Læknaneminn - 01.01.1983, Síða 10
síuvefurinn (trabeculum) stíflast aö
meira eða minna leyti af fibrintrefj-
um og blóðkornum. Er þá ráðlegt að
gefa acetazolamid (250 mg 2 á dag)
til að draga úr framleiðslu augn-
vökva. Bráð litubólga læknast enda
þótt ekkert sé gert, ,,self limiting".
Án meðferðar koma fylgikvilla: sam-
loðun litu við augastein sem eykst við
endurtekin köst, drermyndun á
augasteini og að lokum háþrýstingur,
sem blindar augað.
Aðalatriðið er að greina sjúkdóm-
inn fljótt, því að þá er auðveldara að
koma í veg fyrir fylgikvilla. Leggja
ber mesta áherslu á að fyrirbyggja
samloðun lithimnu við augastein og
rífa upp samvexti, sem þegar hafa
myndast. Til þess eru notuð lyf, sem
víkka út Ijósop. Algengust eru
oculoguttae Cyclogyl 1% (cyclopen-
tolate) og oculoguttae Neosyneph-
rine 10% (phenylephrine). Stera-
meðferð (oculoguttae Maxidex
0.1 % - dexamethasone) dregur úr
bólgu og flýtir fyrir batanum. Æski-
legt er að augnlæknir annist meðferð,
en allir læknar þurfa að þekkja byrj-
unareinkenni og geta greint sjúk-
dóminn frá öðrum kvillum með roða
í auga. Því fyrr sem meðferð er hafin,
þeim mun betri eru batahorfur.
Margir fá köst hvað eftir annað, en
mörg ár geta liðið rnilli kasta.
Litubólga getur verið einn þáttur í
kerfissjúkdómum, s. s. rheumatoid
arthritis juvenilis og spondylitis
ankylopoetica.
Litubólga af þekktum orsökum,
s. s. berklum, toxoplasmosis og
holdsveiki er sjaldgæf en þrálát og
svarar illa lyfjameðferð.
Samkenndarbólga (ophthalmia
sympathica) er sjaldgæfur sjúkdóm-
ur, sem getur komið eftir augnslys í
hitt augað, einkum ef fellingabaugur
hefur særst. Hún byrjar oftast innan
þriggja mánaða frá slysi.
Þetta var algengasta blinduorsök á
báðum augum af völdum slysa, áður
8
en sterameðferð kom til sögunnarog
aðgerðartækni fleygði fram.
Orsakir litubólgu eru flestar
óþekktar og til undantekninga má
teljast að orsök finnist.
Bráðagláka (glaucoma acutum,
angle-closure glaucoma) er einn
þeirra sjúkdóma, sem valdið geta
varanlegu sjóntapi, ef hann er ekki
rétt meðhöndlaður í byrjun. Er því
nauðsynlegt að læknar hafi bráða-
gláku í huga, þegar sjúkling ber að
garði með rautt og sársaukafullt auga
og móðusýn, þekki einkenni sjúk-
dómsins og viti deili á fyrstu með-
ferð, ef augnlæknir er ekki tiltækur.
Fyrstu einkenni, sem sjúklingur
verður var við, eru verkir í auga og
umhverfi þess, sem smáaukast. Flök-
urleiki og jafnvel uppköst geta fylgt.
Sjón dofnar vegna minnkaðs blóð-
flæðis til sjónu og sjóntaugar, sem og
vegna bjúgs í glæru. Glærubjúgurinn
gerir það að verkum, aö regnbogalit-
ir sjást umhverfis ljós. Eingöngu
skyndileg þrýstingshækkun gefur slík
einkenni, en við langvarandi, hæg-
fara hækkun á augnþrýstingi koma
engin slík einkenni frani. Við bráða-
gláku leggst lithimnan upp að síu-
vefnum allt um kring og hindrar þar
með rennsli augnvökvans úr forhólf-
inu gegnum síuvefinn. Viö það verð-
ur skyndileg þrýstingshækkun í
auganu. Þetta getur gerst hjá þeim
sem hafa að upplagi þröngt forhólfs-
horn. Hættast er við kasti, þegar Ijós-
opið er þanið til hálfs, en þá er lit-
himnan í nánastri snertingu við auga-
stein og þrýstingur í afturhólfi hæst-
ur. Við slökun sem þá verður á lit-
himnurótinni leggst hún upp að síu-
vefnum.
Þröngt forhólf sést best með hlið-
arlýsingu. Sést þá lithimnan bunga
inn í forhólfið. Slímhúð augans
roðnar og er um blandaðan roða að
ræða. Ljósopið stækkar, svarar ekki
ljósi og er oft sporöskjulaga. Augn-
þrýstingur getur orðiö mjög hár, allt
að 60-70 mm Hg. Mæla þarf augn-
þrýsting með augnþrýstingsmæli.
Mjög er misjafnt hve augu þola há-
þrýsting lengi. Fer það eftir því
hversu hár þrýstingurinn er og
ástandi æðakerfisins í auganu. Ungt
fólk þolir betur háþrýsting heldur en
aldrað.
Þeir sem hafa tilhneigingu til
bráðagláku, hafa margir hverjir áður
fengið væg köst, sem hafa gengið til
baka af sjálfsdáðum (subacute angle-
closure glaucoma). Hefur þá ekki
lokast alveg fyrir frárennsli, en augn-
þrýstingur hækkar það mikið að
valdið hefur nokkurri móðusýn
vegna bjúgmyndunar í glæru. Stund-
um fylgir þessari þrýstingshækkun
lítilsháttar verkur og roði. Slík köst
ganga fljótt til baka án eftirkasta, en
alltaf má búast við svæsnu bráða-
glákukasti og verður þá að grípa í
taumana, því að öðrum kosti ersjón-
in glötuð. Meðferðin er að lækka
augnþrýstinginn sem fyrst. Er hún
fólgin í því að minnka myndun augn-
vökvans og opna honum leið inn í
síuvefinn. Lyf sem minnkar fram-
leiðslu augnvökva er t. d. acetazola-
mid. Gefa þarf 500 mg í byrjun, ann-
aðhvort í töflum eða í æð. Jafnframt
eru gefnir pilocarpin-augndropar
(isoptocarpine 4%) á hálftíma fresti.
Ef þrýstingur lækkar ekki við þessa
lyfjagjöf þarf að gefa Mannitol 20% í
æð, sem er hyperosmotisk upplausn.
Glycerin gefið í ávaxtasafa lækkar
líka augnþrýsting á svipaðan hátt.
Augnþrýsting þarf að lækka eins og
hægt er áður en aðgerð er frarn-
kvæmd, sem er iituhögg (iridectomia
periferalis), en þá opnast göng úr
afturhólfi í forhólf og vökvastreymi
kemst í samt lag aftur. Er slík aðgerð
í flestum tilfellunr varanleg Iækning.
Er aðgerðin nú ýmist gerð á hefð-
bundinn hátt eða með leysigeislum.
Þar sem hinu auganu er hætt við
glákukasti síðar meir, er oft gerð
sams konar aðgerð á því til öryggis.
LÆKNANEMINN ‘-4/i9» - 36. árg.