Læknaneminn - 01.01.1983, Page 38

Læknaneminn - 01.01.1983, Page 38
Línuritið sýnir hlutfall þeirra klæðaburðaratriða sem var ábóta- vant. Hver punktur sýnir meðaltal 5 daga. A B A þessum atriðum, en framkvæmdin var með þeim hætti aö í hvert sinn og vistmaðurinn sýndi viöleitni til að bæta frammistöðu sína í einhverju atriöanna, var honum afhentur til- tekinn fjöldi tákna. Eftir því sem á Ieið voru þær kröfur sem gerðar voru til vistmannsins smám saman auknar. Þegar hann var búinn að ná full- komnu valdi á þeim eða farinn að framkvæma þau á æskilegan hátt, var fjöldi þeirra tákna sem hann fékk fyrir hin ýmsu atriði smám saman minnkaður. Að lokum leysti hrós o.þ.h. táknin af hólmi. Athuganir Eftir að atriði atferlisþáttanna höfðu verið skilgreind, urðu þau grundvöll- ur athugana áður en meðferð hófst, á meðan og eftir að henni lauk. Starfs- maður á vakt sá um að fylla út athug- unareyðublöðin, en athuganir á borðsiðum fóru fram á morgun-, há- degis- og kvöldverðartímum og athuganir á klæðaburði fóru fram þrisvar á dag á tilgreindum timum. Athuganir á eldhússtörfum, þrifum í herbergi og á baði fóru fram þá daga sem vistmaðurinn átti að sjá um þessa þætti, en umgengni í herbergi og á baði var hins vegar athuguð annan hvern dag. Rannsóknarsnið Rannsóknarsniðið var svokallað ein- staklingsrannsóknarsnið, og var að venju byrjað á því að athuga atferli mannsins í nokkurn tíma áður en meðferð hófst. Þetta tímabil nefnist grunnlína: A, og gegnir tvenns konar hlutverki (Kazdin 1978). í fyrsta lagi að gefa upplýsingar um hegðun við- komandi án nokkurra aðgerða og hve alvarlegt vandamálið er. I öðru lagi að spá fyrir um atferli í nánustu framtíð komi meðferð ekki til. Beri meðferð árangur ætti atferlismynstr- ið að víkja frá forspánni eins og sjá má á mynd 1. Athuganir halda síðan áfram meðan á meðferð stendur og er sá hluti rannsóknarsniðsins nefnt B stig. Á mynd 1 sést einnig að atferl- ið verður strax stöðugt eftir að með- ferð hefst og helst þannig meðan á henni stendur. Kazdin nefnir, að þegar stöðugleiki hefur náðst, megi hætta meðferð til að sjá hvort atferlið haldist óbreytt eða ekki. Þannig er einnig hægt að athuga hvort hið upp- haflega grunnlínumynstur haldi áfram eða ei. Þar sem grunnlínan er mælikvarði sem við notum til þess að meta áhrif meðferðar, er mikilvægt að hún verði stöðug áöur en meðferð hefst. Með stöðugleika er átt við að frávik frá grunnlínu spanni ekki meira en 5% (Hersen & Barlow 1976). í klínísku starfi er reyndin hins vegar oftast sú að grunnlínan tekur á sig einhverja aðra mynd (sbr. myndir 1,2, og 3) og hafa komiö fram tillögur um aðferðir og sérstakar reglur um hvernig taka megi á hinum ýmsu frávikum sem fram geta komið í grunnlínuathugun (Hersen & Barlow 1976). Á mynd 2 er grunnlína stöðug fyrstu tíu daga athugunarinnar, en gefur síðan til kynna versnandi at- ferli. Almenna reglan er að líta svo á að svona grunnlína skapi ekki vanda- mál, ef sú meðferð sem á eftir kemur breyti atferli í gagnstæða átt. Hafi meðferð neikvæð áhrif og línan stíg- ur getur verið erfitt að meta áhrif hennar út frá svona grunnlínu. í slík- um tilvikum er erfitt að greina hvort um áframhald á grunnlínumynstrinu er að ræða, eða hvort meðferðin hef- ur áhrif á þá stefnu sem línuritið tekur í B-hlutanum. Á mynd 1 sést dæmi um óstöðuga grunnlínu. Ein leið til að fást við grunnlínu sem þessa ereinfaldlega sú að halda athugunum áfram þangað til stööugleiki kemur fram. í klínísku starfi getur verið siðfræðilega órétt- mætt að draga meðferð á langinn til þess eins að fá fram stöðuga grunn- línu. Að auki má nota tölfræði til þess að bera saman A og B-hluta, 36 LÆKNANEMINN ‘-‘/...j - 36. árg.

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.