Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Page 10

Ferðir - 01.06.1993, Page 10
10 F E R Ð I R i Á rústum eyðibýlisins að Kirkjubóli við upphaf gönguferðar á Hrolleifsbarg mánudagsmorgun 13. júlí. (Ljósm. Magnús Guðmundsson) og settist að ríkulegu kaffiborði. Undu menn þar fram eftir kveldi við góðgerðir, gamanmál og glaðvært spjall einkum um ætttartengsl ýmiss konar, en frammi lágu ættfræðibækur um Strandamenn, svo sem Pálsætt og Ófeigsfjarðarætt. Einnig sýndi Sjöfn húsmóðir áhugasömum gestum húsið, en máttarviðir þess allir eru sagaðir úr rekaviði í sögunannyllu heimamanna. Sömuleiðis hafði panill í einu herbergi verið unninn úr rekaviði, en það þótti of dýrt og fyrirhafnarsamt, svo að aðkeyptur panill frá Finnlandi hafði meira verið notaður. Heimboðinu lauk svo með hóp- myndatöku af húsbændum og gestum þeirra í skini kvöldsólarinnar. Mánudagur 13. júlí. Fótaferð var samkvæmt venju kl 8 og morgungrautur kl. 9. Að þvi loknu tygjuðust menn til stórræða, því nú skyldi þreytt vafalítið erfiðasta gönguferð leiðangursins, allar götur upp á Hrolleifsborg í Drangajökli. Svo sem til að minna á alvöru þess að ganga á jökul var samkvæmt fyrir- mælum Gísla leiðsögumanns tekin með nælonlína löng og hvít til örygg-

x

Ferðir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.