Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 32
tengsl hafi ávallt veriS mjög góð milli þeirra og
landbúnaðarráðuneytisins, jafnvel þó óformleg
væru.
Um starfsemi tilraunastöðvarinnar voru sett sér-
stök lög nr. 11 frá 28. febrúar 1947 og eru þau enn
í gildi. 1 þessum lögum er kveðið svo á að starfssvið
tilraunastöðvarinnar sé rannsóknir á búfjársjúkdóm-
um og önnur skyld verkefni. Stofnunin skal lúta
læknadeild háskólans og forstöðumaður hennar á
sæti og atkvæðisrétt í læknadeild. Hann er skipaður
af menntamálaráðherra að fengnum tillögum lækna-
deildar og yfirdýralæknis.
Björn Sigurðsson læknir var skipaður fyrsti for-
stöðumaður tilraunastöðvarinnar á Keldum. Hafði
hann getið sér gott orð við rannsóknir erlendis, m. a.
á Rockefellerstofnuninni í Princeton. Asamt honum
störfuðu á tilraunastöðinni í upphafi 2 sérfræðingar,
þeir Halldór Grímsson efnafræðingur og Páll P.
Pálsson, dýralæknir, síðar yfirdýralæknir, sem starfar
raunar enn á lilraunastöðinni. Til aðstoðar þeim
voru fj órir starfsmenn á rannsóknastofu, en auk þess
var ráðinn bústjóri, Gunnar Olason, til þess að sjá
um tilraunadýr, heyskap og önnur bústörf og hafði
hann einn eða tvo hjálparmenn eftir aðstæðum.
Þá var einnig frá upphafi til húsa að Keldum rann-
sóknadeild Sauðfjárveikivarna, sem heyrði undir
landbúnaaðrráðuneytið, og var þar í fyrirsvari Guð-
mundur Gíslason læknir, og hafði einn aðstoðar-
mann, Halldór Vigfússon. Rannsóknadeild Sauðfjár-
veikivarna hefur æ síðan verið til húsa á Keldum og
haft þar ýmis konar aðstöðu. Verkefni hennar tengj-
ast að nokkru starfsemi tilraunastöðvarinnar og hef-
ur samvinna ávallt verið mjög góð.
Tilraunastöðin var í upphafi mjög vel búin tækj-
um, eftir því sem þá gerðist og mun í engu hafa
staðið að baki sambærilegum stofnunum erlendis.
Má þar nefna að fengin var analytisk ultraskilvinda
og rafeindasmásjá. Er óhætt að fuliyrða að starfsemi
tilraunastöðvarinnar hafi í upphafi einkennst af stór-
hug, bjartsýni og myndarskap. Talsverð aukning
hefur orðið á starfsliði síðan og nú starfa þar 8 sér-
fræðingar, en starfsfólkið allt er rúmlega 30 manns
og er þá ekki talið starfsfólk Sauðfjárveikivarna, en
þar vinna 6 manns. Talsvert hefur þurft að bæta við
byggingar þær sem í upphafi voru reistar, en þar
var fyrst og fremst um að ræða tilraunastofubygg-
ingu 22,5x12,1 m á tveimur hæðum, með kjallara
undir % hluta hússins, auk dýrahúsa og íbúðarhúss
forstöðumanns, en öllum þessum byggingum var
lokið seint á árinu 1948. Síðar bættust við hesthús
og hlaða 1956, að rúmmáli 2100 m3. Er í hesthúsinu
aðstaða fyrir meira en 30 hross. Þá var einnig bætt
við rannsóknastofubyggingu, sem lokið var árið
1964. Hún er á tveim hæðum og kjallari undir mikl-
um hluta hússins, sem telst 3.388 m3. Þessi nýja
rannsóknastofubygging var tekin í notkun á árunum
1962-1964. Enn hefur verið bætt við einangrunar-
klefum fyrir sýkingartilraunir í sauðfé, vélageymsl-
um og öðrum útihúsum.
Frá upphafi var gert ráð fyrir því að starfssvið
tilraunastöðvarinnar yrði margþætt. 1 fyrsta lagi
rannsókn á eðli og útbreiðsluháttum sauðfj árpest-
anna svonefndu (Karakúlpestanna), og var lögð sér-
stök áhersla á góð skilyrði til einangrunar sjúkra
dýra. Þá biðu mörg umfangsmikil verkefni við rann-
sóknir á ýmsum öðrum búfjársjúkdómum. Frá upp-
hafi fór fram á Keldum framleiðsla lyfja, þ. e. bólu-
efnis og sermis gegn lambablóðsótt, lungnapest og
fleiri sjúkdómum í sauðfé. Ennfremur var gert ráð
fyrir því að stofnunin sæi um innflutning, sölu og
dreifingu ýmissa lyfja gegn sníkjudýrum í sauðfé. Þá
fóru einnig fram rannsóknir á veirusjúkdómum í
mönnum, bæði aðstoð við sjúkdómsgreiningar og
faraldsfræðilegar rannsóknir, enda var þá hvergi
annars staðar í landinu aðstaða til veirurannsókna.
Ohætt mun að fullyrða að árangur af starfseminni
á Keldum hafi á mörgum sviðum orðið mjög góður.
Stofnunin hefur getið sér gott orð á alþjóðavett-
vangi. Ber þar einkum til að nefna rannsóknir Björns
Sigurðssonar og samstarfsmanna hans á hæggengum
veirusjúkdómum. Björn Sigurðsson er upphafsmað-
ur hugmynda um sérstakan flokk smitsjúkdóma sem
hann nefndi annarlega hæggenga veirusjúkdóma.
Þessar hugmyndir Björns voru byggðar á rannsókn-
um á ýmsum slíkum sýkingum í sauðfé, svo sem
votamæði, þurramæði, visnu og riðu, og reyndar
hafði hann einnig í huga ýmsar æxlisveirur í mús-
um og fleiri dýrum. Þeir vísindamenn sem vinna að
rannsóknum á hæggengum veirusýkingum í mönnum
og dýrum víða um heim nú á dögum þekkja og
meta brautryðjendastarf Björns Sigurðssonar á
þessu sviði, og nýtur starfsemin á Keldum enn þann
30
LÆKNANEMINN