Læknaneminn - 01.01.1983, Page 25
eus oröinn alveg slappur. Vöðvi sá á
að hindra að loft sogist ofan í vélind-
að við öndun — þrýstingurinn í vél-
indanu fylgir nefnilega þrýstingi ann-
ars staðar í brjóstholi og breytist í
samræmi við öndun. Af þessu leiðir
að maðurinn „andar" ofan í véiinda,
auk þess sem hann gleypir loft til að
reyna að koma bitanum niður. Slím-
húðin efst í vélindanu leggst í felling-
ar sem koma í veg fyrir að loftið kom-
ist aftur út. Maðurinn safnar smám
saman lofti í vélindað, sem þenst þá
svo út að það fer að pressa á önnur
líffæri, einkum barkann. Útþenslan
nær hátt upp á háls, sem þenst líka út
— bullfrog útlit sem Bretar kalla.
Hefði þetta ástand greinst að
bragði, þá hefði verið auðvelt að ráða
bót á einkennunum með venjulegri
sondu. En þetta er svo sárasjaldgæft
að ekki er við að búast að nokkrum
detti það í hug í fljótu bragði.
Við rannsókn meinfróðra kom eft-
irfarandi í ljós: Ummál vélindans var
11 cm. Slímhúðin var þykk og stórar
fellingar í henni. Æxlið, sem var hvítt
í sárið, nálgaðist skurðbrúnir en náði
þeim hvergi.
PAD greiningin var carcinoma
adenocysticum. Að auki fannst
dvergvaxið æxli af flöguþekju-
krabba.
Við smásjárskoðun á þessu
krabbameini sjást dökkar, kringlótt-
ar eða egglaga frumuþyrpingar í Ijós-
ara bandvefsumhverfi. Þær minna á
gatasigti (Bretar: cribriform patt-
ern), sjá mynd 6.
Carcinoma adenocysticum er al-
gengt æxli í munnvatnskirtlum, um
15% illkynja æxla þar. Það sáir sér
seint út en er frekar „local malign-
ant". Það er jafnan skurðtækt, en
heimildir greinir á um hversu lækn-
anlegt það er. Stundum sést það í
kinn, þar sem munnvatnskirtilsvefur
er á flakki.
Æxlið er sjaldgæft í vélinda. Það
greinist seint og er torlæknað, enda
Fig. 6. An adenocvstic carcinoma as seen
through a light microscope.
að jafnaði ekki skurðtækt. Það er
spurning hvort þarna er líka munn-
vatnskirtilsvefur á flakki, það er yfir-
leitt ekki mikill kirtilvefur þarna í
vélindanu.
Þetta sjúkdómstilfelli var í fjórum
tilfellum mjög sérstakt:
1. Birtist á óvenjulegan hátt.
2. Sérkennileg krabbameinsteg-
und.
3. Tvenns konar æxli (sjá hér að
framan).
4. Æxlið var skurðtækt.
Carcinoma adenocysticum í vél-
inda hefir verið lýst um 20 sinnum,
án achalasiu. Tvisvar hefir því verið
lýst að krabbamein eftir achalasiu
birtist á sama hátt og hér var lýst
(flöguþekjukrabbi), en tvisvar að
auki án „bullfrog" útlits. Carcinoma
adenocysticum hefir ekki áður verið
lýst eftir achalasiu, né heldur í tengsl-
um við annars konar krabbamein.
Með hliðsjón af því hversu carcin-
oma adenocysticum er sjaldan skurð-
tækt (hefir oft sáð sér út) er ekki
fjarri lagi að segja að bráðakrísa
manns þessa hafi bjargað honum.
Atriði sem vert er að hafa í
huga
Klínisk einkenni achalasiu eru meðal
annars:
a) Erfiðleikar viö að koma niður
mat, sérstaklega köldum vökva
(spasmi?).
b) Sársauki aðeins í fjórðungi til-
vika, frekar meðan sjúkdómurinn er
á byrjunarstigi (vélindað er að
víkka).
c) Næturmæði, e. t. v. lungna-
bólga; innihald vélinda getur sullast
niður í barka þegar viðkomandi ligg-
ur útaf.
Skjólstæðingur okkar hafði ein-
mitt verið settur bæði á hjarta- og
asmalyf. Án þess að fullyrða nokkuð
er óhætt að gæla viö hugmyndina um
að þvíumlík einkenni hafi mátt rekja
til aspirationar.
Achalasia oesophagi sem komin er
á það stig sem hér var lýst er stundum
kölluð sigmoidlykkju achalasia.
Enda þótt krabbamein komi að-
eins fyrir sem eftirstöðvar 3—5%
achalasiutilfella þá er mikilvægt að
muna eftir því sem síðbúnum afleið-
ingum. Sjaldan er hægt að ráða bót á
því. Verður það vart nógsamlega
brýnt fyrir mönnum.
ENGLISH SUMMARY
A Case Report
A 67 year old man, while eating meat felt
a bit of it getting stuck somewhere „just
above the stomach". Soon after he
developed a severe dyspnea and became
exhausted. The doctor on duty diagnosed
decompensation and gave him 40 mg
t'rusemide and some methadone i.v. The
patient was sent to the emergency unit
where the same diagnosis was again
made. He was then given a further 40 mg
dose of frusemide and a 4 mg dose of
morphia i.v. He was then admitted to the
department for heart disease. Upon arri-
val he was still unable to speak because of
exhaustion, thus the previous therapy
had been inefficient. He was quite ill and
had the so-called „bullfrog" appearance
of the neck. Oxygen was administered
nasally. Standard investigations were
normal, as were the blood gases. A lung
LÆKNANEMINN 1-‘/1b.3-36. árg.
23