Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 FRÉTTIR Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Meirihluti þjóðarinnar er sammála því að íslenska ríkið eigi að leggja aukið fjármagn til að koma í veg fyrir riðu í sauðfé. Þetta er niðurstaða viðhorfs- könnunar sem fyrirtækið Prósent framkvæmdi frá 25. apríl til 12. maí síðastliðinn. Alls svöruðu 1.366 manns netkönnun þar sem spurt var um viðhorf til þess að íslenska ríkið leggi aukið fjármagn í aðgerðir til að koma í veg fyrir riðu í sauðfé. Alls svöruðu 73% því að þeir væru mjög eða frekar sammála því, 21% svaraði hvorki né og 6% voru mjög eða frekar ósammála. Þá var marktækur munur á afstöðu eftir búsetu, en 86% svarenda á Norðurlandi og 85% svarenda á Suðurlandi voru mjög eða frekar sammála en hlutfallið mældist 68% á höfuðborgarsvæðinu. /ghp Skýr afstaða í könnun Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins en samningur um styrk til reksturs hans er útrunninn. Katla Jarðvangur hefur verið starfandi frá 2010 en árið 2011 fékk hann aðild að Samtökum evrópskra jarðvanga (European Geoparks Network). Katla jarðvangur nær yfir 9.542 ferkílómetra landsvæði og þekur rúmlega 9% af flatarmáli Íslands, frá Hvolsvelli í vestri að Skeiðarársandi í austri. Jarðvangar eru meðal annars svæði, sem innihalda alþjóðlega merkilegar jarðminjar, svæði sem eru sérlega áhugaverð vegna t.d. vísindarannsókna, fræðslugildis, fjölbreytileika og sjaldgæfra minja. Nú eru hins vegar blikur á lofti með Kötlu jarðvang því sveitarfélögin á Suðurlandi, sem eru aðilar að jarðvanginum, treysta sér ekki lengur að reka hann án þátttöku ríkisins þar sem samningur um fjármagn frá ríkinu er útrunninn. „Staðan er alvarleg, sérstaklega nú þar sem framkvæmdastjórinn er hættur, ferðamennskan er komin á flug aftur og aldrei mikilvægara en nú að vel sé stutt við faglegt utanumhald ferðamannastaða,“ segir Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). „Svæðið innan jarðvangsins hefur notið góðs af rannsóknarstarfi og markvissri kortlagningu náttúruperla. Jarðvangurinn hefur staðið fyrir merkingum og upplýsingagjöf við marga ferðamannastaði og átt aðkomu að skipulagningu þeirra. Færi svo að jarðvangurinn myndi leggjast af þá er hætt við að þessu verði ekki nægilega markvisst sinnt og að rannsóknarstarf, sem m.a. hefur verið unnið í samstarfi við skólana á svæðinu, myndi leggjast af. Auk þess sem vottun jarðvangsins fellur niður.“ Treystir á ríkið Ásgerður segir að jarðvangurinn standi fyrir mikilvægum rannsóknum á náttúru svæðisins og viðhaldi þekkingu heimamanna með samstarfi við skólana. Hann styðji einnig við fagmennsku innan ferða- þjónustunnar á svæðinu sem er gríðarlega mikilvægt nú þegar hún er orðin stærsta atvinnugreinin innan jarðvangsins. „Það væri sorglegt að stefnuleysi ríkisins í máli jarðvanga yrði til þess að þeim væri ekki tryggður rekstrargrundvöllur. Ég vona að stjórnvöld komi sér saman um að móta stefnu til framtíðar. Ég vona innilega að það takist að fjármagna reksturinn svo ekki komi rof í þá mikilvægu vinnu sem unnin er á vettvangi jarðvangsins. Stjórn SASS tekur undir áhyggjur samtakanna „Global Geoparks Network“ og hvetur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrir hönd ríkisins til að finna leið til að fjármagna rekstur jarðvangsins, enda gegnir hann mikilvægu hlutverki og heldur utan um stórbrotna jarðfræðilega minjastaði,“ segir Ásgerður. /mhh Ásgerður K. Gylfadóttir, formaður stjórnar Samtaka sunnlenskra sveitar- félaga (SASS). Kjötvinnsla: Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson fara saman um landið og leiðbeina bændum og smáframleiðendum um réttu handtökin í kjötvinnslunni. Þeir finna fyrir vaxandi áhuga á heimavinnslu kjötafurða. Þeir stofnuðu saman kennslu- og ráðgjafarfyrirtækið Frávik fyrir rúmum tveimur árum og kenna meðal annars úrbeiningu og pylsugerð. Jónas Þórólfsson er kjöt- iðnaðarmaður og bóndi á Syðri-Leikskálaá í Útkinninni í Þingeyjarsveit, með sauðfé og nautgripi. Hann hefur starfað við fagið í um 22 ár og hefur gegnt ýmsum störfum í kjötiðnaði, þó mest við slátrun og úrbeiningu. Rúnar Ingi Guðjónsson er kjötiðnaðarmeistari og með kennsluréttindi fyrir iðnmeistara, hann býr á Akureyri og starfar í dag hjá Kjarnafæði Norðlenska. Hann hefur starfað við fagið frá 2004 og hefur gengið í flest öll störf sem snúa að kjötiðnaði. Hann hefur að mestu unnið við vinnslu og fullvinnslu kjötafurða en í dag starfar hann sem gæðafulltrúi. „Saman höfum við yfirgripsmikla þekkingu sem lýtur að kjötvinnslum, allt frá slátrun að fullvinnslu og þá gæðastaðla sem við þurfum fylgja þegar við erum að vinna við matvælin,“ segir Rúnar. Að sögn Rúnars eru það helst bændur, fólk í matvælaiðnaðinum og veiðimenn sem hafa áhuga á slíkri matvælavinnslu. „Varðandi ráðgjöfina þá höfum við líka verið að reikna út næringargildi og gera innihaldslýsingar fyrir smáframleiðendur. Einnig vorum við í febrúar fengnir í virkilega flott verkefni í vöruþróun í Fljótsdalnum á Austurlandi sem fólst í vinnslu á snakkpylsum,“ segir Rúnar. Aukinn áhugi á að auka virði sinna afurða „Já, við finnum fyrir því að bændur og smáframleiðendur hafa meira sambandi við okkur,“ segir Rúnar þegar hann er spurður um hvort þeir finni fyrir auknum áhuga bænda. „Þá aðallega til að læra eða til upprifjunar á handtökunum við til dæmis úrbeiningu og pylsugerð. Þeir bændur sem hafa komið á námskeið hjá okkur hafa einmitt komið til að auka sína þekkingu og til að geta aukið virði sinna afurða,“ segir Rúnar. „Við höfum ekki enn þá tekið að okkur að aðstoða bændur við að setja upp kjötvinnslur eða aðstöðu til heimaslátrunar en það er allt opið hjá okkur,“ bætir Rúnar við. Úrbeiningar- og pylsugerðarnámskeið Hann segir að mest sé eftir- spurnin eftir úrbeiningar- og pylsugerðarnámskeiðum. „Við höfum verið að prófa að bjóða upp á tveggja daga námskeið þar sem við förum yfir úrbeiningu annan daginn og þann næsta förum við yfir fullvinnslu afurða, til dæmis pylsugerð, kæfugerð og söltun. Einnig höfum við verið að fá fyrirspurnir varðandi hráverkunarnámskeið en það er í vinnslu hjá okkur.“ Þegar talað var við Rúnar um miðjan maí voru þeir að leggja lokahönd á skipulagningu námsferðar til Austurríkis þar sem þeir munu sjálfir fara á námskeið í snakkpylsugerð og annarri fullvinnslu kjötafurða. Rúnar segir að næsta námskeið á þeirra vegum verði að líkindum næsta haust þar sem Jónas sé á fullu í sauðburði, svo taki sumarverkin við og því næst göngur í haust. /smh Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson á námskeiði í full- verkun á lambi sem haldið var í Reykjavík í mars. Kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson segir að mest sé eftirspurnin eftir úrbeiningar- og pylsugerðanámskeiðum. Myndir / Frávik Innlit í kjúklingabú Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatnsenda í Flóahreppi opna bú sitt og kynna búgrein alifuglabænda þann 3. júní næstkomandi. Kjúklingabúið Vor er eitt af stærri kjúklingabúum landsins, en að Vatnsenda hefur verið ræktaður kjúklingur frá árinu 1978. Eydís og Ingvar Guðni tóku við búi foreldra hans árið 2015. Þar eru nú fjögur eldishús með fimm eldishólfum. Árið 2021 voru tvö ný eldishús tekin í notkun en með þeim þrefaldaðist framleiðslugeta búsins og telur nú um 40.000 fugla. „Tilgangur viðburðarins er einna helst að fræða almenning um okkar búgrein en vegna strangra sóttvarnarreglna er takmarkað hvað fólk getur kynnt sér búskapinn. En þar sem við reistum nýju húsin á tímum Covid var ekkert eiginlegt opnunarpartí svo það má segja að við séum líka að tvinna það saman og gefa fólki tækifæri á að sjá byggingarnar okkar sem eru glæsilegar á svo margan hátt,“ segir Eydís Rós. Kjúklingabúið Vor á Vatnsenda verður opið milli klukkan 13 og 17 laugardaginn 3. júní. Viðburðurinn er hluti af fjölskyldu- og menningar - hátíðinni Fjör í Flóa sem sveitar- félagið Flóahreppur heldur ár hvert. /ghpEydís Rós Eyglóardóttir og kjúklingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.