Læknaneminn - 01.01.1983, Qupperneq 43
Meö læknunum fór ég í nokkrar vitj-
anir inn á heimili.
Frá B.S. er séö um bedúínana
sem búa úti í eyðimörkinni. Nokkur
þúsund bedúínar búa þar enn, en
margir eru þó fluttir úr tjöldunum í
hús sem eru byggð fyrir fólkið. Á
hverjum degi fer sendiferðabíll með
hjúkrunarkonu og leitar uppi börn
sem hafa legið á spítalanum en ekki
verið komið með í eftirlit á réttum
tíma. Ég fór með þessum bíl einn
dag og var sú ferð ógleymanleg. Það
var alveg sama hversu eyðileg híbýl-
in litu út þegar við komum að: þegar
við fórum var allt orðið fullt af börn-
um, sem kíktu á þetta skrýtna fólk.
Við heimsóttum nokkrar fjölskyldur
þ. á m. eina konu sem var no. 3 og
eiginmaðurinn enn hamingjusam-
lega giftur tveim þeim fyrri. Aðra
sáum við sem átti 9 börn og var
maðurinn nýfarinn frá henni fyrir
eina unga. Var sú fyrri eftir allslaus
og alveg komin upp á ættingja. Ef
Múhameðstrúar maður vill skilja við
konu sína þarf hann bara að tilkynna
henni það þrisvar og á konan þá
bara það sem hún stendur í þá
stundina. Þetta skýrir hvað bedúína-
konurnar báru mikla skartgripi á sér
öllum stundum. Alls staðar var tekið
vel á móti okkur og veitt dísætt te eða
kaffi, en það sem ég sá þarna var
mjög ólikt því sem við sáum annars
staðar í ísrael.
Það er auðvelt að ferðast um
Israel að flestu leyti og kemur margt
til. Flest skilti eru á þrem tungumál-
um, hebresku, arabísku og ensku.
Flestir landsmenn tala ensku og eru
viljugir að hjálpa, þó sumir um of eins
og gengur. ísraelsmenn vilja sýna
útlendingum landið og að sjálfsögðu
kynna málstað sinn um leið.
ísrael er lítið land og syðri helm-
ingur þess er eyðimörk þar sem litið
annað en bedúína er að sjá. Mest öll
byggð og athyglisverðir staðir eru
því á litlu landsvæði í norðurhlutan-
um. Að keyra eftir landinu endilöngu
tekur aðeins um 10 klst. í rútu og um
3 klst. þvert yfir landið þar sem það
er breiðast. Að ferðast með rútum í
ísrael er ódýrt og handhægt, því
tíðar ferðir eru milli helstu borga.
Helst er að ísraelsmenn, sumir
a. m. k., virtust halda að því hraðar
sem fólk færi inn í rútu, því fleiri
kæmust með. Sérstaklega mikill
troðningur var eftir sólarlag á laugar-
dögum þegar margir voru að fara til
síns heima eftir shabbath. Þá var
bara að berast með straumnum og
vonast til að lenda inni í rútunni.
Einu sinni þegar ég beið eftir rútu í
Jerúsalem ákvað ég að skjótast með
póstkort í póstkassa sem var þarna
nálægt. Skildi töskuna eftir til að
halda mínum stað í röðinni og hljóp
burt. Þegar ég kom aftur var hálfgerð
upplausn á staðnum og mér var bent
á að svona gerði maður ekki í ísrael.
Af hverju? Jú, pakki, sem er skilinn
eftir, sérstaklega í fjölmenni, er mjög
grunsamlegur, gæti verið sprengja.
Fólkinu fannst ég bara ekki vera
skæruliðaleg í útliti, drullug og þreytt
eftir rölt um borgina, hver veit hvað
hefði annars orðið um töskuna mína.
Við fórum i mjög skemmtilega ferð
um N-ísrael, með 20 öðrum lækna-
nemum; þessi ferð var á vegum
ísraelskra læknanema. Við keyrðum
að landamærum Líbanon og ísrael í
norðri og um Golan hæðirnar að
landamærum Sýrlands. Leiðsögu-
maðurinn benti okkursamviskusam-
lega á öll neðanjarðarbyrgi Sýrlend-
inga þar og taldi upp alla kibbutza og
þorp sem hefur verið ráðist á. Við
fórum líka að uppsprettum árinnar
Jórdan og böðuðum okkur tvisvar í
henni, í anncð sinn í sundlaug sem
var byggð fyrir sýrlenska liðsforingja.
Einnig flutum við á Dauðahafinu og
reyndum að ganga á Genesaret
vatninu. Um nóttina sváfum við á
grýttri strönd við Genesaretvatnið og
hef ég vissulega átt þægilegri nótt,
en kannski ekki eftirminnilegri.
Það er víða mjög fallegt í nyrðri
hluta ísrael, og mikill munurá því og
eyðimörkinni í suðri.
Matur var eitt af því sem vafðist
fyrir okkur þarna. Spítalamaturinn
var eins og annar mötuneytismatur,
maður varð a. m. k. saddur, Þegar
við vorum að ferðast og þurftum að
velja eitthvað af matseðli versnaði í
því. Þær helgar sem við vorum í
Jerúsalem voru eingöngu araba-
matstaðir opnir. Þar buðust hinar
ýmsu tegundir heila og annarra inn-
yfla í stöppu en einnig ,,kebab“ á
ýmsu formi og undirýmsum nöfnum.
Á götum var svo selt (og mikið
borðað af okkur) Falafel, þ. e. pítu-
brauð fyllt djúpsoðnum kryddkúlum,
grænmeti og sósu. Svo var kúnstin
að borða hraðar en sósan bleytti
brauðið og fór að leka út; það tókst
með æfingu. Eitt sinn gerðum við
veitingamann í hinni heilögu borg
orðlausan: við báðum um pizzu með
skinku (grísir eru óheilög dýr) eða
nautakjöti (mjólkurvara+kjötvara=
óguðleg fæða). Það stendur víst á
fyrstu síðum gamla testamentisins
að ekki skuli elda kálfinn í mjólk
móðurinnar. Afleiðing þessa er, að 6
klst. þurfa að líða milli neyslu mjólkur
og kjöts. Tvöfalt leirtau þarf að vera
til fyrir kjöt og mjólk, og í eldhúsum er
uppþvottaaðstaða í tvennu lagi.
Okkur fannst þetta vera að gera ein-
faldan hlut flókinn.
ísraelsmenn áttu í stríði þegar við
vorum þarna og urðum við þess
varar á margan hátt. Herskylda er 3
ár fyrir karlmenn og 2 ár fyrir konur
og eftir það 1 mán. á hverju ári fyrir
karlmenn. Arabar eru þó ekki í hern-
um. Mikið er af hermönnum á ferli,
margir vopnaðir; þó voru fáir á varð-
stöðu, virtust frekar vera á leið úreða
í vinnu. Við vöndumst þeim fljótt og
hættum að taka eftir þó nokkrir vopn-
LÆKNANEMINN '-4/,b»3 - 36. árg.
41