Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 FRÉTTIR www.kofaroghus.is Sími 553 1545 TIL Á LAGER STAPI - 14,98 fm Tilboðsverð 779.000 kr. 25% afsláttur BREKKA 34 - 9 fm Tilboðsverð 489.000 kr. 25% afsláttur NAUST - 14,44 fm Tilboðsverð 539.000 kr. 30% afsláttur VANTAR ÞIG PLÁSS? TILBOÐ Á GARÐHÚSUM! FÁANLEGT Í VEFVERSLUN Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar Landbúnaðarháskóla Íslands sem haldinn var á Nordica hóteli í Reykjavík þann 16. maí síðastliðinn. Tveir ráðherrar ávörpuðu fundinn; Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra, og Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Svandís lagði áherslu á að þekking, vísindi og rannsóknir séu grundvöllur framfara í landbúnaði og þar gegndi LbhÍ lykilhlutverki. Góð rekstrarafkoma Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LbhÍ, fór yfir fjölbreytta starfsemi skólans og ársreikning. Nemendum skólans hefur fjölgað en tæplega 500 manns stunda nú nám við skólann, sem spannar allt frá starfsmenntanámi upp í doktorsnám, auk þess sem boðið er upp á endurmenntun. Ragnheiður nefndi sem dæmi að yfir 90 manns hefðu útskrifast úr Reiðmanninum á dögunum. Fram kom í máli Ragnheiðar að rekstur skólans væri í góðu jafnvægi en samkvæmt ársreikningi var afkoma ársins 2022 rúmar 93 milljónir króna. Heimsókn frá Póllandi Dr. Michal Zasada ræddi tækifæri og áskoranir sem landbúnaður í Póllandi og víðar stendur frammi fyrir í ljósi loftslagsbreytinga og þverrandi náttúruauðlinda. Dr. Zasada er rektor lífvísindaháskólans í Varsjá, sem er einn samstarfsháskóla LbhÍ í evrópska háskólanetinu UNIgreen sem styrkt er af Evrópusambandinu. Ný tækni í notkun Björgvin Þór Harðarson, bóndi í Laxárdal, gaf innsýn inn í búrekstur sinn, en hann er svínabóndi og stærsti kornræktandi landsins. Hann ræktar korn á um 340 hekturum í landi Gunnarsholts og nýtir sér m.a. nýja tækni í nákvæmnisbúskap við ræktun akra sinna – sjá nánar bls. 26. Í lok fundar stýrði fundarstjórinn, Christian Schultze, panelsumræðum um framtíðarmöguleika íslensks landbúnaðar. Pallborðið skipuðu deildarforsetarnir Bjarni Diðrik Sigurðsson og Samaneh Nickayin auk Hrannars S. Hilmarssonar, jarðræktarstjóra LbhÍ. /ghp Áskoranir og tækifæri – Ársfundur Landbúnaðarháskóla Íslands Sérhæfð erlend garðyrkjuráðgjöf fékk mestan stuðning af þróunarverkefnum búgreina. Mynd / Bbl Matvælaráðherra úthlutaði nýlega styrkjum til þróunarverkefna búgreina, um 93 milljónum til 27 verkefna. Líkt og á síðasta ári er Bænda samtökum Íslands (BÍ) út hlutað hæsta styrknum fyrir verkefnið Erlendir garð­ yrkjuráðunautar, eða rúmlega 24 milljónum króna. Að sögn Axels Sæland, formanns deildar garðyrkjubænda hjá BÍ, hefur verkefnið staðið yfir í allnokkur ár. „Það hefur alltaf verið mikið lagt í að það fáist nægt fjármagn úr þróunarsjóði garðyrkjunnar til verkefnisins. Með erlendri ráðgjöf kemur mikil sérþekking inn í garðyrkjuna þar sem þessir ráðunautar starfa eingöngu í einni grein garðyrkjunnar. En hér á Íslandi höfum við ekki haft þann möguleika á að ráðunautar sérmennti sig þar sem þeir þurfa að hafa svo víðtæka þekkingu á garðyrkjunni,“ útskýrir Axel. Sömu ráðunautarnir ár eftir ár Undir þeirri íslensku garðyrkju sem hinir erlendur ráðgjafar sinna eru ylrækt grænmetis, ylrækt afskorinna blóma, ylrækt berja, ylrækt pottablóma, útirækt grænmetis, útirækt rótar ávaxta, kartöflurækt, svepparækt, garðplöntur og sumarblómarækt. „Með því að fá sérþekkinguna frá erlendum ráðunautum er möguleiki á að bæta gæði hverrar ræktunar fyrir sig mun meira. Mikil áhersla hefur verið á að fá sömu ráðunauta ár eftir ár til að þeir geti fylgt eftir því sem þeir leggja til og þannig bætt stöðugt þann árangur sem næst,“ segir Axel. Misjafnt sé hversu oft þeir koma á ári, en það sé á bilinu einu sinni og allt að fjórum sinnum – en það fari alveg eftir tegund ræktunar. Þeir hafi komið átta til tíu á ári, frá Finnlandi, Noregi, Danmörku og Hollandi, hver með sitt sérsvið. Reynt sé að haga þessu þannig að hver grein hafi aðgang að erlendum ráðunauti. Sérhæfð ráðgjöf við lífrænar varnir Að sögn Axels koma í ár ráðu- nautar sem munu sinna gúrkum, tómötum, salati, papriku, jarðar- berjum, sveppum, útirækt, líf- rænum vörnum, kartöflum, rósum, garðplöntum og skógrækt. „Fyrirkomulagið er alltaf þannig að þeir heimsækja bændur þar sem þeir fá ráðgjöfina frá fyrstu hendi og ráðunauturinn sér þá nákvæmlega við hvað er að eiga. Íslenskur ráðunautur fylgir alltaf í heimsóknirnar og verður því til ákveðin þekking sem hægt er að byggja á.“ Hann tekur dæmi af norskum ráðunauti sem sérhæfir sig í notkun nytjadýra í ylrækt, eða lífrænum vörnum, og kemur þrisvar á ári. „Hans leiðsögn gengur út á að notuð séu skordýr til að verjast meindýrum í stað varnarefna. Þessi ráðunautur hefur byggt upp þekkingu yfir árin þar sem hann sér hvað er að virka hjá hverjum bónda og fær nýjustu upplýsingar frá þeim fyrirtækjum sem eru að rækta og selja nytjadýr hverju sinni. Svo yfirfærir hann það til þeirra sem eru í vandræðum eða eru að reyna að fyrirbyggja vandræði. Þá mælir hann með hvaða nytjadýr eru að virka best í hverri ræktun og reiknar út hvað þarf mikið á hvern fermetra til að fyrirbyggja vandamál eða til að ráðast á vandamálið.“ Eina fyrirkomulagið sem kemur til greina Axel telur þetta eina fyrirkomulagið sem komi til greina hér á landi og nauðsynlegt fyrir framtíð garðyrkjunnar á Íslandi. „Það sem við erum að fá er erlend þekking sem hefur verið byggð upp til margra ára. Hér á Íslandi eru of fá býli til að geta byggt upp þessa þekkingu og staðið undir henni. Þessir ráðunautar eru að fara á milli margra landa og eru því alltaf að safna í sarpinn til að bæta gæði sinna kúnna. Ef við ætluðum að fara að standa undir því að ná í þessa sérþekkingu til að annast okkar bændur, þá þyrftum við væntanlega fimm til sjö ráðunauta sem þyrftu stanslaust að vera að fara utan til að uppfæra sína þekkingu. Það yrði margfalt dýrara. Þetta nám er í raun ekki til hér á landi og ég sé ekki fyrir mér að hægt sé að búa það til. Þetta snýst um að afla þekkingar frá bændum og vinna með þeim. Taka svo þá þekkingu sem verður til og reyna að yfirfæra hana til annarra bænda þar sem eru tækifæri á að gera betur.“ /smh Þróunarverkefni búgreina: Erlendir sérhæfðir garðyrkju- ráðunautar á Íslandi – Of fáar íslenskar garðyrkjustöðvar svo hægt sé að byggja upp slíka ráðgjöf Axel Sæland. Ársfundurinn var haldinn á Vox Club, sal Nordica hótels í Reykjavík. Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi harmar framkomnar órökstuddar fullyrðingar Vina íslenskrar náttúru (VÍN), um að skógrækt muni draga úr komum ferðamanna til landsins. Í tilkynningu frá félaginu segir að skógarbændur finni fyrir aukinni ásókn bæði innlendra og erlendra ferðamanna í skóga sína. „Ferðaþjónusta er víða að byggjast upp í og við íslenska skóga og styrkir þannig móttöku ferðamanna í landinu. Skógarbændur hafna því fullyrðingum VÍN að aukin skógrækt muni draga úr komum ferðamanna til landsins, ásamt mörgum öðrum framkomnum fullyrðingum fyrrnefndra samtaka sem virðast settar fram til að koma í veg fyrir frekari uppbyggingu skógarauðlindar í landinu,“ segir í tilkynningu. /ghp Félag skógarbænda á Suðurlandi: Ferðamenn sækja í skóga Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í þessu tölublaði. Þeir Kjartan Páll Sveinsson og Þorvaldur Arnarsson hafa bæst við hóp greinahöfunda undir efnisflokknum Nytjar hafsins. Kjartan Páll var nýverið kjörinn formaður Strandveiðifélags Íslands. Hann er trillukarl og félagsfræðingur og lætur gamminn geisa á bls. 16 og svo reglulega næstu mánuði. Þorvaldur Arnarsson er lögfræðingur. Hann er fyrrum umsjónarmaður sjávarútvegsvefs Morgunblaðsins, 200 mílur, og var á sjó um árabil. Fyrstu grein hans má finna á bls. 34. Um leið og við bjóðum Kjartan Pál og Þorvald velkomna á síður blaðsins þökkum við þeim Guðjóni Einarssyni og Kjartani Sveinssyni fyrir áhugaverðar greinar um sjávarútveg, sem birst hafa á sl. sex árum. /ghp Kjartan Páll Sveinsson. Þorvaldur Arnarsson. Nýir pistlahöfundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.