Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Page 9

Ferðir - 01.06.1993, Page 9
F E R Ð I R 9 / Skjaldahjarnarvík. Ferðafólk og rekaviður í fjfíru. (Ljósm. Magnús Guðmundsson) Hafði Gísli fyrir satt að bóndi á staðnum hefði barið harðfisk á duflinu vetrarlangt án þess að kæmi að sök. Svo var það einn góðan veðurdag um hásláttinn. að duflið sprakk óforvarandis. Ekki varð það mönnum að skaða en eitthvert tjón á bæjarhúsum, svo sem rúðubrot. Mesta áherslu lagði Gísli á að koma að leiði Hallvarðar Hallssonar frá Horni, sem er þarna í túni. Hann rifjaði upp heistu sagnir sem gengið hafa af Hallvarði, um ail hans, líkamsvöxt og kunnáttu, sem samtíðarmenn kölluðu galdur, hversu ötuil ferðamaður hann var og útbúnað hans í ferðum að vetrarlagi, að hann klæddist selskinnskufli. Gísli greindi frá því, að margir tryðu því fullurn fetum að Hallvarður væri eftir andlát sitt sérstakur hollvættur þeirra, sem byggju á eða ferðuðust um þessar slóðir. Avarpaði Gísli Hallvarð nokkrum orðum og bað heilla fyrir leiðangurinn, áður en hópur- inn sneri heim til tjaldanna, vermdur af síðdegissól. Aður en lagt var upp um morguninn hafði verið gert kunnugt, að um kvöldið ættu allir að njóta gestrisni heimamanna í kaffiboði hjá Ragnari Jakobssyni og Sjöfn Guðmundsdóttur konu hans. Engu að síður beið ferðalanganna ágætur kvöldverður hjá Guðrúnu ráðskonu. Ekki löngu eftir að honum lauk hélt hópurinn, dreifður nokkuð að húsi þeirra hjóna

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.