Ferðir


Ferðir - 01.06.1993, Síða 40

Ferðir - 01.06.1993, Síða 40
40 F E R Ð I R / Arsskýrsla Bræðrafellsnefndar 1992 Vinnuferð var farin um vorið sömu helgi og farið var í Þorsteinsskála og Dreka. Fjórir fóru í ferðina á góðum jeppa með kunnugum bflstjóra og er slíkt gott í svona ferð. Haldið var rakleitt að uppgöngu við Herðubreið, en gengið þaðan í skálann með þungar byrðar og komið þangað er liðið var á nóttu. Eftir góða hvíld var tekið til hendi, því að ýmsu var að huga eftir veturinn, fúavarið, málað, þrifið og lagað. Gömul hurð og fleira sagað í eldinn og afgangs timbur notað til að endurnýja stiga o.fl. Nóg er af uppkveikju en kol þarf að endur- nýja fljótlega. Kamarinn var orðinn nokkuð sandblásinn og var hann fúavarinn og síðan bornar á hann 2 umferðir af þekjandi efni, svo hann leit vel út þegar við fórum en eftir er að vita hvernig efnið reynist. Fleki við útidyr var fokinn um 50-60 m norður í hraunið og er hann þó nokkuð þungur, svo eitthvað hefir rokið verið. Komið var með fleiri ullarteppi til hlífðar dýnum og sem ábreiður. Mála þarf veggi að utan næsta sumar og lagfæra ofninn eða fá nýjan en hann er illa sprunginn. Vatnsbrúsar utan á húsinu voru sprungnir eftir frostið og þyrfti að losa þá á haustin. Vonandi verður skálinn betur nýttur ef gönguferðir um Odáðahraun verða vinsælar á næstu árum. F.h. Bræðrafellsnefndar Magnús Guðmundsson S Arsskýrsla gönguleiðanefndar FFA 1992 Á aðalfundi FFA vorið 1992 urðu talsverðar umræður um gönguleiðir og byggingu gönguskála á vegum félagsins. í maí 1992 tilnefndi svo stjórn FFA fimm menn í gönguleiðanefnd og eru þeir þessir: Ingvar Teitsson, formaður, Árni Jóhannesson, Jakob V. Kárason, Jón Dalmann Ármannson og Þór Þor- valdsson. Nefndin hélt sjö fundi á árinu þar sem rætt var m.a. um byggingu göngu- skála í Odáðahrauni og gönguleiðir á þeim slóðum. Dagana 14.- 16. ágúst fór fimm manna hópur á vegum nefndarinnar að kanna gönguleið yfir Dyngjufjöll frá skálanum Dreka um Öskju og Jónsskarð yfir í Dyngjufjalladal. í þessari ferð fannst heppileg gönguleið norðvestur úr Jónsskarði niður í Dyngjufjalla- dal. Einnig fannst hentugt stæði fyrir gönguskála á vesturbakka árinnar í Dyngjufjalladal, norðarlega í dalnum. I þessari ferð var einnig skoðuð göngu- leiðin úr Dyngjufjalladal um Suðurárbotna í Svartárkot. I samvinnu við stjórn FFA var sótt um byggingarleyfi fyrir gönguskála í

x

Ferðir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.