Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 25.05.2023, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 25. maí 2023 Þetta er árstíminn þegar flestir bændur eru að setja út kvígurnar sínar og oft eru þær settar í úthaga, sem er í fínu lagi ef þær komast þar í nógu orkumikla beit. Kvígurnar eru framtíðin fyrir búið, peningavélar búsins í framtíðinni, og því þarf að hlúa sérstaklega vel að þeim frá fæðingu og fram að fyrsta burði. Auðvitað á að hlúa vel að þeim alla tíð, líka eftir að þær eru orðnar að kúm, en flestir þekkja þó líklega vel hvað sterkt uppeldi getur skipt miklu máli þegar horft er til bæði endingar og hagkvæmni kúa. Markmið búsins Allir kúabændur ættu að setja sér skýr markmið þegar kemur að uppeldi á kvígum, hvenær þær eiga að ná nægum þroska svo hægt sé að sæða þær o.s.frv. Í dag er bændum ráðlagt að miða við að kvígur beri 22-23 mánaða og til að ná því þurfa þær því að verða kynþroska snemma. Það getur vissulega verið einhver munur á kvígunum þegar kemur að kynþroska, en kynþroski og vöxtur eru sterkt tengdir eiginleikar og því er oftast miðað við að ná ákveðnum þunga eða stærð á ákveðnum aldri þegar miðað er við að kvígur séu tilbúnar til fyrstu sæðingar. Fóðrunin hefur því mikil áhrif á það hve fljótt kvígurnar verða kynþroska og eftir því sem eldið er kraftmeira vaxa þær hraðar og fara því fyrr að ganga. Ef þær verða kynþroska snemma, en vöxtur hefur samhliða ekki verið góður, verða þær aftur á móti of litlar þegar þær bera og þurfa að nýta fyrsta mjaltaskeiðið í meiri vöxt en ella. Þetta kemur þá beint niður á nyt þeirra. Stöðugur vöxtur mikilvægur Það er alþekkt að það getur komið afturkippur í vöxt hjá kvígum sem eru settar út og það er einkar bagalegt enda á vöxtur þeirra að vera jafn og hraður fram að burði svo þær séu tilbúnar til sæðingar 12-13 mánaða gamlar svo þær beri nógu snemma að jafnaði, þar sem ekki allar halda við fyrstu sæðingu. Frá tímabilinu eftir að mjólkur- fóðrun lýkur og fram að fyrstu sæðingu ættu kvígurnar að þyngjast um þetta 700-900 grömm á dag, en til þess að svo verði þarf fóðrunin að vera góð og rétt jafnvægi á milli orku, próteins og steinefna. Oftar en ekki fá kvígur næga orku úr gróffóðrinu, en ekki er þó víst að þær fái nóg prótein eða steinefni. Að þessu þarf því að huga sérstaklega þegar þær eru á beit og oft jafnvel fjarri útihúsum og því ekki fyrir augum ábúenda jafn oft og kýrnar. Það þarf því að skipuleggja beit kvíganna vel og sér í lagi eigi að sæða þær á þessu tímabili. Venja rólega við Til þess að ekki komi afturkippur í vöxtinn er mikilvægt að þegar kvígurnar eru settar út á beit þá séu þær vandar við, þ.e. vambar- starfsemin vanin við nýtt fóður. Því er ráðlegt að hafa þær til að byrja með í hólfi þar sem auðvelt er að fylgjast með þeim og venja þær þar við beitina samhliða gjöf, svo fóðurbreytingin verði ekki of hröð. Þó allt takist eins vel og hægt er þarf ekki að koma á óvart að kvígurnar léttist aðeins í upphafi, það á sér eðlilegar skýringar s.s. vegna aukinnar hreyfingar og atferlis en fóðurskiptin sem slík hafa nánast alltaf áhrif á vöxtinn líka. Flokka eftir stærð Til þess að ná hámarksárangri af beitinni má ekki vera með of ólíka hópa af kvígum, þ.e. stærðarlega séð. Þær ætti því að flokka eftir stærð þegar þær eru settar út og ef einhver kvíga er lítil miðað við jafnöldrur sínar á hún að vera í flokki með yngri kvígum. Þetta er gert til þess að tryggja öllum kvígum sem jafnast aðgengi að þeim gæðum sem aðgengileg eru. Eldri kvígur, sem hafa fest fang, geta svo verið sér en þetta er sá hópur sem má hafa á heldur slakari beit ef þörf krefur. Beitin þarf þó samt sem áður að vera góð enda eru þær bæði að vaxa og þroska fóstur en áherslan á daglega þyngdar- aukningu á þessu stigi má víkja að hluta til, ef ekki er um aðra kosti að ræða. Próteinið þarf að tryggja Beitin er eðlilega misgóð eftir ástandi hagans, gróðursamsetningu og -þroska auk áburðargjafar. Það á því að skipuleggja beitina vel og stýra henni, eigi að nást hámarksárangur og réttur vöxtur á kvígunum. Eins og fyrr segir þarf að tryggja að próteinið sé nægt á móti orkunni, en alls ekki má gleyma stein- og snefilefnunum enda fylgist að aukin þörf fyrir þau ef tekist hefur að gefa kvígunum orku- og próteinríka beit. Bætiefnin má gefa með ólíkum hætti og finnast margar leiðir til þess og þá ættu gripir á beit alltaf að hafa aðgengi að saltsteinum að auki. Fyrir yngri gripi má íhuga að gefa þeim kjarnfóður með beitinni, ef efasemdir eru um að beitin sé ekki nógu góð, enda er vambarstarfsemi þeirra afkastaminni en eldri gripa og má því litið út af bera ef halda á fast í kröfuna um öran líkamsvöxt. Heggur er blómstrandi tré af rósaætt og náskyldur kirsu- berjatrjám. Í raun má segja að heggur sé beinlínis kirsuberjatré enda ættkvíslarheitið það sama. Gallinn við kirsuberin á heggnum er þó sá að aldinið utan á fræhylkinu eða steininum er mjög lítið. Því eru þessi ber ekki þægileg undir tönn. Þau eru raunar líka beiskari en þau kirsuber sem vinsælust eru til átu enda hefur heggur ekki verið kynbættur með bragðgæði berjanna í huga. Aðra kosti hefur heggur hins vegar marga. Hann er hraðvaxta fyrstu árin en fer þó snemma að blómstra og þá dregur úr hæðarvextinum. Á haustin prýðist hann svörtum berjum. Hérlendis ætti heggur að geta náð að minnsta kosti tíu metra hæð ef honum er leyft að vaxa upp sem einstofna tré. Gjarnan er hins vegar sóst eftir því að heggur breiði úr sér sem stór, margstofna runni frekar en tré enda verður blómskrúðið meira eftir því sem plantan er marggreindari og víðfeðmari. Heggur er nefnilega mjög blómviljugur og gjarnan blómstrar hann ríkulega á hverju ári. Tegundin á uppruna sinn á breiðu belti frá Mið- og Norður- Evrópu austur til Asíu allt til Kína, Kóreu og Japans. Hann er jafnvel að finna á afmörkuðum svæðum í Suður-Evrópu og Norður-Afríku, í Himalaja-fjöllum og víðar. Hérlendis þrífst hann vel og er mjög harðgerður ef ræktuð eru kvæmi frá t.d. Norður-Noregi. Suðlægari kvæmi henta einkum á sunnanverðu landinu. Heggur þarf þó alltaf rakan og frjósaman jarðveg til að þrífast vel. Á Íslandi hefur heggur lengi verið notaður í garðrækt en tvímælalaust má mæla með aukinni ræktun hans í stálpuðum skógum, einkum til fegrunar á skógarjöðrum, við vegi og heimreiðar, í rjóðrum og við áningarstaði í skógum. Þar nýtur hann sambýlis við aðrar trjátegundir. Rétt er að velja honum sólríka staði þar sem hann er líklegastur til að blómstra vel. Og jafnvel þótt okkur mennina langi ekki í berin af honum gæða fuglar sér á þeim og þannig styður heggur við fuglalífið í skóginum og nágrenni hans. Auk þess að gróðursetja hegg sem stök tré í bland við aðrar tegundir er ekki er úr vegi að gróðuretja hann í lundum í frjósömu landi. Hann þolir vel vindálag og frost á óheppilegum tímum. Blóðheggur er rauðblaða afbrigði af hegg sem fannst í gróðrarstöðinni Fagerhult í Smálöndunum í Svíþjóð snemma á síðustu öld. Allur blóðheggur er væntanlega kominn af því eina tré. Rauði liturinn stafar af stökkbreytingu í genamengi trésins en kemur líka fram í blómum hans sem hafa tilkomumikinn bleikan lit. Blóðheggur hefur talsvert verið ræktaður hérlendis og er ekki síður harðger en sá græni. Meindýr virðast jafnvel hafa heldur minni lyst á honum en venjulegum grænum hegg. Ekki er að sjá að rauði liturinn hamli vexti blóðheggs miðað við grænan hegg. Til veikleika tegundarinnar má helst telja hættu á kali hjá suðlægum kvæmum og stundum herjar á hann sveppsjúkdómur sem kemur í veg fyrir eðlilegan þroska berja. Tjón af völdum meindýra er sjaldan verulegt. Margir lesendur kannast ef til vill líka við annan rauðleitan hegg, svokallaðan virginíuhegg. Hann er reyndar stökkbreytt afbrigði annarrar heggtegundar norður- amerískrar, Prunus virginiana. Á rauðum virginíuhegg vaxa blöðin út græn á litinn en verða smám saman rauð. Eftir því sem líður á sumarið og nývöxtur minnkar dregur úr hlutfalli grænna blaða og tréð verður æ rauðara á litinn. Liturinn á rauðum virginíuhegg er enn dýpri og tilkomumeiri en á blóðhegg, sérstaklega þar sem hann nýtur vel sólar. Óhætt er að mæla með aukinni ræktun á hegg vítt og breitt um landið, bæði í görðum og skógum, hvort sem liturinn er grænn eða rauður. Þótt hann verði hins vegar seint til timburnytja að ráði, er viðurinn bæði harður og oft með fagurlitaðan kjarna og því gætu eldri tré gefið spennandi efnivið til minni háttar smíða og handverksiðju. Pétur Halldórsson. Heggur (Prunus padus) Á blóðhegg verða blómin fagurbleik. Myndir / Pétur Halldórsson LANDGRÆÐSLA Á FAGLEGUM NÓTUM Hvít blóm á venjulegum hegg. Kvígubeit Þetta er árstíminn þegar flestir bændur eru að setja út kvígurnar sínar. Mynd / Jón Eiríksson Sem merki um að gæði vatns eiga að vera slík að bóndinn vilji sjálf(ur) drekka vatnið. Mynd /Ritvik Singh Snorri Sigurðsson snorri.sigurdsson@outlook.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.