maðurinn stjórnar hreyf- ingum hennar, þannig að hún hætti áður en til sáð- falls kemur. Er þetta endurtekið á sama hátt og lýst var hér að ofan. Þegar þau hafa náð valdi á þessu, þá gera þau sömu æfingar, en nú í hliðarstellingu. Það getur tekið langan tíma áður en þau geta verið í stellingu, þar sem maðurinn er ofan á, stafar það m. a. af því, að í þeirri stellingu verður hann fyrir mestri ertingu. Árangur er mjög góður, 98% lækn- ast. Sein sáðlát (ejaculatio retardata). Þetta fyrirbæri er ekki eins algengt og þær truflanir, sem var lýst hér að framan. Hér er um að ræða sáðlát utan vag- ina, þegar samfarirnar duga ekki til að framkalla sáðlátið. Þetta getur gerst öðru hvoru, og getur mað- urinn kippt því í lag með því að auka ertinguna á einhvern hátt. Oft er það þá slaðbundið, og þá bund- ið ákveðnum mótaðila, eða einhverri ákveðinni stemningu. En þegar verst lætur, þá er það mannin- um ómögulegt að ná fullnægingu á nokkurn hátt. Viðbrögð beggja aðila eru að sjálfsögðu vonbrigði, jafnvel reiði- og þunglyndisviðbrögð. Haldi þetta ástand áfram í nokkurn tíma, þá getur það leitt til vangetu hjá manninum. Líkamlegar orsakir eru hér sjaldgæfar umfram þá sjúkdóma, sem hafa áhrif á aðra þætti kynlífs. Áug- Ijóst er þó, að sjúkdómar og lyf, sem hafa áhrif á sympatiska taugakerfið, hafa áhrif á sáðlát. Hér ber helst að nefna blóðþrýstingslyf og svo Melleril, sem getur valdið öfugstreymi sáðs, þ. e. inn í þvagblöðru. Sálrænar orsakir eru þær sömu og í vangetu. Meðferðin byggist að mestu leyti á atferlismeð- ferð, „systematic desensitation“. Hjónunum er sagt að gera hvað sem þeim detti í hug fyrstu dagana til að erta hvort annað kynferðislega, nema að hafa samfarir eða gera annað sem gæti leitt til sáðláts. Þetta leiðir yfirleitt til aukinnar kynertingar og er þeim sagt að halda áfram á sömu braut, en auk þess er manninum sagt að hafa sáðlát undir kringum- stæðum þar sem hann sé öruggur um að það takist. Þarf hann þá kannski að fróa sér sjálfur og þá jafn- vel í fjarlægð frá konunni, í öðru herbergi ef svo ber undir. Meðferðin beinist síðan að því, að hjálpa manninum að hafa sáðlát í nálægð konunnar, síðan með því að hún frói honum og að síðustu í vagina. Ekki er vitað enn um tölfræðilegan árangur af þess- ari meðferð, þar eð enn hafa of fá tilfelli verið kynnt til að niðurstöður séu marktækar. KONUR Það virðist hafa reynst sérfræðingum erfitt að komast að niðurstöðu, sem þeir geta verið sammála um, varðandi orsakir og tíðni kynlífstruflana hjá konum. Kynsvörun kvenna hefur ekki verið rann- sökuð eins ýtarlega og kynsvörun karla, og eru sum- part þess vegna hugtök sem lýsa kynsvörun kvenna, ekki vel skilgreind. Er almennt talað um kynkulda (frigidity) kvenna, en í raun þá getur verið um truflun að ræða á öðrum hvorum eða báðum þátt- um kynsvörunar, eins og hjá körlum. Eitt af því, sem valdið hefur hvað mestum deilum í þessu sambandi síðustu 60 árin, er umræðan um fullnægingu (orgasm) kvenna. Freud hélt því fram, að fullnæging, sem fengist vegna ertingar sníps (clit- 12 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.