Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 6

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 6
Leiðari Tölvur eru á yfirreiö um veröldina. Þær láta enga byggö ósótta og má í hverju koti sjá spor þeirra. Reikni- hausar þessir eru í innsta eðli sínu gefnir fyrir tölur, en má með lítilli fyrir- höfn kenna þeim að fara með stafi. Því er ekki að undra að þeim hafi fyrst verið fengin vist í bissness; en með því að þróun hefur orðið fá- dæma ör hefur gagnsemi þeirra aukist ákaflega og er nú svo komið, sem fyrr greinir, að ekkert svið mannlegra athafna er tölvum óvið- komandi. Svo er um læknisfræði. Fáir munu þreyta önd sína á hugsun um tölvu- væðingu ritarastarfa og sjúklinga- skrár, það er eftir allt saman bissniss og ekki læknisfræði. Hinu munu margir ugga að skjár og lykilborð verði hluti af ákvarðanatöku læknis- ins. Þegar þessar bókstafsins drátt- arvélar spúandi andans eimyrju ryðjast fram þar sem áður ríktu Ijár og hrífa, mun einhverjum þykja list sín forsmáð og vindar framfara helst til naprir. Ef nýlega hefði frétzt að upp væri fundinn fjaðurpenninn og það enn- fremur að í ráði væri að taka hann í 4 notkun á sjúkrahúsum væru það læknanemum vissulega merk tíðindi þar eð breytingar væru í vændum á eiginleikum framtíðarstarfsins. Að hinu leiddist hugur fljótt, hvort not gætu nokkur orðið af þessu verkfæri við námið sjálft. Fyrirlestrarformið var einkar hent- ugt þegar hvorki meistarar né svein- ar voru læsir eða skrifandi en eftir að þrykkverk breiddist út er Ijóst að þekkingarlega séð er fyrirlestur í besta falli dauf enduróman kennslu- bókar. Góður fyrirlestur er ekki maraþonítroðsla staðreynda með hjálp glæra ef tungan hrærist ekki í takt við hugann. Góður fyrirlestur sáir í hugann fræjum áhugans sem síðan blómstra við lestur kennslu- bókar, hann er leiksýning í anda Comedia dell'arte með meginþræði, sem vikið er frá eftir því sem að- stæður bjóða hverju sinni en horfið að á ný þegar frávikið hefur náð sínum dramatíska tilgangi. Því er ekki að undra að spurning verði áleitin: Væri þessumtímabeturvarið öðruvísi? Það er nefninlega fáum gefið að vera góðir fyrirlesarar og það er frekja að ætlast til þess að kennurum eins og við heimtuðum að þeir gætu málað olíumálverk hver og einn. Nei, það sést þegar hóparnir eru orðnir litlir og fyrirlestrarform aflagt að flestir kennarar okkar geta miðlað þannig að við lærum af og fyllumst áhuga, það er fyrirlestra- formið sjálft sem er gallað. Til þessa hefur fátt annað boðist. En nú telgja menn í fjarlægum lönd- um fjaðurpenna nýrra tíma og áður en varir er kennslubókin dauð og fyrirlestrarsalir tómir, kennarar deila tíma sínum á litla hópa nemenda og menn heyja sér hinnar ýtarlegu þekkingar við tölvuskjáinn, þar sem hver maður ræður sínum hraða, getur farið þá útúrdúra sem áhuginn innblæs honum og stöðugra spurn- inga er krafist í stað þess að útúr þeim sé snúið vegna þess að svarið er ekki á fyrirlestrablaðinu; því að án spurninganna siturtölvan og bíður. Þegar spurningin er orðin drif- kraftur námsins er séns að glorificer- aður iðnskóli verði að akademískri stofnun. Árni Leifsson LÆKNANEMINN - 36. árg.

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.