Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 29

Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 29
Hnéskoðun Jón Karlsson, læknir og Ragnar Jónsson, læknir Inngangur Hnéliöurinn byggir á styrk og stöð- ugleika. Hnéö er flókinn liður, sam- ansettur af þremur minni liðum, sem aðgreina má hvern fyrir sig. a) medial femoro-tibial lið b) lateral femoro-tibial lið c) femoro-patellar lið. Auk beygju- og réttihreyfingar (flexio-extensio) er talsverð snún- ingshreyfing nröguleg. Beygjuhreyf- ing er um hreyfanlegan öxul. Snún- ingshreyfingin eykst við beygju, jafn- framt því sem stöðugleikinn minnk- ar. Stöðugleiki hnésins er m. a. háður sterkum liðböndum, sem liggja bæði utan við hné og inni í því. Helstu liðböndin eru: 1. Innra hliðarband (ligamentum collaterale mediale). Þetta liðband skiptist í grunnan og djúpan hluta. Innri liðþófinn festist við djúpa hlut- ann og rifnar oft við áverka á lið- bandið. Djúpi hluti liðbandsins er strekkt- ur þegar rétt er úr hnénu en grunni hlutinn er strekktur þegar það er beygt. 2. Ytra hliðarband (ligamentum collaterale laterale). Þetta band er strekkt þegar rétt er úr hnénu. Það festist ekki við ytri liðþófann, sem vegna meiri hreyfanleika skemmist mun sjaldnar en innri I-iðþófinn. 3. Fremra krossband (ligamentum cruciatum anterius). Þetta band gengur frá condylus femoris lat. og festist að framan í area intercondy- laris ant. á sköflungnum framan til. Það er mjög mikilvægt fyrir stöðug- leika í hnénu. Fremra krossbandið rifnar oftar en aftara krossbandið. 4. Aftara krossband (Iigamentum cruciatum posterius). Þetta band gengur frá condylus femoris medialis og festist aftan til á sköflunginn á area intercondylaris post. Liðpokinn og liðböndin sem styrkja hann að aftan (ligam. popli- teum obliquum) auka á stöðugleika hnésins. Vöðvar og sinar sem liggja umhverfis hnéð auka enn á styrk- leika og stöðugleika hnésins. Að framan er m. quadriceps, að aftan m. semimembranosus, m. popliteus og m. gastrognemius. Að innanverðu m. sartorius, m. gracilis og m. semi- tendinosus og að utanverðu m. biceps fcmoris og tractus iliotibialis. Saga Hnéliðurinn er sá liður í líkamanum sem oftast verður fyrir áverkum og sjúkdómum. Sjúklingar leita venju- lega læknis annað hvort vegna verkja eða óstöðugleika í hnénu (hnéð svík- ur eða lætur undan). Mikilvægast er að greina á milli hvernig og hvenær einkenni hófust t. d. eftir meiðsli (brot, liðbandaáverkar, liðþófa- áverkar) eða hægt og sígandi (lið- bólgur o. fl.). Einkenni frá hné geta komið fram við sjúkdóma annars staðar í líkam- anum. Því er mikilvægt að spyrja sjúklinginn nákvæmlega um almenn einkenni, svo sem þreytu, slappleika, megrun, sýkingar o. s. frv. Við verki í hné er oft nauðsynlegt að skoða mjaðmarliðinn, í mörgum tilfellum með röntgenmyndum. Stundum eiga verkir í hné upptök í mjaðmarliðnum (referred pain) svo sem við mb. perthes, mjaðmarbrot, kastlos og slitgigt í mjöðm. Klinisk skoðun 1. Útlit. 2. Þreifing. 3. Stöðugleiki. 4. Hreyfiferill. 5. Snúningspróf. 1. Útlit (inspection). a) Helti, göngulag. b) Fyrirferðaraukningar. Einkum við bólgubreytingar, (t.d. bursitis prepatellaris, æxli t.d. ganglion í meniscus lat.). Baker-cysta í hnés- bót. c) Stöðuskekkjur. Varus eða valgus. Valgus hné er venjulega af óþekktri orsök hjá börnum eða vegna bein- kramar. Hjá eldra fólki er valgus eða varus hné jafnaðarlega merki um slit- gigt. Yfirrétting (hyperextension) er oft merki um áverka á aftara kross- band og aftari hluta liðpoka. Getur þó verið meðfætt (genu recurvatum). Réttihindrun (extensionsdefekt), venjulega einkenni um áverka á lið- þófa. 2. Preifing (palpation). a) Húðhiti. Vægt aukinn húðhiti við liðbólgur svo sem iktsýki. Húðhiti getur verið verulega aukinn við ígerð í liðnum. LÆKNANEMINN 36. árg. 27

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.