Læknaneminn - 01.01.1983, Blaðsíða 30
b) Vökvi í lið (hydrops). Greina má
jafnvel óverulega vökvaaukningu í
hné er hnéskel flýtur þegar þrýst er á
hana (patella-tap eða-dans). Vökvi í
lið er einkenni um ósérhæfða lið-
pokabóigu sem aftur er einkenni
fjölda hnésjúkdóma.
Rannsókn á liðvökvasýni gefur
mikilvægar upplýsingar.
c) Vöðvasyturkur. Einkum er um að
ræða styrkleika á m. quadriceps.
Mæla á ummál læris 10 og 15 cm.
ofan við liðbil og bera saman við
heilbrigða hnéð. Hægt er að meta
réttikraft hnés kliniskt eða með þar
til gerðum mæli (dynamometer).
Meta á vöðvaþéttleika við isometr-
iskan samdrátt.
Við fjölmarga hnéáverka og sjúk-
dóma rýrnar m. quadriceps hratt.
Quadriceps rýrnun er mjög algengt
einkenni með hnésjúkdómum.
d) Eymsli. Eymsli yfir liðbili eru oft
einkenni um iiðþófaáverka. Eymsli
yfir liðböndum eða liðbandafestum
verða oft við áverka á liðbönd. Oft
eru eymslin meiri sé liðbandarifan
ófullkomin (subtotal), en við full-
komna liðbandarifu.
Randeymslin utanvert eða innan-
vert við hnéskel. Þetta er einkenni
um chondromalacia patellae.
Bankeymsli eða þrýstieymsli yfir
hnéskel. Oft einkenni um chon-
dromalacia patellae eða slitgigt í
femoro-patellar lið.
Eymsli yfir neðsta hluta hnéskeljar
getur verið við mb. Sinding-Larsen-
Johansson.
Preifieymsli yfir tuberositas tibiae
verður oft við mb. Osggod-Shlatter,
eða við afrifu þar.
3. Stöðugleiki
Stöðugleikaprófun er nauðsynlegur
þáttur í kliniskri skoðun, einkum eft-
ir áverka. Bera á saman prófun á
báðum hnjám. Sökum verkja getur
stöðugleikaprófun verið erfið eða
ómöguleg. Pá er nauðsynlegt að
svæfa eða deyfa sjúklinginn til að
ganga úr skugga um stöðugleika
hnésins.
Ætíð skal líta á hnéáverka með
blæðingu í liðinn (haemarthrosis)
sem alvarlegan þar til annað sannast.
Nauðsynlegt er að greina liðbanda-
áverka í hné innan 8-10 daga eigi
möguleikar á aðgerð að vera góðir.
a) Medial óstöðugleiki. Petta er
merki um áverka á innra hliðarbandi.
Sé hnéð óstöðugt innanvert (med.) í
vægri beygju (20-30°) er innra hlið-
arband rifið, annað hvort djúpi hlut-
TAFLA I
ÚTLIT SEIGJA H. BLK. um. BAKTERÍUR LIÐ/BLÓÐ -SYKUR KRISTALLAR
EÐLIL. LIÐUR strá- gulur, tær eðlil. < 0.2 > 75%
EFTIR MEIÐSLI blóö- litað eðlil. 0.2-2 T > 50%
BAKTERÍU- ÍGERÐ grágrænn grugg minnkuð 30-100 + < 50% -v
BERKLA- Igerð gulur grugg minnkuð 10-100 + < 50% +
LIÐAGIGT gulur oft grugg minnkuð 1-50 -r > 50% -r
REAKTIV LIÐBÓLGA gulur tær eðlil. 0.2-10 + > 50% +
KRISTALLA grugg LIÐBÓL.GA minnkuð 10-100 + > 50% +
28
LÆKNANEMINN ‘-4/u*. - 36. árg.