Læknaneminn - 01.01.1983, Page 21

Læknaneminn - 01.01.1983, Page 21
Sjúkratilfelli Stefán Steinsson læknanemi 67 ára gamall karlmaður var lagður akút inn á hjartadeild Landspítalans að kveldi dags haustið 1983. Sagan var svona: Um kvöldmatarleytið var maður- inn í matarboði hjá kunningjafólki sem býr ekki langt frá Reykjavík. Ket var á borðum. Hann kyngdi þar all- stórum bita sem honum fannst standa fastur neðarlega í vélinda. Hann reyndi að ræskja sig, gleypa loft og vatn en ekkert gekk. Fór hann síðan að finna til andnauðar og varð á skömmum tíma Iafmóður. Pá var kallað á vaktlækni. Þegar hann kom mátti maðurinn ekki mæla fyrir mæði. Vaktlækni virtist hér vera um decompensatio cordis að ræða og gaf honum 40 mg Lasix í æð ásamt með óþekktum skammti methadons. Maðurinn var svo sendur í sjúkrabíl á slysadeild Borgarspítalans, um klukkustundar ferð. Þar var grein- ingin hin sama sem fyrr og honum gefin 40 mg Lasix í æð til viðbótar ásamt 4 mg morfíns. Þá var hann og talinn hafa bronchospasma og fékk 2 mg theophyllamíns í æð. Þessum að- gerðum svaraði maðurinn illa. Hann var því næst Iagður inn á hjartadeild Landspítalans vegna decompensatio cordis. Heilsufarssaga hafði enn ekki fengist vegna þess hve maðurinn var móður. A Landspítala kom fram að hann var lítið gefinn fyrir að tala við Iækna og kunni óglögg skil á sínum sjúkdómi. Þó vissi hann að það var eitthvað í vélindanu sem olli því að matur gekk ekki sem greiðlegast nið- ur. Það gat hugsanlega hafa verið achalasia oesophagi. Samkvæmt því að maðurinn var á Theo-Dur virtist einhvern tíma hafa greinst asthma hjá honum, sem hann þó aðspurður hristi hausinn yfir. Ennfremur var hann á dígoxíni, Lasix, Viskén og Centyl sem benti til að hjartabilun hefði áður greinst. Apúrín í fórum hans benti til greiningar á þvagsýru- gigt og Diabinese til sykursýki. Við skoðun var maðurinn óvið- ræðuhæfur fyrir mæði og mjög veik- indalegur. Hann hafði háværan stridor í innöndun og lágværan við útöndun. Fyrirferðaraukningu hafði hann á hálsi og var hálsinn raunar allur gífurlega útþaninn, allt frá neðri kjálka að viðbeini. Minnti hann mest á frosk. Þessi útvíkkun púlseraði og heyrðust öndunarhljóð þar yfir. Hjarta- og lungnahlustun var erfið vegna stridors. Þó heyrðist það sama frá báðum lungum og hvorki flaut né brak. EKG sýndi fibrillatio atriorum (gáttflipp). Röntgenmynd af lungum í* I A Fig. 1. A large, spherical tumour in the right half of the thorax, arising from the lower mediastinum. An airfilled space in the upper mediastinum and neck can also be seen. LÆKNANEMINN i-‘/ISb3-36. árg. 19

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.