Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 VIÐTAL Hjónin Ásmundur Lárusson og Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir hafa verið í búskap síðan 1995. Nú er sonur þeirra, Hannes Orri, kominn inn í búreksturinn og á þriðjung búsins á móti foreldrum sínum. „Ég var búinn að ákveða þegar ég byrjaði í búskap 25 ára gamall að ég ætlaði að hætta um fimmtugt. Ég er 53 í dag og ekki enn hættur,“ segir Ásmundur. Ásmundur ólst upp á Selfossi, en hafði alltaf hug á að verða bóndi. „Ég byrjaði í sveit á Hlemmiskeiði 1 tíu ára gamall og var til sautján ára aldurs,“ segir hann. Matthildur, eiginkona Ásmundar, er frá Hlemmiskeiði 2, sem er steinsnar frá. Hjónin sem Ásmundur var í sveit hjá buðu þeim að taka jörðina sína á leigu árið 1995 og hófu þau sinn búskaparferil á sömu torfu og foreldrar Matthildar. Ásmundur og Matthildur voru þá með átján kýr og 70 þúsund lítra framleiðslurétt. Ungu hjónin unnu bæði úti meðfram búskap, Matthildur sem leikskólastjóri og Ásmundur sem smiður. Framtíðaráætlanirnar byggðust á því að kaupa Hlemmiskeið 1 og byggja þá jörð upp. Þau reistu sér nýtt íbúðarhús á meðan eldri hjónin bjuggu áfram í sínu húsi. Enn fremur keyptu þau allar vélar og skepnur, en gerðu fimm ára leigusamning fyrir útihúsunum, jörðinni og kvótanum. Að fjórum árum liðnum gerðu þau kauptilboð sem var hafnað. Þá vildi svo til að ríkisjörðin Norðurgarður losnaði til ábúðar, sem þau sóttu um og fengu. Rétt rúmir tveir kílómetrar eru á milli Hlemmiskeiðs og Norðurgarðs í beinni loftlínu. Keyptu jörðina 2009 Eftir að hafa leigt Norðurgarð af ríkinu í áratug keyptu Ásmundur og Matthildur jörðina árið 2009. Ári síðar stofna þau einkahlutafélag í kringum reksturinn sem hafði að hluta til verið til að liðka fyrir kynslóðaskiptum. Hann segir mikla vöntun á leiðsögn og upplýsingum fyrir bændur sem eru að færa búreksturinn yfir til yngri kynslóðar. Ásmundur segist hafa leitað upplýsinga víða og enginn aðili hafi getað sagt skýrt hvaða leið væri farsælust. „Ég fékk upplýsingar frá ráðunautum og bændum sem hafa gert þetta áður. Svo veit maður ekki hvort það sé endilega rétta lausnin.“ Hefði átt að fá róbót fyrr Þegar þau fluttu að Norðurgarði árið 1999 var þar 32 kúa fjós. Árið 2004 breyttu þau fjósinu í lausagöngufjós og fjölguðu básunum. Þá voru mjaltaþjónarnir nýlega komnir á sjónarsviðið en þau ákváðu að nota mjaltabásinn sem var í fjósinu fyrst um sinn, en hann var í grunninn frá 1986. „Ég var alltaf með það í huga að setja inn róbót og var að kljást við þá ákvörðun til ársins 2015. Mér fannst þetta dýrt í innkaupum og dýr rekstur á þessu. Nú sé ég eftir að hafa ekki gert það miklu fyrr, því ég var orðinn þreyttur. Þegar ég var farinn að mjólka 65 kýr var ég upp undir sex tíma í mjöltum á dag,“ segir Ásmundur. Hann segir starfsumhverfið vera allt annað en það var áður og nú gefist tími til að sinna verkefnum sem sátu áður á hakanum. Nú sé hægt að sitja yfir gögnum í tölvunni, velta fyrir sér öllu sem kemur að heilbrigði og svo framvegis á meðan mjaltaþjónninn mjólkar. Enn fremur segir Hannes Orri tilkomu mjaltaþjónsins hafa aukið áhuga sinn á að taka við búinu. Hann útskrifaðist úr búfræði á Hvanneyri árið 2018 og hefur starfað við búið síðan þá. Spurði Sölufélagið hvað vantaði Árið 2020 keyptu þau jörðina Andrésfjós, sem er á sömu torfu og Norðurgarður. Sú jörð er 165 hektarar og fengu þau gott ræktarland. Jafnframt fylgdu kaupunum íbúðar- hús sem Hannes Orri og Marta Stefánsdóttir, kærasta hans, búa í. Enginn framleiðsluréttur var á jörðinni. „Við skuldsettum okkur alveg upp í rjáfur þegar við keyptum þessa jörð,“ segir Ásmundur og fóru þau því í grænmetisrækt til að afla frekari tekna. Ásmundur sá að þetta hentaði sérstaklega vel með kúabúskap þar sem helstu álagstímar skarast ekki. „Við byggðum létt gróðurhús og sáum í það um miðjan apríl. Síðan er maður að setja kornið niður um mánaðamótin apríl-maí. Í lok maí förum við að planta út grænmetinu og eftir það byrjar heyskapur. Síðan byrjar upptaka um miðjan júlí.“ Ásmundur hafði samband við Sölufélag garðyrkjubænda og spurði hvaða tegundir vantaði á markað. Þar fékk hann þau svör að helst væri þörf á spergilkáli (brokkólí) og blómkáli. Það er því stór hluti af þeirra ræktun, en jafnframt eru þau með hvítkál og rauðkál í minna magni. Heildaruppskeran árið 2022 var nálægt 30 tonnum. „Það fer ekkert til spillis hjá okkur. Það grænmeti sem við hendum frá okkur fer allt í kýrnar.“ Uppskerutími spergilkáls er nokkuð stuttur og geymsluþol fimm til sex vikur. „Þú getur verið að fá fyrstu uppskeru um miðjan júlí og svo endist tímabilið út október í besta falli. Þá er uppskeran búin og spergilkálið geymist ekki lengur,“ segir Ásmundur. Önnur saga er með hvítkál, sem geymist allan veturinn. Ekkert uppgrip „Þetta er mannfrekt, þannig að launakostnaðurinn er mjög hár í þessum bransa og það varð minna úr hagnaði í þessu en vonir stóðu til,“ segir Ásmundur. Þegar grænmetið er sett í garðana þarf sex manns til að verkið gangi á skikkanlegum hraða. „Gallinn við þetta er að það hefur ekki verið tími til að fara yfir girðingar og mála þök á húsum. Þetta tók í raun alla glugga og allt frí fauk út í veður og vind. Þetta er ekkert uppgrip og við vorum vöruð við því áður en við fórum í þetta,“ segir Ásmundur aðspurður hvort grænmetisrækt sé góð atvinnugrein. Þau hafi hins vegar átt flestan tækjabúnað og ræktarlandið hafi verið til staðar. Þær vélar sem upp á vantaði keyptu þau fyrir hagstætt verð og gróðurhúsið var ódýrt í smíðum þar sem þau sáu um alla vinnu sjálf. Ásmundur segir að með því að geyma grænmetið við eina gráðu endist það best. „Það er lykilatriði þegar við erum að taka þetta upp að keyra þetta sem fyrst heim og kæla strax – sérstaklega með spergilkálið.“ Til þess að hafa meira upp úr grænmetisræktuninni segir Ásmundur að það þyrfti að vera hægt að vélvæða og auka magn. Það eru til vélar sem taka upp grænmeti, en þær eru mjög dýrar og skera ekki eins vel og mannshöndin, sérstaklega þegar kemur að spergilkáli og blómkáli. Einingin þyrfti að vera mun stærri til að frekari vélvæðing myndi borga sig. Eins og staðan er núna þá eru þau búin að fullnýta þann mannskap og tíma sem þau hafa. „Ég er ekki að segja að verðið sé lágt fyrir neytandann, en það veitir ekki af því fyrir framleiðandann. Við erum ekki að ríða feitum hesti frá þessu.“ Kindur „áhættubúskapur“ Þegar þau keyptu Andrésfjós fylgdu 15 kindur með í kaupunum. Þau voru með þær í tvö ár. „Það er áhættusamt að vera með kindur og grænmeti hlið við hlið, því ef ein kind sleppur í grænmetisgarð er hún búin að eyðileggja hann á augabragði. Þetta var orðinn áhættubúskapur,“ segir Ásmundur. Hann bætir við að vinnuálagið hafi verið orðið ofboðslega mikið, enda sauðburður á sama tíma og þegar mest er að gera í grænmetisræktinni. „Svo vaknar maður við að eitthvað þarf að gefa eftir. Það þarf að breyta einhverju svo maður fari ekki í keng. Þegar þú ert að gera þetta fyrir heimilið þá er þetta farið að taka of mikinn tíma og þá er common sense að minnka vinnuna. Þetta er dýrt hobbí nema maður hafi brjálæðislegan áhuga á þessu. Við erum ekki alveg þar,“ segir Ásmundur. Norðurgarður og Eurovision Ásmundur hefur spilað nokkurt hlutverk í Eurovision-ferli Íslands, en dóttir hans er Árný Fjóla og er hann tengdafaðir Daða Freys. „Ég var þeim innan handar í leikmunagerð. Um leið og þau tóku fyrst þátt í Söngvakeppninni voru þau með ákveðnar hugmyndir um hvernig þau vildu hafa hlutina. Ég var að hjálpa þeim í að smíða fyrstu hljóðfærin, og svo auðvitað hringpíanóið. Við vorum að teikna þetta upp hérna á gólfinu til að sjá hvað þetta yrði að vera stórt, og svo þurfti að plögga þessu saman.“ Einingarnar voru þrjár og Ásmundur segir marga klukkutíma hafa farið í að finna góða útfærslu á að tengja hlutina saman. Hann bætir við að nær allt hafi verið endurnýtt sem notað var í hljóðfærin. Til að mynda var fyrsta hljóðfærið sem þau smíðuðu gert úr bjórkassa. Ásmundur tekur fram að allar hugmyndirnar hafi komið frá Árnýju og Daða á meðan hann hjálpaði þeim með útfærsluna. Ala grísi „Þegar við komum hingað 1999 var svínabú hér – bæði gyltur og grísauppeldi. Það var ekki beysinn búskapur á þeim tíma og ég ákvað strax að fara ekki í það,“ segir Ásmundur. Á Norðurgarði í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er rekið blandað bú með meiru. Stærstur hluti veltunnar kemur frá mjólkurframleiðslu, en á bænum er jafnframt grænmetisrækt, grísaeldi, kornrækt og skógrækt. Enn fremur eru nokkrir hestar og þar til fyrir stuttu voru örfáar kindur til heimabrúks. Ástvaldur Lárusson astvaldur@bondi.is Fjölskyldan í Norðurgarði. Á myndinni eru frá hægri: Marta Stefánsdóttir, Hannes Orri Ásmundsson, Matthildur Elísa Vilhjálms- dóttir, Ásmundur Lárusson og Bergsveinn Vilhjálmur Ásmundsson. Fremst standa Kría og Áróra Björg Daðadætur. Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Grænmeti og mjólk fara vel saman – Fjölbreyttur búskapur til að auka veltu og nýta tækjabúnað Bæjarhúsin að Norðurgarði. Þar hefur verið byggt upp bú með fjölbreyttan rekstur. Mjólkurframleiðsla skipar stærstan sess, en grænmetisrækt og grísaeldi styður við rekstur búsins. Myndir / ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.