Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 Sláturfélag Suðurlands | Fosshálsi 1, Reykjavík - 575 6070 | yara@yara.is | www.yara.is 1. Hvar er bærinn? 2. Stærð jarðar og þar af ræktað land? 3. Gerð bús? 4. Hvað telur þú vera stærstu áskorunina í keppninni? 5. Hvert er sáðgresi keppnisspildunnar? 6. Hefur keppnisspildan verið kölkuð? Ef svo er þá með hvaða kalkgjafa og hve mikið? 7. Áhugamál? Spurningalistinn Gróffóðurkeppni Yara 2023 Kynning á keppendum 1. Voðmúlastaðir, 861 Hvolsvöllur. 2. 180 ha land og þar af 120 ha af ræktuðu landi. 3. Kýr og nautgripir. 4. Ég held að stærsta vandamálið sem við höfum þurft að takast á við var það mikla magn af grasi sem fórst hjá okkur í mars. Það var byrjað að vaxa hjá okkur í enda febrúar en í byrjun mars fengum við -14°C sem kostaði okkur mikið af grasinu sem tapaðist í kuli. 5. Hefðbundið gras eins og Vallarfoxgras, Hávingull og svo framvegis, veit ekki nákvæmlega blönduna, en við erum einnig að bæta smára við í ár og reyna að bæta upp fyrir það sem fórst í mars. 6. Nei. 7. Bara kýr og Formúla 1. 1. Sunnanverðu Snæfellsnesi. 2. Jörðin er um 3700 ha, mest fjallendi. Ræktað land heimavið losar 100 hektara, svo eru afbæjar slægjur á bilinu 23 - 60 hektar eftir atvikum. 3. Blandað bú en aðallega mjólkurframleiðsla. 4. Að keppnisspildan spretti ekki úr sér á meðan bændurnir fara á fótboltamót í Vestmannaeyjum. Fyrir utan að vera heppinn með veður, sem er bæði stærsti áhrifaþátturin og sá eini sem við getum ekki haft áhrif á. 5. Minnir að það sé SS-Alhliða með viðbættum smára, bæði rauðum og hvítum. 6. Já með skeljasandi. 10 tonn/ha síðustu tvö vor. 7. Þau verða eitthvað að bíða, mestur tími fer í búskap, vinnu utan bús og bleyjuskipti. Svo tökum við virkan þátt í félagsstörfum bænda. Lukas Haunstrup Jokumsen Gunnar Guðbjartsson og Sigurbjörg Ottesen Voðmúlastaðir Hjarðarfell Hvað er ... Vegan? Veganismi er lífsstíll sem byggir á því að sneiða hjá hagnýtingu dýra. Fólk sem er vegan borðar ekki dýraafurðir og forðast jafnvel fatnað úr efnum sem eru fengin frá skepnum. Vegan er ekki það sama og að vera grænmetisæta. Síðarnefnda skilgreiningin tekur einungis til fæðu og felur í sér að borða ekki mat sem útheimtir dráp á dýri – þ.e. borða ekki kjöt og fisk. Grænmetisætur láta sér ekki muna um að borða egg og drekka mjólk. Ekki er til nein algild skilgreining á veganisma og er mismunandi hversu „hreintrúað“ fólk er í sínum lífsstíl. Algengt er að fólk sem er vegan láti sér ekki muna um að fá sér kjöt við sérstakar aðstæður eða haldi áfram að nota leðurskó og ullarhúfu eftir að hafa tekið upp lífsstílinn. Enska orðinu „vegan“ hefur verið snúið á íslensku með orðinu „grænkeri“. Ástæður þess að fólk ákveður að verða vegan snúa gjarnan að dýraverndunar- eða umhverfis- sjónarmiðum. Síðarnefnda atriðið hefur verið í umræðunni í samhengi við loftslagsbreytingar. Oft útheimtir ræktun dýraafurða meiri notkun auðlinda en framleiðsla sama kaloríu- fjölda úr plöntuafurðum. Jafnframt losa jórturdýr, eins og nautgripir og sauðfé, loftslags- tegundina metan. Þeir sem taka veganisma alla leið nota ekki nein föt úr dýraafurðum. Þar má helst nefna ull og leður. Hunang er ein þeirra afurða sem ekki er hægt að skilgreina sem vegan. Vegan hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum og úrval vegan matvæla hefur aukist í verslunum. Enn fremur er fatnaður úr gerviefnum oft markaðssettur sem vegan. Samkvæmt umhverfiskönnun Gallup frá árinu 2022 borða 1,4 prósent Íslendinga ekkert úr dýraríkinu, eða eru vegan. Árið 2019 var þetta hlutfall eitt prósent. Í könnun sem Gallup framkvæmdi í Bandaríkjunum árið 2019 kom fram að tvö til þrjú prósent skilgreindu sig sem vegan. Í dýraafurðum er mikið af næringar- efnum sem eru nauðsynleg fyrir líkamann. Því þurfa grænkerar að skipuleggja mataræðið sitt þannig að þeir fái nóg af kalki, B-12 og D-vítamínum, Omega-3 fitusýrum, járni, joði og selen. Í stað kalksins sem annars fengist úr mjólkurafurðum geta þeir sem eru vegan borðað grænt grænmeti, eins og brokkólí og kál. Þó spínat innihaldi mikið kalk, þá er það að mestu ómeltanlegt. D-vítamín er í feitum fiski, rauðu kjöti, lifrum og eggjarauðum. Grænkerar þurfa að nálgast það með bætiefnum. Fiskmeti og mjólkurvörur innihalda mikið magn af B-12, en grænkerar þurfa að fá vítamínið með bætiefnum. Járn er helst að finna í rauðu kjöti, en grænkerar geta neytt bauna, spergilkáls, heilkorna brauðs, hneta og dökkgræns grænmetis. Omega-3 fitusýrur eru í feitum fiski en grænkerar geta nálgast næringar- efnið meðal annars í repjuolíu, chia- fræum og valhnetum. Rannsóknir benda þó til að þessar fitusýrur fengnar úr plönturíkinu verji fólk ekki eins vel fyrir hjartasjúkdómum og Omega-3 úr fiski. Samtök grænkera taka fram að þeir sem eru vegan geti átt gæludýr. „Gæludýr sem lifa með okkur sem fjölskyldumeðlimir og fá góða umönnun geta kennt manninum virðingu fyrir dýrum,“ segir á heimasíðu samtakanna. Þar er þó tekið fram að samtökin setji sig á móti fjöldaframleiðslu gæludýra þar sem dýrin fá ekki einstaklingsbundna umönnun. /ÁL Heimild: Samtök grænkera, Gallup og NHS Vilja flytja út færeysk hross Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar að hefja útflutning. Mjög fáir hafa áhuga á að ala hrossin í Færeyjum og eru einungis hundrað einstaklingar eftir. Heilsufrøðiliga starvsstovan, sem samsvarar til Matvælastofnunar, hefur verið falið að undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar svo heimilt verði að flytja út hrossin. Þess er vænst að leggjast þurfi í mikla forvinnu og má ekki reikna með niðurstöðu á næstunni. Frá þessu greinir Kringvarp Føroya. Samkvæmt Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna þarf 1.000 hryssur til að geta fullyrt að stofninn sé ekki í hættu. Færeyski hesturinn hefur lifað í Færeyjum í hundruð ára. Hann er smágerðari en íslenski hesturinn, 120–132 sentimetrar á herðakamb, býr að fjölda litaafbrigða og er með fjórar gangtegundir, þar með talið tölt. /ÁL Stofn færeyska hestsins telur færri en 100 dýr. Mynd / Wikimedia Commons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.