Læknaneminn


Læknaneminn - 01.01.1983, Qupperneq 15

Læknaneminn - 01.01.1983, Qupperneq 15
Rissnivnd II. Extrapýramídalkerfiö mjög einfaldað. Sömu skammstafanir og áöur. globus pallidiis aukast þá hlutfalls- lega. Pað er því raunhœf tilgáta að einkenni stafi aðallega af ofvirkni globus pallidus, sem ekki nýtur lengur letjandi boða frá dópamínergu frumunum. Með berum augum er ekki miklar meinafræðilegar breytingar að sjá fyrr en sjúkdómurinn er langt geng- inn. Þá dofnar eða hverfur svarti lit- urinn sem er á subst. nigra í þver- skurði, sjá mynd I. í smásjá sést að melanínlitaðar taugafrumur í subst. nigra hafa eyðst. Pví samfara sjást melanínkorn á sveimi laus í stoðvefnum sem eftir situr. Korn þessi sjást líka í microglia, sem eru átfrumur taugavefjarins. Gliosis verður venjulega; það er astrocytar fjölgas sér, stækka og framleiða gliaþræði (fibrillae) í mikl- um mæli. Frumubolir astrocytanna skreppa síðan saman en eftir stendur net gliaþráða svo að vefurinn er þétt- ari en ella.7 — í flestum tilfellum innihalda þær melanínlituðu tauga- frumur sem eftir lifa eosinophil klumpa í umfrymi (cytoplasma). Þetta munu vera hyalínklumpar sem innihalda mikið sphingolíðpíð. Þeir kallast corpora Lewyi eða Lewy kroppar (bodies), fyrst lýst af F.H. Lewy árið 1913 '’7’8 Lewyklumpar finnast líka í heilum 4% sjúklinga sem ekki eru Parkin- sonsveikir, en deyja af öðrum orsök- um. Petta gætu verið sjúklingar með súbklínískan Parkinsons sjúkdóm, því að 80% frumna í subst. nigra verða að deyja áður en klínísk ein- kenni koma fram. Uppruni Lewy- klumpanna er óþekktur. Þeir eru ekki bara í þessum lituðu taugafrum- um, heldur má einnig sjá þá í cornua intermedia í pars thoracic^ mæn- unnar og jafnvel í taugahnoðum (ganglia) sympatíska taugakerfisins.4 Sambærilegar skemmdir og taldar voru upp fyrir subst. nigra sjást í hin- um noradrenerga locus coerulaeus í LÆKNANEMINN '-4/,»»3 - 36. árg. heilastofni og stundum í nucl. dor- salis nervi vagi.7 Breytingar í globus pallidus eru ekki sértækar heldur líkjast þær elli- breytingum. Efnafræðilegar breytingar í heila Parkinsonssjúklinga eru margvísleg- ar. Um 1960 tóku menn eftir því að þeir höfðu minna af dópamíni í corpus striatum, einkum putamen, en heilbrigðir. Þetta hefir verið stað- fest í mörgum ýtarlegum rannsókn- um. Dópamíntap í corpus striatum hangir greinilega saman við dauða flestra frumna, rýrnun og gliosis í subst. nigra. Það hefir jafnvel komið í ljós að fylgni er milli þess hve margar fumur deyja þar, þess hversu mikið vantar af dópamíni í corpus striatum og þess hvað hreyfihindrun er mikil (akinesia).4 Áður var minnst á að 80% tauga- frumna í subst. nigra þurfa að drepast áður en klínísk einkenni koma fram. Breytingarnar eru stöðugar, en verða ekki í hrinum. Meðfram því er talið að dópamín fari smám saman minnkandi í corpus striatum. Þannig sé alllangt tímabil hjá sjúklingunum þar sem þeir hafa enn ekki fengið einkenni, en skortir þó í raun dópa- mín. Ýmsar leiðir virðast vera notað- ar til uppbótar þegar dópamínerga brautin er að eyðileggjast. Tauga- frumur sem eftir lifa virðast „erfiða“ til að vinna upp dópamínskortinn. Einnig eykst næmi dópamínviðtækja í frumum þeim í corpus striatum sem boðefnið virkar á. f dýratilraunum líkist þetta svokölluðu „denervation supersensitivity"4 Nýlega hefir komið fram að dópa- 13

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.