Læknaneminn - 01.03.1981, Síða 45
Meningokokkar á slóðum gonokokka
Þvagrásarbólga af völdum meningokokka
Hannes Þórarinsson yfirlæknir, Kristín E. Jónsdóttir læknir,
Anna Sigfúsdóttir meinatæknir, Arinbjörn Kolbeinsson yfirlæknir
Inngangur
Algengasta smitleið meningokokka er talin vera með
úðasmiti inn í slímhúð kverka og nefkoks. Meningo-
kokkasýking í þvagrás og fæðingarvegi er ekki talin
algeng, en þess konar sýkinga er þó getið í nokkrum
greinum og ritum um meningokokka, einkum á síð-
asta áratug.
Til að vekja athygli á því, að meningokokkar geta
valdið kynsjúkdómi, fer hér á eftir lýsing á einkenn-
um, rannsókn og meðferð ungs manns og samhýlis-
konu hans, er leituðu til Húð- og kynsjúkdómadeild-
ar Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur sl. vetur.
Sjúhrasaga
Umræddur 20 ára karlmaður kom 13. janúar ’81
á kynsjúkdómadeild vegna útferðar frá þvagrás und-
anfarna 2 daga. Hann hafði búið með sömu stúlku í
meira en ár og neitaði kynmökum við aðra. Síðar
bættist við sjúkrasögu, að hann hafði haft særindi í
hálsi í 2 daga, en taldi sig hafa verið hitalausan.
Tekið var strok frá útferðinni, sem var fremur þunn,
en graftarkennd, og sent í flutningsæti (Culturette
S/P Modified Stuart’s Transport Medium) á Sýkla-
deild Rannsóknastofu Háskólans. Ræktuðust þar
meningokokkar úr útferðinni, en ekki gonokokkar.
Þegar ljóst var, að viðkomandi væri með meningo-
kokkasýkingu í þvagrás voru þann 15. janúar fengin
sýni frá þvagrás og leghálsi maka, endurtekið strok
frá þvagrás piltsins og hálsstrok frá báðum. Ræktuð-
ust meningokokkar frá þvagrás beggja og hálsi
beggj a, en ekki frá leghálsi stúlkunnar. Aðspurð
kvaðst stúlkan hafa haft hálssærindi undanfarna 6
daga, en engin einkenni frá kynfærum. í Ijós kom,
að um genito-oral mök hafði verið að ræða.
Meðferð var hafin hjá háðum 15. janúar með
innsprautun á kryst.penicillini 5 mill. ein. og 1 g
probenecid tii inntöku. Daginn eftir fengu þau aftur
sama lyfjaskammt og voru þá aftur tekin hálsstrok
frá báðum, en meningokokkar ræktuðust úr hvor-
ugu. Einnig var tekinn blóðhagur hjá piltinum og
reyndist hann eðlilegur (Hh 16.8 g/dl, hv. hlk. 7500
X 103/ul, deilitalning eðlileg, sökk 3 mm/klst.).
Þann 19. janúar fengu þau enn einn lyfjaskammt,
þar eð pilturinn var enn með þvagrásarútferð, en
hálssærindi voru þá horfin hjá báðum. Sama dag
voru enn tekin háls- og þvagrásarstrok frá báðum og
leghálsstrok hjá stúlkunni, en engir meningokokkar
uxu frá neinu þessara sýna. Enn komu þau á kyn-
sjúkdómadeild 2. febrúar, þar eð þvagrásarútferð
hafði ekki horfið hjá piltinum og hálssærindi voru
komin aftur hjá báðum. Enn voru tekin hálsstrok
frá þeim og þvagrásarsýni frá piltinum. Ur háls-
stroki piltsins ræktaðist strept. hemol. gr. A, en ekki
frá stúlkunni og úr þvagrásarsýninu ræktuðust eng-
ar sjúkdómavaldandi bakteríur. Tveim dögum síðar,
þann 4. febrúar, voru bæði sett á erythromycin g
500 X 2 í 10 daga til að útrýma strept. hemol. úr
hálsi piltsins og einnig til að meðhöndla mögulega
þvagrásarsýkingu af völdum chlamydiae, sem þá voru
ekki tök á að greina hér á landi. Þrátt fyrir þessa
meðferð hélt pilturinn áfram að hafa graftrarkennda
útferð, sem hvarf að fullu eftir meðferð með tabl.
minocyclini 1X2 í 7 daga.
Rannsóknaraðferðir
Við smásjárskoðun á gramlituðu stroki úr fyrsta
þvagrásarsýni piltsins sást allmikið af kleyfkirndum
hvítum hlóðkornum og gramneikvæðum diplokokk-
um hæði utan við og innan í hvitu blóðkornunum.
Sáð var á valæti fyrir sjúkdómsvaldandi neisseriur,
s.k. T. M. agar1T og skálar látnar í hitaskáp með 5%
kolsýrublönduðu lofti við 37° C. Daginn eftir sáust
á ræktunarskálum oxidasajákvæð dríli (,,koloniur“),
sem voru örítið stærri en búast mátti við eftir sólar-
LÆKNANEMINN
43