Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 einingin. Þetta er kallað uppvinnsla og er annað sem við viljum sjá börn í skóla fræðast um. Með tilvist Bambahúsa og ef við sjáum viðvarandi aukningu á eftirspurn verðum við að finna leiðir til að fá bambana til okkar. Núna er nóg framboð af bömbum en við viljum aðeins þá tanka sem eru vel varðveittir og af ákveðinni gerð,“ segir Jón Hafþór og bætir við að töluvert hafi þurft að hafa fyrir því að finna réttu bambana áður en þeir færu til spillis eða væri fargað. „Við viljum koma upp bamba- miðlun þar sem allir bambar sem koma til landsins verða flokkaðir og notaðir eftir þeim gæðum sem í þeim eru. Það er að innfluttir bambar verði skráðir eftir hvað þeir innihalda og af hvaða gerð þeir eru og að þeir verði eftir tæmingu nýttir eftir gæðum þeirra og ástandi.“ Bambahús eru ekki við eina fjölina felld í framleiðslu sinni heldur hafa framleitt fleira úr hráefninu. „Við höfum smíðað kalda og heita potta og útisturtu. Hönnun heita pottsins er sérstök og miðast við að nýta heita vatnið betur en hefðbundnir heitir pottar gera,“ segir Jón Hafþór. Ýmislegt annað sé einnig á teikniborðinu sem miðist út frá að nýta annars konar byggingarefni sem einnig sé erfitt að endurvinna eða farga á góðan hátt fyrir umhverfið. „Við höfum sótt um styrki til að klára þessa hönnun og vonandi fáum við að frumsýna nýja tegund af afþreyingarhúsnæði innan skamms. Þetta er spennandi verkefni og við erum að leita að rétta samstarfsaðilanum sem gæti verið með okkur í þessu.“ Vilja vera leiðandi afl Bambahús eru sífellt að sækja í sig veðrið og uppi á borðinu eru alls konar hugmyndir og verkefni. „Um daginn fórum við með þrefalt Bambahús á Hvalsnes á Reykjanesskaga en þar var fólk sem missti gamla gróðurhúsið sitt út á haf í vetrarstormi. Bambahúsin hafa staðið af sér veður á sumum verstu veðurstöðum á landinu svo við hlökkum til að sjá blómin blómstra í þessu húsi næstu 20 árin.“ Framtíðarsýn Jóns Hafþórs er skýr og stefnir hátt: „Við hjá Bambahúsum ætlum okkur að verða leiðandi afl í mótun framtíðarstefnu í uppvinnslu- og endurvinnslumálum á Íslandi,“ segir hann. „Bambahús eru nýsköpun og hluti af hringrásarhagkerfinu sem getur, líkt og áður var getið, merkt sig við heil 9 af 17 heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna í lofts- lagsmálum. Bambahús vilja vera afl til fræðslu og sjálfbærni. Því setjum við okkur stór markmið til uppvinnslu efnis sem kemur til eyjunnar sem við búum á. Við gerum okkur grein fyrir að það þýðir illa að ætla að flytja allt rusl, sem hér fellur til, erlendis til brennslu, urðunar eða endurnýtingar. Við hjá Bambahúsum teljum okkur vera að stíga mikilvæg skref í þá átt,“ segir Jón Hafþór að lokum. Unnið að endurvinnslu bamba. Hráefnið er nýtt til að byggja gróðurhús og ýmislegt fleira. Lukkuleg leikskólabörn horfa á bílinn Bambaljóð flytja til þeirra Bambagróðurhús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.