Ferðir - 01.06.1993, Side 16
16
F E R Ð 1 R
Bœnhúsið í FurufirSi. (Ljnsni. Cuðmundur Gunnarsson)
snjóskaflar ríkjum. Sæmilega glögg gata er þó þarna, er rudd hefur verið
fyrr á árum og við hana standa vörður sem vísa göngumönnum veginn.
Þegar yl'ir skarðið er komið opnast sýn yfir Furufjörð. Hann mun hafa
þótt einna búsældarlegastur af fjörðum og víkum á Norður-Ströndum,
enda er eggslétt graslendi og iðjagrænt í dalnum sem upp frá firðinum
gengur. Gjaman var víst fleirbýli á einu bújörðinni þar, sem var við fjarð-
arhornið að norðanverðu. Landkostir eru líka snöggtum meiri en t.d. í
Þaralátursfirði, áðurnefnt graslendi ólíkt loðnara og blómlegra en þar.
Þegar sjón gaf yfir fjörðinn fóru göngumenn að ræða um, hvar Jakob
Kárason hefði valið liði sínu náttstað. Sannspár reyndist sá sem var hon-
um nákomnastur og kunnugastur, að Jakob hefði ekki látið slysavarnar-
skýli ónotað sem stendur við sama fjarðarhomið og eyðibýlið en spöl-
korn lengra til norðvesturs. Varð enda fljótlega séð í sjónauka, að fólk
var ferli við skýlið. Göngumenn þrömmuðu því áfram yfir graslendið.
óðu Furufjarðarósinn við bæjarstæðið og lituðust þar um. Síðan áfram að
slysavarnarskýlinu og höfðu tal af fbúum þar.
Sá sem þetta ritar sneri aftur á bæjarstæðið að skoða betur það sem þar
var að sjá. Þrjú hús eru þar uppistandandi, íbúðarhús, geymsluhús og