Læknaneminn - 01.01.1983, Page 8

Læknaneminn - 01.01.1983, Page 8
vegna bólgu inni í auga eða af háum þrýstingi hverfur ekki við yfirborðs- deyfingu. Segja má að því sárari sem augnverkur er, þeim mun illvígari er sjúkdómurinn. Herpesveirusjúk- dómar eru þó undantekning, eins og áður segir. í æðahimnu aftan fell- ingabaugs og í sjónu eru ekki sárs- aukaviðtakar. Sjúkdómar í þessum himnum valda því ekki ónotatilfinn- ingu eða verk. Útferð úr augum fer eftir eðli þeirrar bólgu, sem henni veldur. Graftarkennd útferð fylgir slímhúð- arbólgu af völdum sýkla og bólgu í tárapoka, slímkennd útferð chla- mydia og ofnæmisbólgu, vatnsrennsli veirusjúkdómum í slímhúð og glæru- bólgu. Útferð er mest áberandi á morgnana eftir nætursvefn. Best er að gera sér grein fyrir útferð með því að draga neðra augnalok niður og biðja sjúkling að líta upp á við. Tára- flæði er oft mikið við lithimnubólgu og bráðagláku. Sjónskerðing. Nauðsyniegt er að mæla sjónskerpu hjá sjúklingum með rautt auga. Prófa skal hvort auga fyrir sig. Gangi sjúklingur með gler- augu á að prófa sjónina með þeim. Ef um skerta sjón er að ræða, er auðvelt að kanna, hvort sjóndepran stafar af sjónlagsgalla eða sjúklegu ástandi í auga með því að láta sjúkling horfa gegnum smá gat á pappírsspjaldi (pin hole test). Ef hann bætir við sig nokkrum línum á stafaspjaldinu er sjóndepran vegna sjónlagsgalla. Geri hann það ekki, er um sjúklegt ástand að ræða, sem hindrar ljósgeisla í að komast inn í augað, eða að miðsvæöi sjónhimnu (fovea) og/eða tauga- brautir þaðan til heila eru sýktar. Ef sjónskerpa hefur minnkað eftir að augað roðnaði, má ganga að því vísu að um alvarlegan sjúkdóm sé að ræða. Við bólgu í slímhúð og roða samfara kerfissmitsjúkdómum er sjón óskert. Ógagnsœi. Ljósvegir augans, þ. e. glæra, augnvökvi, augasteinn og glerhlaup þurfa að vera tærir til þess að ljós komist óhindrað að sjónu. Sérhvert ógagnsæi í þessum hlutum augans hindrar Ijósið að meira eða minna leyti í að komast inn í augað og veldur þar með sjóndepru. Fyrst er að leita að ógagnsæi eða krímu á glæru með vasaljósi. Við afrifur á glæruþekju og óslétt yfirborð verður ljósendurkast óreglulegt. Rof í þekju sést vel með fluorescinlit. Best er að koma auga á ógagnsæi með hliðar- lýsingu. íferð í glæru sést sem grámi eða gráleitar skellur, og við bjúg verður glæran hálf mött. Ef horft er inn í auga með augnspegli úr nokk- urri fjarlægð er unnt að sjá ógagnsæi í ljósvegum augans. Ljósop. Nauðsynlegt er að kanna stærð, lögun, samsvörun og Ijóssvör- un ljósopa, einkum þó ef verkur og sjónskerðing er samfara roðanum. Við Iithimnubólgu þrengist ljósop vegna ertingar í hringvöðvanum, sem þrengir ljósopið. Við bráðagláku stækkar Ijósop og verður oft ílangt að lögun og svarar ekki eða treglega Ijósi, þar eð skyndilega hækkaður augnþrýstingur kemur í veg fyrir súr- efnisflæði til hringvöðvans í lithimn- unni. Við augnslímhúðarbólgu verð- ur engin breyting á ljósopum. Hœkkaður augnþrýstingur. Við skyndilega hækkun á augnþrýstingi eins og á sér stað við bráðagláku er roðinn af blandaðri gerð. Mikla þrýstingshækkun er oft hægt að finna með áþreifingu og samanburði við hitt augað. Öruggara er að mæla þrýsting með augnþrýstimæli. Skyndileg hækkun á augnþrýstingi veldur verkjum en hægfara þrýst- ingshækkun er verkjalaus. Svar sjúkdóms við meðferð. Ef í upphafi var talið að um meinlausan sjúkdóm væri að ræða en enginn bati sjáanlegur eftir 2—4 daga meðferð, ber að íhuga hvort ekki geti verið um alvarlegan sjúkdóm að ræða, sem taka þurfi fastari tökum. Sjúkdómum með roða í augnslím- húð (rautt auga) má skipta í eftirfar- andi flokka: A. Sjúkdómar, sem ógna sjón og leitt geta til varanlegrar sjónskerðing- ar og blindu. Sjúkling þarf að senda sem fyrst til augnlæknis. B. Sjúkdómar, sem hafa ekki áhrif á sjón. Meðferð á færi heilsugæslu- lækna. C. Augnroði samfara kerfissjúk- dómum. D. Roði af völdum augnslyss (rætt í greininni: Áverkar á augu í Læknanemanum 35. árg. 3.-4. tbl. 1982. Roði, þar sem sjón er hætta búin 1. Glærusár Ablástur á glœru (herpes simplex keratitis — keratitis dendritica) er eitt algengasta glærusár hér á landi. Hann er nær alltaf bundinn við ann- að augað. Veiran heldur til í mána- hnoða (ganglion semilunare) og við áreiti (t. d. inflúensu - eða kvefsýk- ingu eða ef mótstaða líkamans minnkar af einhverjum ástæðum) magnast smitmáttur hennar og veld- ur sýkingu í glæru. Getur sýkingin tekið sig upp hvað eftir annað á sama stað. Það er vart á færi nema augn- lækna að meðhöndla glæruáblástur og þar sem fyrsta meðferð er mjög þýðingarmikil er nauðsynlegt að heilsugæslulæknar þekki byrjunar- einkenni og sendi sjúkling sem fyrst til augnlæknis. Saga um fyrri bólguköst kemur lækninum oft á sporið. Fyrstu ein- kenni eru erting í auga, tárarennsli og ljósfælni. Sjón er skert, ef sárið er miðsvæðis á glæru. Fyrst er bólgu- íferð í glæruþekjunni. Næsta stig er 6 LÆKNANEMINN ‘-4/>,83 - 36. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.