Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 LÍF&STARF Þátturinn verður helgaður kveðskap eftir Orm Ólafsson (1918-2012). Ormur var eitursnjall hagyrðingur, í hæsta máta gamansamur og glettinn. Lengi gegndi hann trúnaðarstöðum í Kvæðamannafélaginu Iðunni. Kvæða- maður góður enda búinn einkar fagurri söngrödd. Ólafur, sonur hans, miðlaði mér gamansömum brag um hestamennsku föður síns, þótt enginn vissi til mikillar ástríðu Orms til hrossaræktar né reiðmennsku, þá gildir það einu, efnistökin og bragvísin er slík að ekkert má að neinu finna: Ég hef fengið mér fínan hest og fákurinn nefnist Haki. Þægilegheitin þekki best þegar ég tolli á baki. Um uppruna Haka aðeins veit að ættin mun norðlensk vera. Átthagafjötra ungur sleit ástmögur villtra mera. Ólmari fola aldrei leit allur í góðu standi. Margur var þó í minni sveit maðurinn velríðandi. Heyrði ég sagt um hófagölt að heiðarvötn kynni svamla, með ljómandi fagurt limabrölt, -líkastur Sleipni gamla. Þó hesturinn sýndist hafa sál og Haki sé manni líkur, sendur var hann um sumarmál suður til Reykjavíkur. Á örlögum verður aldrei stans, enginn fær ráðið sínu, þó líklega yrði lánið hans að lenda í klofi mínu. Á víðáttum Haki valdi strá, vandur að bragði grasa, en mátti vart unga meri sjá, -minnti á Skarða-Nasa. Í skammdegisferðum skeður flest ef skeiðið er lækjarbakkinn. Í reiðtúrum mínum reyndist best að rígbinda sig í hnakkinn. Ef renni ég burt úr Reykjavík og ríði með tauma slaka, reiðtygin verða rusli lík og rasssár ég kem til baka. Óhappaslysin urðu stór, ýmislegt hendir slíka, úr reiðbuxum mínum rassinn fór og rifbrotnað gat ég líka. Það verður lengi þyngsta raun að þurfa að sitja á Haka. Með sýnileg meiðsl og sálarkaun, -sífellt er mér að hraka. Oft hefur gleði eyðilagt ólgandi skap og þykkja, þó er nú ekki þar með sagt að þetta sé húðarbikkja. Geta má þess, ef gerir byl ganga mun flest úr lagi, því heyleysi mitt að hausti til hlaut nú að reynast bagi. Vafstra í þessu varð um sinn, vandræðum mátti flíka, og til þess að hýsa hestinn minn húsnæði þurfti líka. Endalok þessa urðu slík öruggt sem talist getur, að herbergi eitt á Hótel Vík hef ég til leigu í vetur. Áhyggjur mínar enginn sér, einstaka hugró sýndi, þó skapsemi gerði skepnan mér er skeifunum öllum týndi. Og fótsár er orðinn folinn minn, fæstum er nú að gagni. Fákinn ég hýsi fyrst um sinn og ferðast í strætisvagni. Framhald í næsta vísnaþætti. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com MÆLT AF MUNNI FRAMSnjór í sauðburði Tíðarfarið í maí hefur ekki verið hagstætt fyrir sauðburð. Kalt var í veðri og víðs vegar um land fór að snjóa, vetrarfærð var á fjallvegum norðan- og austanlands. Hér má sjá Heklu Lind Jónsdóttur, sem var í sauðburði á Neðri- Brunná hjá ömmu sinni og afa, Margréti Kristjánsdóttur og Þresti Harðarsyni, í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Hafði hún mótað snjókall þann 16. maí, sem enn fremur var fyrsti dagurinn sem bændurnir sáu færi á að setja lambfé út eftir maíhretið. Voru þau þá með 200 bornar ær enn inni og þröng var orðið á þingi. Mynd / Díana Rós Þrastardóttir Notalegheit Eftir ærsl og leiki dagsins er gott að kúra saman og hvíla sig fyrir komandi fjör. Mynd /Ragnar Þorsteinsson Karl, Camilla og Díana Hér má sjá Guðna Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra, ásamt dótturdætrum sínum, Eik og Evu. Guðni heldur í forystuá sína, Flugfreyju, sem fædd er Skúla Ragnarssyni á Ytra-Álandi. Þegar Guðni eignaðist ána var flogið með hana suður og býr hún nú á Stóru-Reykjum í Flóa hjá þeim Geir Gíslasyni og Aldísi Þórunni Ragnarsdóttur. Í vor, nánar tiltekið á krýningardegi Karls Bretakonungs, eignaðist Flugfreyja þrjú lömb. „Fyrstur kom Karl konungur í mórauðri skikkju með hvíta krúnu á höfði, svo Camilla í svartri skikkju með hvíta krúnu og svo þriðja lambið, hún Díana sem er óskaplega sæt móflekkótt,“ segir Guðni, en hér heldur Eik á Karli og Eva á Díönu. „Díana er drottning í hugum Íslendinga. Camilla galt fyrir fláræðið og var sett undir aðra móður en Karl og Díana verða með móður sinni og nú vaknar spurningin hvort hún rækti forystuhæfileikann til jafns við móður sína,“ segir Guðni, en faðir lambanna er Fjalli frá Hárlaugsstöðum. Mynd / Páll Imsland Mjá „Ekki dirfast að trufla mig,“ gæti þessi ferfætti nautnaseggur verið að hugsa. Mynd / Páll Imsland Vinátta Hér eru góðir félagar, þau Tara og Jökull, sem nutu vorsins og veðurblíðunnar í Sýrnesi í Aðaldal. Mynd / Ragnar Þorsteinsson Fyrstu skrefin Ugluflott frá Sýrnesi í Aðaldal, nefnd eftir foreldrum sínum, að sýna frumburðum sínum, móbotnóttri gimbur og svarbotnóttum hrút, veröldina, sólarhring eftir að þau fæddust. Mynd /Ragnar Þorsteinsson Haldið undir skírn Óvígður séra Arnór Dagur Árnason skírði hrútlambið hans Ármanns Inga Árnasonar. Fékk lambið nafnið Klaki enda fæddist það í hríð og kulda frá bændunum Jónda og Heiðu í Bræðrabrekku. Mynd / Hildur Ingadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.