Læknaneminn


Læknaneminn - 01.01.1983, Qupperneq 13

Læknaneminn - 01.01.1983, Qupperneq 13
Morbus Parkinson og þvíumlík fyrirbæri Stefán Steinsson læknanemi Skilgreining James Parkinson skiigreindi paralys- is agitans þannig árið 1817: ,,/nvoluntary temiilous motion, with lessened muscularpower, in parts not in action and even when supported; with a propensity to bend the trunk forward, and to pass from a walking to a running pace, the senses and intellects being uninjured. “1 Þessi klíníska skilgreining gildir enn aö mestu. Hún tekur þó ekki tillit til þess stirðleika sem hrjáir sjúkling- ana. Bæta mætti því við að sjúkdóm- urinn tengist hlutfallslegum skorti dópamíns miðað við acetýlkólín í nokkrum djúpkjarna heilans. Sam- fara því eyðast yfirleitt frumur í sub- stantia nigra og brautum frá þeim kjarna. Morbus Parkinson (Parkinsons- veiki), paralysis agitans og „idiopathic Parkinsonism" eru allt nöfn á sama sjúkdómi. Með orðinu Parkinsonismus er hins vegar átt við þegar einkenni sem líkjast paralysis agitans stafa af öðrum sjúkdómum eða lyfjum. Verður vikið að því síðar. Tölfræðileg atriði Algengi Parkinsonismus í það heila tekið er um 1 af hverjum 1000 en hækkar upp í 1% hjá þeim sem eru komnir yfir sextugt.2 Paralysis agitans hrjáir miðaldra fólk og byrjar venjulega milli fimm- tugs og sextugs, en sjaldan fyrir fertugt eða eftir 65 ára aldur.3 Hann er dálítið algengari í körlum en kon- um. Hann leggst á allar stéttir og alla þjóðflokka, en er sennilega sjaldgæf- astur í negrum.4 Kjartan Guðmundsson prófessor í taugasjúkdómafræði (1906 - 1977) rannsakaði íslenska Parkinsonsjúkl- inga á árunum 1954 - 1963. Fann hann út að algengi sjúkdómsins á ís- landi var 169,5 af hverjum 100.000 í það heila tekið. í körlum var það 180,9 en 158,0 hjá konum. í sjúkl- ingum fimmtugum og yfir var algengi hans 762,6 og 1196,1 í sextugum og eldri. Heildartalan var nokkuð hærri en í öðrum Evrópulöndum, í rann- sóknum sem Kjartan vitnaði í var hún 60 - 65 af hverjum 100.000 annar staðar í Evrópu. Nýgengi á íslandi reyndist vera 16 tilfelli á hverja 100.000 á ári. I 20,3% tilfella var um ættarsögu að ræða. Sambærileg tala fyrir bandaríska rannsókn var 4 - 15% en fyrir sænska rannsókn 38%.5 Nýrri heimildir telja ættgengi mun sjald- gæfara, 1 -5% ''4 Er það meðal ann- ars rökstutt með nýlegum tvíbura- rannsóknum. Samkvæmt þeim er óalgengara að sá sem á Parkinsons- veikan eineggja tvíburabróður fái sjúkdóminn en búist var við. Parkinsonismus eftir heilabólgu var nokkuð algengur í Vestur- Evrópu á 3. áratugnum. Byrjaði hann venjulega einu til tveim árum eftir að sjúklingar höfðu veikst af encephalitis Iethargica (spönsku veikinni), en faraldur af þessari heilabólgu geisaði 1916 til 1926. Heldur er slíkur Parkinsonismus orðin sjaldgæfur nú á dögum, en kemur þó fyrir upp úr sumum öðrum heilabólgum af veiruvöldum.2 Lyfjaparkinsonismus er algeng aukaverkun ýmissa lyfja, einkum geðlyfja. Tölur hef ég ekki þar um. Um orsakir og meinafræöi Um raunverulega grundvallarorsök paralysis agitans er enn flest á huldu. Né heldur hafa menn fyllilega skilið þær meinafræðilegu breytingar sem sjást. Þrátt fyrir miklar veirufræðilegar rannsóknir hefir engin veira eða vírill (viral agent, virion) fundist sem gæti orsakað sjúkdóminn. Hugmyndir um að hann sé alltaf að rekja til encep- halitis lethargica (súbklínískrar) eru taldar úreltar. Það eina faraldsfræði- lega sem komið hefur fram er að sjúklingar með paralysis agitans reykja minna og deyja sjaldnar úr lungnakrabba en viðmiðunarþýði. Óvíst er hvort þetta eru markverðar niðurstöður4, og ekki skyldu menn láta þær hvetja sig til reykinga. Þeir djúpkjarna heilans sem að hreyfistjórn lúta eru helstir nucleus caudatus, nucl. lentiformis, sub- stantia nigra, nucl. subthalamicus og nucleus ruber. Innbyrðis afstaða þeirra sést á rissmynd I. Nucl. lentiformis skiptist í puta- men og globus pallidus. Putamen ásamt nucl. caudatus kallast oft corpus striatum, því að gránutengsli milli þeirra, í gegn um hvítuna í LÆKNANEMINN 1-4/1M3 - 36. árg. 11

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.