Læknaneminn - 01.01.1983, Side 11

Læknaneminn - 01.01.1983, Side 11
Roði í augnslímhúð, þar sem sjón er ekki hætta búin Slímhúðarbólga í augum af völd- um baktería (conjunctivitis bacteríalis acuta). Allir graftarsýklar geta or- sakað slímhúðarbólgu. Bólgan kem- ur í bæði augu og getur gengið sem farsótt í skólum og stofnunum. Læknast án meðferðar á einni til tveimur vikum. Roðinn er útbreidd- ur yfirborðsroði og stundum eru smá blæðingar í slímhúð og bjúgmyndun. Sjúklingar kvarta um ónotatilfinn- ingu og stundum sviða í augum. Út- ferð er graftarkennd. Augnlokin eru því límd saman á morgnana og erfitt er að opna augun fyrr en búið er að hreinsa eða þvo hvarmana. Það er engin sjóndepra. Til þess að flýta fyrir bata og koma í veg fyrir út- breiðslu eru gefin sýklalyf í dropa- formi. Meðferð er hafin án ræktunar, nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Algengt er að nota sulfona- midaugndropa af ástæðum, sem að framan greinir. I svæsnum tilfellum á að nota dropana á klukkustundarfresti og eigi sjaldnar en á tveggja tíma fresti. Þegar börn eiga í hlut er ráðlegt að nota fremur augnsmyrsli, þar eð smyrslin hafa lengri verkun og þarf því ekki að bera þau eins oft í og dropana. Æskilegt er að nota lyf í 2—3 daga eftiraðeinkennieru horfin en ekki á að nota lyf lengur en eina viku vegna hættu á ofnæmissvörun. Aldrei má binda um auga með slím- húðarbólgu, hver svo sem orsök kann að vera og ekki heldur nota heita bakstra þar eð aukinn hiti eykur sýklagróður. Ef gröftur er að- eins í öðru auga þarf að leita að stað- bundinni ástæðu fyrir bólgunni, t. d. bólgu í tárapoka, innhverfingu augnahára (trichiasis) og framandi hlut. Slímhúðarbólga af völdum veira. Byrjar venjulega í öðru auga og geta liðið nokkrir dagar uns roði sést í hinu auganu. Útferð er slímkennd. Yfirborðsroði er í slímhúð og þar sem hún þekur augnlokin verður hún fljótt hnökrótt á að Iíta vegna stækkunar á eitlavef (conjunctivitis follicularis). Eitlar framan við eyra eru stækkaðir og oft aumir viðkomu. Margar veirur geta orsakaö slímhúð- arbólgu. Oftast er þetta meinlaus kvilli, sem gengur yfir á nokkrum dögum en stundum þrálát bólga, sem breiðist út á glæru og getur gengið sem farsótt. Algengastur slíkra kvilla er keratoconjunctivitis epidemica. Adenoveirustofnar 8 og 19 eru taldir algengasta orsökin. Bólgan í glæru- vefnum kemur venjulega í ljós 8—15 dögum frá byrjun sjúkdómsins. Grá- leitir, kringlóttir blettir sjást, dreifðir undir glæruþekjunni en þeir eru bólguíferð. Glærubólga getur varað í nokkrar vikur og grámi í glæruvef getur sést nokkra mánuði eða jafnvel ár. Sjaldan er um varanlegt sjóntap aö ræða ncma bólgan hafi verið mið- lægt á glæru. Hjá fullorðnum er sjúk- dómurinn nær eingöngu bundinn við augu, en börn fá oftast hálsbólgu eða hita og komi bólga í augnslímhúð er hún mun vægari en hjá fullorðnum. Snertismit er sennilega algengasti sýkingarmátinn. Ber því að gæta fyllsta hreinlætis við skoðun og ekki má mæla augnþrýsting hjá sjúkling- um, sem grunaðir eru um þennan sjúkdóm vegna hættu á að sjúkdóm- urinn berist með tækjunum. Meðferð er engin. Ekki er taliö ráðlegt að nota stera, þar eð þeir tefja fyrir bata. Þessi sjúkdómur er oft hvimleiður og margir eru óvinnufærir um nokkurn tíma. Þessi kvilli er landlægur hér og gekk sem slæm farsótt árin 1980 og ’81. Herpes simplex veira orsakar stundum slímhúðarbólgu í auga hjá börnum. Áblástur sést oft á augn- loki og stöku sinnum á glæru. Slímhúðarbólga af völdum chla- mydia oculogenitalis (inclusion blenorrhea) er landlæg hér á landi bæði hjá börnum og fullorðnum. Börn geta smitast í fæðingu, ef móð- irin hefur bólgu af völdum chlamydia í Ieghálsi. Barnið fær roða og útferð úr augum rúmri viku eftir fæðingu. Án meðferðar getur sjúkdómurinn staöið í nokkrar vikur til mánuði hjá börnum og fullorðnum. Smitunar- leiðir hjá fullorðnum eru sennilega oftast frá kynfærum, leghálsi hjá konum en þvagrás hjá körlum. Er því oft talað um þessa tegund slímhúðar- bólgu sem augnkynsjúkdóm. Ein- kenni eru svipuð og við veiruslím- húðarbólgu: Slímkennd útferð úr báðum augum, hnökrótt slímhúð og bólgnir eitlar framan við eyru. Við þennan sjúkdóm verður ekki örvefs- myndun í slímhúð eða glæru eins og við trakóma, sem orsakast af ná- skyldum sýkli, Chlamydia tracho- matis. Trakóma er sá sjúkdómur, sem veldur mestri blindu í heiminum og er algengastur í Asíu og Suður- Ameríku. Meðferð chlamydia sýk- ingar í augnslímhúð er: Tetracyclin (oculentum aureomycini 1%) og sulfalyf, sem áður eru nefnd. Auk augnlyfja þurfa fullorðnir oft að fá tetracyclin eða erythromycin kerfis- meðferð. Meðhöndla þarf auk barnsins báða foreldra. Ofnœmisslímhúðarbólga (conjuncti- vitis allergica) einkennist af miklum kláða, roða og bjúgmyndun í augn- slímhúð, sem oft er mjólkurlit á að líta og slímkenndu tárarennsli. Or- sakavaldar eru fjölmargir, og venju- lega er saga um ofnæmi. Oft er um staðbundna orsök að ræða, s. s. augndropa, fegrunarlyf og málm- gleraugnaumgjörð. Meðferð er fyrst og fremst fólgin í því að finna ofnæm- isvaldinn. Til þess að draga úr ein- kennum má reyna kalda bakstra og Antistin Privin augndropa (antazol- in og naphazolin). Steralyf skal nota LÆKNANEMINN - 36. árg. 9

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.