Ferðir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Ferðir - 01.06.1993, Qupperneq 25

Ferðir - 01.06.1993, Qupperneq 25
F E R Ð I R 25 Horft afsandsléttunninni ofan og anstan Dyngjufjalladals suðaustur til Dyngjufjalla. Niður- gönguleiðin er rétt /uvgra megin við fönnina sem sést efst til vinstri. (Ljóstn. Ingvar Teitsson) komu akandi frá Dreka með viðlegu- búnaðinn. Tjölduðum við um nótt- ina í dalbotninum og fórum síðan morguninn eftir að leita að skálastæði. Leist okkur þá best á móbergsklöpp vestan árinnar, um I km norðan hryggjarins sem við gengum niður í Dyngjufjalladalinn. Þegar leitinni að skálastæði var lokið, ókum við norður úr Dyngju- fjalladal áleiðis í Suðurárbotna. Var fallegt útsýni á leiðinni til fjalla eins og Herðubreiðar, Kollóttudyngju, Herðubreiðarfjalla, Hvammsfjalla, Blá- fjalls og Sellandafjalls. Vegalengdin eftir slóðinni frá fyrirhuguðu skála- stæði niður að efstu lindunum í Suðurárbotnum reyndist 22-23 km. Þaðan eru svo 7 km niður að gangnaskálum Mývetninga á Stóruflesju við Suð- urá. Er því í lengsta lagi að ganga á einum degi úr Dyngjufjalladal á Stóruflesju enda þótt þetta sé gott gönguland og mishæðalítið. I skálunum á Stóruflesju geta 14 manns gist í kojum og auk þess eru dýnur á gólfi fyrir tvo, alls 16 manns. Þess ber að geta að vegurinn um hraunið rétt ofan Suðurárbotna, svo og vegurinn um Suðurárbotnana sjálfa, er hið versta torleiði og rétt jeppafær í þurru. Frá skálunum á Stóruflesju eru um 8 km eftir bílslóðinni í Svartárkot.

x

Ferðir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.