Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 FRÉTTIR Hagkvæmar glugga- og hurða heildarlausnir Fáðu tilboð í viðhaldslitla REHAU Nordic Design Plus PVC/plast eða ál glugga- og hurðakerfi frá þýsku framleiðendunum REHAU og SCHUCO, á hagstæðu verði. gluggalausnir.is - tilboð@gluggalausnir.is - 5197787 - Glugga lausnir ehf. Geta endurnýtt eyrna- merki til ársins 2024 Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á sauðfé, geitum og nautgripum. Sauðfjár- og geitabændur eru hins vegar á undanþágu og geta endurnýtt þau til 1. júlí á næsta ári en þá ætlar Matvælastofnun að fylgja ákvæðinu eftir að fullu. Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að hún hyggist taka þátt í þróun á nýju fyrirkomulagi örmerkja í sauðfé með hagaðilum. Lágmarka þarf kostnaðarauka bænda Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að þörf sé á að finna góða varanlega lausn til að lágmarka þann kostnaðarauka sem þetta mun hafa í för með sér fyrir bændur. Hann segist vonast til að geta komið að borðinu með öllum hagaðilum málsins og fundið málinu viðunandi farveg. Fjallað var um málið í Bændablaðinu í mars. Þá kom fram að í úttekt Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) síðasta haust hafi komið fram athugasemdir um að bændum væri heimilt að taka með sér örmerki heim úr sláturhúsum og endurnýta þau. Unnsteinn Snorri Snorrason, sérfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands, sagði þá að reglur um notkun eyrnamerkja hér á landi byggðu á Evrópureglugerð frá árinu 2016. Þar kæmi skýrt fram að einstaklingsnúmer gripa skuli vera einkvæm, sem þýði að þau eigi ekki að geta komið fram á öðrum gripum. Hluti af úrbótaáætlun gagnvart ESA Að sögn Freydísar Dönu Sigurðar- dóttur, fagsviðsstjóra kjötafurða hjá Matvælastofnun, þá var árétting stofnunarinnar hluti af nokkrum þáttum í úrbótaáætlun gagnvart ESA. „Úttektarnefndin benti á að með því að leyfa endurnotkun á örmerkjum í sauðfé værum við ekki að fylgja ákvæðum reglugerða EES-samningsins. Í úttektinni í sláturhúsum varð nefndin ekki vör við aðra endurnýtingu á merkjum,“ segir Freydís. /smh Búfjárbændur eru með undanþágu til næsta sumars til endurnýtingar á sínum eyrnamerkjum. Mynd / smh Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar og heyri því ekki undir tilskipun um dýr sem notuð eru í vísindaskyni. Fyrr í mánuðinum sendi Eftirlitsstofnun ESA íslenskum stjórnvöldum formlegt áminningar- bréf um starfsemi blóðtöku úr fylfullum hryssum. Eftirlitsstofnunin byggir málflutning sinn á því að starfsemin heyri undir tilskipun um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Samkvæmt upp- lýsingum frá matvælaráðuneytinu er afstaða íslenskra stjórnvalda hins vegar sú að blóðtakan teljist til afurðanýtingar. Blóðtaka ekki í vísindaskyni Í áminningarbréfi ESA er því haldið fram að Ísland sé ekki að standa við skuldbindingar samkvæmt tilskipun 2010/63/ESB um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni, þar sem afstaða íslenskra stjórnvalda sé sú að blóðtaka úr fylfullum hryssum falli ekki undir umrædda tilskipun. „Afstaða íslenskra stjórnvalda byggir á því að samkvæmt 2. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar gildi hún um dýr sem notuð eru eða ætluð til notkunar í tilraunum eða þegar þau eru ræktuð sérstaklega til þess að nota megi líffæri þeirra eða vef í vísindaskyni. Þar sem blóðmerahald og blóðtaka úr fylfullum hryssum teljist til afurðanýtingar, en er ekki í vísindaskyni, hefur afstaða Íslands verið sú að umrætt búfjárhald falli ekki undir tilskipunina,“ segir í skriflegu svari frá matvæla- ráðuneytinu. Tilskipunin gildir ekki um landbúnaðarstarfsemi Þar kemur fram að ráðuneytið fari nú yfir sjónarmið ESA og meti næstu skref, en málið snúist fyrst og fremst um túlkun á gildissviði regluverks. Áminningarbréfið kom í kjölfar kvörtunar sautján félagasamtaka sem Eftirlitsstofnuninni barst í apríl árið 2022, en félagasamtökin telja starfsemi blóðtöku úr fylfullum hryssum til framleiðslu á PMSG/ eCG hormóni hér á landi andstæð ákvæðum EES samningsins. Bréfið er upphaf að hugsanlegri málsókn eftirlitsstofnunarinnar gegn íslenskum stjórnvöldum fyrir brot á ákvæðum tilskipunar 2010/63/ ESB um vernd dýra sem notuð eru í vísindaskyni. Í 5. mgr. fyrstu greinar tilskipunarinnar segir að hún gildi ekki um landbúnaðarstarfsemi. Íslensk stjórnvöld hafa nú tvo mánuði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri áður en stofnunin ákveður hvort málið verði tekið lengra.„Hvað blóðmerahaldið varðar þá var gefin út reglugerð í ágúst 2022 sem miðar að því að tryggja velferð og heilbrigði allra hryssa sem nýttar eru til blóðtöku. Reglugerðin gildir í þrjú ár og verður gildistími hennar nýttur til að fylgjast með og leggja mat á framtíð starfseminnar,“ segir enn fremur í skriflegu svari frá matvælaráðuneytinu. Sjö áminningarbréf á ári Eftirlitsstofnun ESA hefur eftirlit með því að skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum séu efndar af hálfu EFTA/EES-ríkjanna, Íslands, Liechtenstein og Noregs. Eftirlitið snýr bæði að því hvernig EES-reglur eru innleiddar í íslenskan rétt og hvernig þeim er framfylgt af stjórnvöldum. Stofnunin getur tekið upp mál að eigin frumkvæði eða vegna kvörtunar frá einhverju EES-ríkjanna, stofnunum ESB eða einkaaðilum. Á síðastliðnu ári hefur eftirlits- stofnunin sent íslenska ríkinu sjö formleg áminningarbréf. /ghp Blóðmerabúskapur: Deilt um túlkun á gildissviði regluverks Frá blóðtöku. Afstaða íslenskra stjórnvalda er sú að starfsemin teljist til afurðanýtingar og sé ekki í vísindaskyni. Mynd /ghp LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WTO-innflutningskvóta fyrir kinda- og geitakjöt, tæp 277 þúsund kíló, en Kjarnafæði Norðlenska kemur þar á eftir með 40 þúsund kíló. Matvælaráðuneytið tilkynnti þann 23. maí um úthlutun á WTO- tollkvótum (Alþjóðaviðskipta- stofnunar innar) fyrir tímabilið 1. júlí 2023 til 30. júní 2024. Magnið sem LL42 fær nú er svipað og Stjörnugrís fékk á síðasta ári. LL42 fær einnig stærstan hluta af svínakjötskvótanum, 34 þúsund kíló, en Kjarnafæði Norðlenska kemur þar á eftir með 30 þúsund kíló. Mata fær stærstan hluta innflutningskvóta alifuglakjöts, eða 48 þúsund kíló, en Krónan fær 11 þúsund kíló. LL42 fær rúm 48 þúsund kílóa innflutningskvóta fyrir smjör, Innnes fær tæp þrjú þúsund kíló og Krónan tæp tvö þúsund kíló. Stærstan hluta af inn- flutningskvóta fyrir ost fær Krónan, alls tæplega 41 þúsund kíló. Lífland fær 60 þúsund kílóa innflutningskvóta fyrir fuglsegg, en Krónan 16 þúsund kíló. /smh Alls voru samþykkt tilboð í innflutning á 345.000 kg af kinda- og geitakjöti. Tollkvótum útdeilt Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu landbúnaðarvörum þann 23. maí. Matvælaráðuneytið birti þá samþykkt tilboð í ESB tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2023. Ellefu fyrirtæki skipta með sér innflutningi á 348.000 kg af nautgripakjöti en Ekran fékk stærsta hlutann, 100.000 kg. Fyrirtækið LL42 hf., sem er 100% í eigu Stjörnugríss, fékk langstærsta hluta af tollkvótum fyrir svínakjöti, eða 176.000 kg af 350.000 kg. Jafnvægisverðið var 380 kr/kg.Mata fékk mest af innflutnings- kvóta af alifuglakjöti, 189.000 kg. Ekran fékk 114.000 kg, Aðföng 100.000 kg en fyrirtækin Innnes, Krónan, LL42, Háihólmi, Garri og Nautica fengu minna. Samþykktir voru tollkvótar fyrir innflutningi á 528.000 kg. Alls var úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á 305.000 kg af ostum og ystingum. Krónan fékk 67.250 kg. Nathan & Olsen fengu 45.000 kg, Aðföng tæp 40.000 og þrettán fyrirtæki skiptu með sér rest. Einnig voru samþykktir tollkvótar fyrir innflutning á pylsum og öðru kjöti. Þá voru þar birtar niðurstöður samþykktra tilboða EFTA tollkvóta á landbúnaðarvörum frá Noregi og Sviss. Krónan fékk þar tollkvóta fyrir innflutningi á 15.000 kg á osti og LL42 tollkvóta fyrir innflutning á 10.000 kg af nautakjöti. Auk þess birtist listi yfir samþykkt tilboð í tollkvóta fyrir innflutning á blómum vegna fyrri hluta ársins 2023. Fyrirtækið Samasem ehf. fær þar langmesta magnið. Alla lista tollkvótahafa má finna á vefsíðu matvælaráðuneytisins . /ghp Fyrirtækin Ekran, LL42, Mata og Krónan eru áberandi á lista þeirra sem hlutu tollkvóta fyrir innflutning á hinum ýmsu landbúnaðarvörum. Mynd / Towfiqu Barbhuiya
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.