Læknaneminn - 01.03.1981, Side 40
á þann sjúkdóm. Drengnum var gefið cloxacillin í
æð vegna gruns um liðsýkingu af völdum klasasýkla.
A þriðja degi kom í ljós, að um meningokokkasýk-
ingu var að ræða, og var þá skipt um sýklalyf og
gefið penicillin í æð 500 þús. ein. X 6 á sólarhring
og fékk drengurinn það í 10 daga. Hann varð hita-
laus á 3ja degi, útbrot burfu á 4^5 dögum og sömu-
leiðis eymsli í hægra hné, en ummál þess var meira
en ummál vinstra hnés við útskrift eftir 13 daga vist
á deildinni. Hálsstrok var tekið útskriftardag og
ræktuðust ekki meningokokkar úr því, en úr háls-
stroki teknu 4 dögum síðar ræktuðust meningokokk-
ar af flokki B. Við eftirskoðun 6 vikum eftir útskrift
var ekki mælanlegur munur á ummáli hnjáliða, en
vottaði ])ó enn fyrir þrota í hægra hné. Engir men-
ingokokkar ræktuðust þá úr hálsstroki.
II
Tvíburasystir drengsins, sem skýrt er frá hér að
framan, var lögð inn á Barnaspítala Hringsins 9
dögum eftir að hann lagðist inn. Daginn fyrir inn-
lögn tók móðir hennar eftir því, að telpan varð slöpp
og sljóleg með köflum en hress á milli. Að morgni
innlagnardags komu í ljós útbrot á handleggjum og
bol og hafði móðir telpunnar samband við lækna
Barnaspítala Hringsins, sem ráðlögðu strax innlögn.
Við skoðun var telpan hress, en með 38°C hita. Hún
var með maculo-papuler útbrot á hol og útlimum,
stærstu hlettimír um 3-4 mm í þvermál og í miðju
sumra sáust örlitlar blæðingar. Telpan var með gul-
leita útferð frá fæðingarvegi, en að öðru leyti fannst
ekkert markvert við skoðun. Blóðrannsóknir sýndu
8700 'hv. blk., deilitalning sýndi 31 kleyfkirnt, 15
stafkirnd, 43 lympocyta, 7 eosinofil og 4 monocyta.
Sökk var 39 mm/klst. Blóð, hálsstrok og strok frá
fæðingarvegi var sent í ræktun og uxu meningokokk-
ar af flokki B, ónæmir fyrir súlfalyfjum, frá öllum
þessum sýnum. Þeir uxu líka úr hálsstroki, sem tek-
ið var frá telpunni daginn áður en hún lagðist inn.
Athuganir á immunglohulinum og komplementþátt-
um í hlóði telpunnar leiddu ekkert óeðlilegt í ljós.*
Telpan var talin hafa sama sjúkdóm og drengur-
inn og strax sett á penicillin í æð og fékk hún það í
sömu skömmtum og drengurinn í 10 daga. Hún
varð hitalaus daginn eftir innlögn, útbrot hurfu á
2—3 dögum og sömuleiðis útferð frá fæðingarvegi.
Engir meningokokkar ræktuðust frá hálsstroki teknu
útskriftardag né 2 strokum teknum síðar.
Leit að' meningokokkabera í fjölskyldunni
Tvíburasystkinin áttu 5 mánaða systur, sem var
pasturslítil og lasburða vegna fæðuofnæmis. Var
því talið rétt, að athuga hvort meningokokkar fynd-
ust í fleirum í fjölskyldunni en drengnum eftir að
upp komst, að hann var með meningokokkasjúkdóm.
Við þá leit ræktuðust þeir úr hálsstroki frá tvíbura-
systurinni, teknu daginn áður en hún lagðist inn, og
úr hálsstroki frá föðurnum, en ekki móðurinni eða
yngri systurinni. Tekið var hálsstrok frá drengnum
4 dögum eftir að hann kom heim og sama dag frá
systrunum og móður, en ekki náðist þá til föðurins.
Ræktuðust þá meningokokkar frá hálsstroki drengs-
ins en ekki hinum. Um leið og tvíburasystirin út-
skrifaðist, fluttist fjölskyldan út á land. Vegna yngsta
barnsins var ákveðið að gefa allri fjölskyldunni lyf
í því skyni að útrýma meningokokkum úr hálsi. Var
haft samband við héraðslækni á staðnum og gaf
hann allri fjölskyldunni rifampin í 2 daga. Elálsstrok
voru tekin frá allri fjölskyldunni mánuði og 6 vik-
um síðar og ræktuðust engir meningokokkar frá
neinu þeirra sýna.
Umrœða
Hœgfara blóðsýking af völdum meningokokka
Helstu einkenni þessarar sýkingar eru hiti, slapp-
leiki, úthrot, vöðvaverkir og liðeymsli, stundum lið-
bólgur með eða án liðsýkingar.
Hiti kemur oftar í köstum en að hann sé stöðugt
hækkaður. Hilahækkuninni fylgir oft hrollur og al-
menn vanlíðan. Milli kasta er líðan eðlileg. Mis-
langt getur verið milli kastanna, þau geta komið með
nokkurra klukkustunda millibili, daglega, annan
hvern dag eða margir dagar liðið á milli.3
Útbrot eru ekki sérkennandi, geta t. d. verið fín-
gerð og líkst útbrotum við rauða hunda og fleiri
veirusóttir, eða verið stórgerð og líkst hnútarós
(erythema nodosum). Oftast eru þau í formi roða-
bletta, gjarnan upphækkaðra (maculo-papuler) og
stundum eru smáblæðingar í þeim. Útbrotin koma
bæði á bol og útlimi, aðallega réttivöðvafleti, lítið á
38
LÆKNANEMINN