Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 19
ín), forvera dópamíni sem eykur dópamínframleiðslu og losun þess, eða með brómócriptíni sem snerpir á dópamínviðtækjunum. Jafnan eru nokkur lyf notuð saman. Parkinsonismus sem aukaverkun af lyfjum kemur oftast til af geðlyfj- um sem áður var minnst á. Þessi lyf hamla dópamínviðtækjunum (anta- gónistar). Antikólínesterasar eru sjaldgæfir hér og reserpín er ekki notað (eyðir dópamínbirgðunum), en þessi lyf geta líka valdið Parkin- sonismus. Levodópa er amínósýruforveri dópamíns. Amínið sjálft er ekki hægt að nota, því að það er illleysanlegt í fitu og fer þar með ekki að gagni inn í miðtaugakerfið. Levodópa frásogast í smáþarmi og kemst yfir blóðheila- þröskuldinn. Inni í miðtaugakerfi dettur af því carbxýlhópur og úr verður dópamín. En aðalókosturinn er decarboxýlering utan miðtauga- kerfis, sem er allt að 95%. Á hún sér stað í þarmaveggnum, lifrinni, nýr- unum og háræðum heilans. Málið leysist nokkuð vel ef gefinn er hemill á þennan decarboxýlasa með levo- dópa. Það var uppúr 1970 að slíkir hemlar komu fram. Þeir virka ekki inni í miðtaugakerfi, en ágætlega utan þess svo að mun meira levodópa sleppur inn. Áður en decarboxýlasahemlar komu til voru þær aukaverkanir yfir- gnæfandi sem stafa af verkan levo- dópa utan miðtaugakerfis. Helst voru það ógleði og uppköst (ælu- miðstöðin í mænukylfu er utan við blóðheilaþröskuldinn), hjartsláttar- óregla og réttstöðuiágþrýstingur (orþostatísk eða postural hypotensio). Þar af hrjáði ógleðin um 80% sjúkl- inga. Eftir tilkomu hemlanna urðu þessar aukaverkanir mun minna áberandi. I staðinn komu aukaverk- anir sem rekja má til verkana dópa- míns inni í miðtaugakerfi. Má þar nefna ósjálfráðar aukahreyfingar höfuðs, tungu og vara og jafnvel choreoathetosis (dansandi ormur). Geðtruflanir eru ekki síður áberandi. Skiptast þær í bráðaverkan annars vegar sem er órói, haldvillur og ofskynjanir (confusio mentis), en hins vegar langtíma verkanir sem er þunglyndi. 15% eiga enn við ógleði að stríða en henni er hægt að draga úr með því að taka lyfið með mat og gefa lyf gegn ógleði hálftíma fyrir máltíð (metochlopramidum eða cyclizinum). Einstaka þjáist af rétt- stöðulágþrýstingi. Aukinn kynlífs- áhugi skýrist sennilega fremur af bættri hreyfigetu en lyfjafræðilegri verkan. Alvarlegasta Iangtímavandamálið við meöhöndlun með levodópa er að bilið milli lækningalegra skammta og skammta sem leiða til aukaverkana (lækningalegt svið, nivá) mjókkar. Verður því erfiðara að sigla milli skers og báru. Þá kemur og til sög- unnar það sem Bretinn kallar on- off-effect, sjúklingar sveiflast milli aukinnar og snarminnkaðrar hreyfi- getu eins og kveikt sé og slökkt á hrærivél á víxl'. Þannig geta þeir frosið úti á miðju gólfi og detta þá gjarna.3’10 Pýridoxín eykur virkni decarboxý- lasa svo að milliverkanir geta hlotist af, en með samsettu lyfi verður það vandalaust. Samsett lyf sem notuð eru hér eru Sinemet (250 mg levodópa, 25 mg carbidópa sem er hemill), Sinemet mite (sama innihald, 100 mg á móti 10 mg), Madopar (100 mg levodópa, 28,5 mg benserazíð sem er hemill) og Madopar forte (sama innihald, 200 mg á móti 57 mg). Einnig er til Madopar mite (sama innihald, 50 mg á móti 14,25 mg). Byrjunarskammtar eru 1/2 tafla Sinemet eða 1 hylki Madopar tvisvar á dag og skammtar auknir á 3-7 daga fresti þar til árangur næst eða auka- verkanir koma fram. Sjúklingar sem komnir eru yfir sjötugt þola illa meðferð með levo- dópa. Lækningalega bilið er mjótt og þeir fá því fljótt on-off-effect. Brómócríptín (Parlodel, 2,5 mg eða 10 mg) er af ergotættum og virk- ar eins og dópamín (er agonisti). 3,5- 10 mg á dag jafngilda 100 mg levo- dópa með hemli.10 í Parkinsonsveiki eru venjulega notuð 40—100 mg á dag. Sjúklingum sem eiga við miklar aukaverkanir af levodópa að stríða getur brómócriptín gagnast, einkum ef on-off-effect er til trafala. Geð- truflanir, ofskynjanir í heyrn og sjón og réttstöðulágþrýstingur eru al- gengari aukaverkanir af brómócrip- tíni en levodópa, en aukahreyfingar koma álíka oft.10 Brómócriptín veldur livedo reticularis (netlaga blámi á fótleggjum) og öklabjúg. Það er mun dýrara en levodópa. Sjúkling- ar sem ekki svara levodópa munu tæpast hafa gagn af brómócriptíni. Amantadín (100 ntg) er veirulyf sem gefið var Parkinsonsjúklingi með innflúensu. Skánaði honum það fyrrnefnda. Lyfið virðist auka dópa- mínlosun og getur aukið lítillega á áhrif levodópa. Amantadín er miklu gagnsminna en levodópa en gagnar betur en andkólínerg lyf og er stund- um notað með þeim. Skammturinn er í byrjun 100 mg á dag og er aukinn upp í þrisvar til fjórum sinnum á dag. Aukaverkanir eru hlutfallslega sjald- gæfar, en þær eru öklabjúgur, rétt- stöðulágþrýstingur, livedo reticula- ris, svefnleysi, ofsjónir og stöku sinn- um krampaköst. Andkólínerg /y/voru ásamt skurð- aðgerð uppistaðan í Parkinsonmeð- ferð fram undir 1967 er levodópa kom fram.9Atropín var fyrsta Ivfið sem eitthvað var hægt að nota við sjúkdómnum. Scopolamín var þó meira notað. Nú á dögum eru þau helstu diphenhydramín (Benylín o. fl.), prómethazín (Phenergan), biperiden (Akineton) og benshexól LÆKNANEMINN '-4/.M3 - 36. árg. 17

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.