Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 LÍF&STARF Handverk: Námskeið, markaðstorg og prjónasamkeppni – Prjónagleðin á Blönduósi haldin í sjöunda sinn Prjónagleðin, árviss prjóna- og garnhátíð haldin á Blönduósi, verður haldin í sjöunda sinn 9.–11. júní. Að sögn Svanhildar Pálsdóttur, sem er starfsmaður Textílmiðstöðvar Íslands og kemur að skipulagningu hátíðarinnar, er dagskráin fjölbreytt sem endranær og ber þar hæst spennandi námskeiðsdagskrá og sérstakt Garntorg þar sem söluaðilar sýna sínar vörur – auk ýmissa annarra prjónatengdra viðburða. Snillingar á sínu sviði „Námskeiðin sem boðið er upp á tengjast að sjálfsögðu öll prjónaskap, hekli, garni og ull og kennararnir eru einvalalið, snillingar á sínu sviði. Það ættu allir að finna námskeið við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða byrjendur eða þaulreynda prjónara. Það er endalaust hægt að bæta við sig kunnáttu og læra eitthvað nýtt enda seljast námskeiðin eins og heitar lummur og er nú þegar orðið uppselt á mörg þeirra,“ segir Svanhildur. Textílmiðstöð Íslands hefur að sögn hennar verið í mikilli uppbyggingu og er nú orðin mjög vel tækjum búin. „Það er því gaman að segja frá því að á Prjónagleðinni verður bæði boðið upp á námskeið í hefðbundinni tóvinnu – þar sem þátttakendur læra meðal annars að spinna á rokk – sem og námskeið þar sem þátttakendur kynnast verklagi við að nota stafræna prjónavél sem er sú fyrsta sinnar tegundar hérlendis.“ Danskur pjónahönnuður gestur hátíðarinnar Sérstakur gestur hátíðarinnar að þessu sinni er danski prjóna- hönnuðurinn og prjóna konan Lene Holme Samsøe. „Hún er íslensku prjónafólki að góðu kunn enda hafa komið út eftir hana fjölmargar prjónabækur hérlendis. Hún mun halda námskeið og fyrirlestra og það gefst einstakt tækifæri á Prjónagleðinni að kynnast henni og hennar prjónaferli,“ segir Svanhildur. Boðið verður upp á dagsferð frá Reykjavík á Prjónagleðina og er það nýnæmi. Prjónarútan mun leggja af stað úr Reykjavík snemma dags laugar- daginn 10. júní og koma aftur í bæinn fyrir miðnætti sama dag. Skipuleggjendur hátíðarinnar vonast til að þetta mælist vel fyrir og að það þurfi stóra rútu fyrir hópinn sem nýtir sér þennan möguleika. Garntorgið fastur liður „Garntorgið er fastur liður á Prjónagleðinni og verður á sínum stað í Íþróttamiðstöðinni. Þar verða að þessu sinni 24 söluaðilar með sínar vörur, hand- litarar, smáspunaverksmiðjur, handverksfólk og verslanir með garn og prjónatengdan varning. Íslenska ullin skipar stóran sess á Garntorginu eins og vera ber og er mjög ánægjulegt að sjá hversu margir eru að búa til úr henni band, lita og vinna á fjölbreyttan hátt. Á Garntorginu verður huggulegt kaffihús og tilvalið að taka sér bíltúr úr nágrannabyggðalögum, líta á stemninguna og úrvalið og fá sér kaffi og dýrindis meðlæti,“ segir Svanhildur. Að sögn Svanhildar er alltaf haldin hönnunar- og prjóna- samkeppni í tengslum við Prjóna- gleðina. Að þessu sinni sé verkefnið að endurvinna gamla, notaða og slitna íslenska lopapeysu og nýta hana sem grunnefnivið í nýja nothæfa flík. Úrslit keppninnar ráðast út frá frumleika, notagildi og handverki og verða þau tilkynnt laugardaginn 10. júní á Garntorginu þar sem verkin verða til sýnis meðan á hátíðinni stendur. Ístex, Tundra, VatnsnesYarn og Rúnalist gefa verðlaun í samkeppninni. Hún segir að heimafólk og fyrirtæki taki virkan þátt í hátíðinni og kappkosti við að þjónusta gesti hennar sem best. Á sunnudagsmorgun verður prjónamessa og opið hús í Ullarþvottastöð Ístex, Heimilis- iðnaðarsafnið verður opið og ýmislegt fleira verður um að vera. /smh Svanhildur Pálsdóttir. Mynd / Sarah Woodall Svipmyndir frá liðnum hátíðum Prjónagleðinnar á Blönduósi. Myndir / Svanhildur Pálsdóttir HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.