Læknaneminn


Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 6

Læknaneminn - 01.03.1981, Qupperneq 6
Spjall Aðgangur að góðu lœknisfrœðibókasafni er okkur lœknastúdentum nauðsyn, ef aðstaða okkar til náms á að geta talist viðunandi. Slíkt safn þarf að vera búið góðum bóka- og tímaritakosti, í rúmgóðu hús- nœði, með vel þjálfað starfslið og nœga lestrarað- stöðu. Myndi þessi stofnun bjóða upp á fjölþœltari og betri menntun lœknastúdenta auk þess sem við gœtum áfram sótt okkur þekkingu í þann fróðleiks- brunn eftir að námi okkar í deildinni lýlcur. Með tilkomu slíkrar aðstöðu yrði þekkingaröflun okkar fjölþcettari og þœr námsaðferðir sem við hejð- um möguleika á að tileinka okkur myndu nýtast bet- ur seinna meir, en þau vinnubrögð sem aðstöðuleys- ið í dag býður upp á. Lestur tímaritsgreina yrði þá stór þáttur í náminu og fengjum við þar góða þjálf- un í leit að viðeigandi lestrarefni, þjálfun sem er ómetanleg á hverjum tírna, bœði í námi og starfi. Einni.g gœtu kennarar þá í auknum mœli bent stúd- entum á nýlegar greinar um efni það sem fjallað er um í lok fyrirlestrar. I slíku bókasafni liefðum við einnig aðgang að öllum þeim kennslubókum sem mœlt er með í hverri námsgrein, auk fjölda annarra. Yrði þannig auðveldara að nálgast námsefnið, auk þess sem við gœtum dregið úr bókakaupum til muna. Samliliða vaxandi notkun nýsigagna (kvikmynda, litskyggna, myndsegulbanda, hljómbanda o. fl.) eykst þörfin fyrir rúmgott bókasafn, en erlendis eru slík gögn yfirleitt stór hluti af safnefni lœknisfrœðibóka- safna. Hvernig er ástandið í bókasafnsmálum hjá okkur í dag? Hingað til höfum við aðallega notfœrl okkur þá þjónustu sem bókasöfn kennslusjúkrahúsanna hafa upp á að bjóða. Hefur hún þó engan veginn ver- ið fullnœgjandi. Bókasöfn þessi búa við þröngan húsakost og lestraraðstaða þar er mjög takmörkuð, enda einungis œtluð sérmenntuðu starfsfólki viðkom- andi sjúkrahúss og þeim nemum sem þar eru í starfs- þjálfun á hverjum tíma. Eru þau engan veginn í stakk búin til að mœta þeirri aðsókn sem þau óhjákvœmi- lega verð'a fyrir, en það eru ekki einungis lœknanem- ar heldur námsfólk úr hinum ýmsu greinum heil- brigðisfræði sem til þeirra leita. Nú er svo komið að álagið á þessi bókasöfn er svo mikið, að bókasöfn Landakotsspílala og Borgarspítala liafa neyðst til að hœtta að veita nemendum utan sjúkrahúsanna þjón- uslu sína! Löngum hefur ástandið verið bágborið, en aldrei eins slœmt og í dag. Liggur í augum uppi að úrbóta er þörf hið bráðasta. I nýja lœknadeildarhúsinu er gert ráð fyrir bókasafnsaðstöðu, þó ekki sé búið að ákveða hve mikið húsrými sú starfsemi fœr. Gejur það óneitanlega tilefni til bjartsýni, en óvíst er hve- nœr sú bygging verður endanlega tilbúin. Ekki get- um við búið við núverandi aðstöðuleysi þangað til og er vonandi að forráðamenn deildarinnar finni sig knúna til að leysa þennan vanda, til bráðabirgða a. m. k. ef langtímalausn er ekki í sjónmáli. Þ. Þ. 4 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.