Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 Búnaður • Fjaðrandi framhásing (hægt að læsa) • Fjaðrandi hús með loftkælingu • Loftpúðafjöðrun á ökumannssæti og farþegasæti bólstrað • Fjaðrandi ámoksturstæki 3x65 með hraðtengi og 3 sneiðum að framan • Stýripinni fyrir ámoksturstæki í armpúða með hraðastilli • Fjaðrandi beisli að aftan, rofar á bretti og hægt að forrita • 3 sneiðar að aftan • Framdrif, hægt að hafa sjálfvirkt eða alltaf á • Driflæsingar, bæði hægt að hafa sjálfvirkar og fastar • Úrhleypibúnaður á dekkjum og loftdæla • Bremsutengi fyrir aftanívagn • Live PTO 540 /540E/1000 (sér hraði óháður hraða dráttarvélar ) • Útskjótanlegur krókur • Útvarp með CD/MP3 • Handfrjáls búnaður • 10 vinnuljós • Dekk framan 440/65R24 og aftan 540/65R34 Trekkiborg TM800 (má hleypa lofti úr) • Veltistýri Ekin aðeins 170 tíma Verð: 13.990.000 kr. án vsk. Fendt dráttarvél til sölu M eð fyrirvara um m ynd- og textabrengl. 211 S Vario • Hestöfl: 111 PS • Tork: 463 Nm • Sjálfskipt Vario TMS C267 • Með stýripinna og petala • Án AdBlue • Hraðastillir Nánari upplýsingar í síma 841 9991 Orðsins list kemur að þessu sinni frá Hákoni Aðalsteinssyni, skáldi og skógarbónda í Fljótsdal. Hann fæddist árið 1935 í Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og lést 2009. Hákon var landsþekktur hagyrðingur og skáld og sendi frá sér sjö bækur, þar af þrjár ljóðabækur. Á byggingartíma Kárahnjúkavirkjunar fór Hákon til Noregs og flutti konungi drápu til varnar náttúru Íslands, sem honum var mjög kær. Sigurdór Sigurdórsson skráði æviminningar hans 1997. Hákon segir í formála að ljóðinu Skáldaraunum, sem birtist í ljóðabók hans Bjallkollu* 1993, að fyrir þann sem langi til að verða skáld sé nauðsynlegt að velja sér réttan vettvang til að yrkja á. „Eins og kvæðið ber með sér er sýnilegt að það er ekki samið á réttum stað,“ segir hann og klykkir út með að „skyldu menn ætíð gæta að umhverfi sínu og félagsskap áður en þeir reyna að skapa gullkorn í íslenskar bókmenntir.“ Skáldaraunir Hákonar LÍF&STARFLANDBÚNAÐUR Í SKÁLDSKAP Skáldaraunir Glitra daggir glampa vogar gullnum bjarma slær á hafið í mildum skýjum morgunn logar merlar fagurt litatrafið. Sólin dreifir ljúfu ljósi logagyllir fjallakórinn aleinn staddur úti í fjósi er ég nú að moka flórinn. Þetta er fagur dýrðardagur drottni verður hann til sóma heyrist söngur fugla fagur flugur svífa milli blóma lifnar allt í laut og bala litir skýrast móa og túna beljusvínið blautum hala barði mig á kjaftinn núna. Upp til heiða fuglar fljúga fyllist loftið vængjaþytnum augun varla ætla að trúa ægifögrum morgunlitnum breiðir úr sér gróður gjöfull gott er nú við heimskautsbauginn. Nú fór illa dauði og djöfull þar datt ég beint í skítahauginn. Austurland: Bókaútgáfa Félags ljóðaunnenda Félag ljóðaunnenda á Austurlandi var stofnað árið 1996 og innan skamms urðu félagarnir yfir eitt hundrað að tölu en það hefur haldist nær óbreytt síðan. Segir formaðurinn, Magnús Stefánsson, frá því að þarna hafi orðið til sameiginlegur vettvangur ljóðaunnenda og skálda. Félagið hefur verið hugsað sem sameiginlegur vettvangur höfunda og annarra ljóðaunnenda þar sem félagsmenn eru hvattir til, og studdir í, að gefa út eigin verk enda ljóðahefð Austfirðinga sterk. Fyrsta bók hins nýja ljóðafélags, Raddir að austan – Ljóð Austfirðinga, var útgefin árið 1999, en þar má finna ljóð og lausavísur eftir 122 austfirska höfunda sem allir voru á lífi við útkomu bókarinnar. Tveimur árum síðar hóf félagið útgáfu á flokki ljóðabóka sem ber nafnið Austfirsk ljóðskáld og hefur útgáfan haldist árlega nú í rúm tuttugu ár. Sú nýjasta kom út sl. haust, Öræfanna andar svífa, en þar má finna úrval ljóða fjögurra systkina frá Heiðarseli í Jökuldalsheiði. Bók númer 23 er í undirbúningi, ljóð Iðunnar Steinsdóttur frá Seyðisfirði. Magnús segir frá því að fljótlega hafi framboðið aukist verulega, ljóðahandrit orðið fleiri en komust að í flokknum og félagið fór að gefa út það sem þau nefni „aukabækur“. Svo skemmtilega vill til að þær eru líka orðnar 22 talsins og félagið þá alls gefið út 44 bækur. Erfitt sé þó að láta sölu ljóðabóka standa undir útgáfukostnaði en félagið njóti góðs af styrkjum. Má þar nefna Uppbyggingarsjóð Austur- lands, sem hefur styrkt útgáfuna mörg síðustu ár, auk sveitarfélaga á Austurlandi. Félagar greiði ekki eiginlegt félagsgjald heldur kaupa eitt eintak af bókum í flokknum Austfirsk ljóðskáld og gera þannig félaginu kleift að halda bókaútgáfunni áfram. Auk bókar systkinanna frá Heiðarseli voru nýverið gefnar út bækurnar Söngvar norðursins, eftir Grænlendinginn Knud Rasmus- sen, í þýðingu Björns Ingvarssonar. Var Knud þekktur fyrir heim- skautsleiðangra sína og rannsóknir á norðurslóðum enda afar sterk tenging við náttúruna einkennandi í verkum hans. Einnig var gefin út bókin Ekkert eitt eftir Söndru Ólafsdóttur, sem hefur skrifa sig í gegnum erfiðar tilfinningar úr myrkri í ljós. /SP Tvær þriggja nýútgefinna bóka sem fjallað er um. Fallegt íslenskt handverk var í lykilhlutverki á lokaathöfn leiðtogafundar Evrópuráðsins á dögunum. Þá færði Þórdís Kolbrún Reyk- fjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra Edgar Rinkēvič, utanríkisráðherra Lettlands, útskorinn fundarhamar og þar með tóku Lettar við formennsku í ráðinu af Íslandi. Handverkið er eftir Sigríði Kristjánsdóttur, Siggu á Grund eins og hún er alltaf kölluð. „Þetta var mjög skemmtilegt og krefjandi verkefni, sem ég er stolt af. Það fóru 80 klukkutímar í verkið, sem var mjög skemmtilegt og gefandi. Ég notaði peruvið í hamarinn,“ segir Sigga, sem skar einnig út fundarhamar fyrir Alherjarþing Sameinuðu þjóðanna árið 2005. „Það er alltaf meira en nóg að gera hjá mér enda er ég alltaf að fá ný og ný verkefni í hendurnar. Nú er ég að vinna skemmtilegt verk, sem hvílir leyndardómur yfir, ég má alls ekki segja hvað það er,“ segir Sigga hlæjandi og bætir við: „Ég sker út á meðan ég get, þetta er svo skemmtilegt og gefur mér mikið,“ segir Sigga, sem verður 79 ára þann 30. maí. /MHH Sigga á Grund: Fundarhamar úr peruvið Sigga á Grund í Flóahreppi er einn færasti listamaður þjóðarinnar. Hún hefur til dæmis skorið út allar gangtegundir íslenska hestsins. Mynd /MHH Frá afhendingu hamarsins. Mynd / Utanríkisráðuneytið Hákon Aðalsteinsson skáldbóndi, 1935-2009. *Bjallkolla er ávalur hryggur syðst á Þrívörðuhálsi, sem er austan við Sænautavatn í N-Múlasýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.