Læknaneminn - 01.03.1981, Blaðsíða 30
Lim ástand hinna slösuðu og annað sem máli skiptir.
Hann þarf að fiokka hina slösuðu eftir því hverjir
þurfa að komast fyrst á sjúkrahús.
Erfitt er að veita læknishjálp á víðavangi í vond-
um veðrum og er því nauðsynlegt að hinir slösuðu
séu fluttir sem fyrst á einhvern stað nálægt slysstað,
svo sem í skóla eða samkomuhús þar sem áfram-
haldandi meðferð getur farið fram og hinir slösuðu
flokkaðir. Þessi flokkun gæti verið á eftirfarandi
h átt:
Fyrsti flokkur (þarf að flytja sem fyrst) : Ondun-
arerfiðleikar, mikil blæðing, blæðingarlost, opin sár
á kvið eða brjóstholi, alvarlegir höfuðáverkar, meiri-
háttar brunar.
Annar jlokkur (flutningur og meðferð má drag-
ast eitthvað): Meiriháttar brot, meiðsli á baki, and-
litsáverkar án öndunarerfiðleika, minnibáttar brun-
ar.
Þriðji flokkur: Minniháttar beinbrot, minni á-
verkar á brjóstholi og höfði, lítið meiddir.
Látnir skulu greindir og merktir og fluttir á
ákveðinn stað þannig að ekki þurfi að eyða tíma í
að marggreina þá. Vafasamt er talið að meðhöndla
og flytja þá sem eru stórslasaðir og virðast eiga eftir
mjög stutt ólifað, en slíkar ákvarðanir getur verið
mjög erfitt að taka og margt sem þarf að taka til
greina í því sambandi.
Á vegum Almannavarna ríkisins er nú verið að
útbúa sérstaka merkimiða sem notaðir verða um allt
land til að merkja hina slösuðu ef um hópslys er að
ræða.
ÚTBÚNAÐUR VEGNA SLYSA-
MÍEÐFERÐAR OG AEYÐARTILFELLA
Þeir læknar, sem helst þurfa að sinna neyðartil-
fellum, svo sem heilsugæslulæknar og læknar sem
kallaðir eru frá sjúkrahúsum, þurfa að hafa góðan
útbúnað til notkunar í slíkum tilfellum. Hér verður
þó ekki gerð nein heildarupptalning en aðeins minnst
á nokkra hluti: Góður útbúnaður til öndunarhjálp-
ar, sogútbúnaður, súrefnisútbúnaður, vökvi til að
láta renna í æð og lilheyrandi útbúnaður, lítil hjarta-
sveiflusjá og raflosttæki, sprautur og nálar, sáraum-
búðir, nauðsynleg lyf, spelkur.
HEIMILDIR:
1 Kirk, U.: Skyndihjálp. 2. útg. Rauði kross íslands, 1978.
2 Kristinn Guffmundsson: Alvarlegir höfuðáverkar og fyrstu
viðbrögð.Læknaneminn 1979, des.; 33(4) :15—7,71.
3 Zorab, JSM, Baskett, PJF: Inrmediate care. London,
Saunders, 1977. pp. 8, 40-3.
Bjóðum lyf, hjúkrunar-, hreinlætis- og snyrtivörur
Munið okkar sérhæfðu þjónustu —
Glerdeild með áhöldum og tækjum
fyrir rannsóknastoíur, heilsugæslustöðvar, skóla o. fl.
INGÓLFS APÓTEK Hafnarstræti 5, 121 Reykjavík - P. 0. Box 869
Símar: fyrir lækna 26655 - almennur simi 29300
28
LÆKNANEMINN